Gamall porter

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Gamall porter

Post by arnarb »

Er að spá í eftirfarandi porter uppskrift. Langaði að heyra í ykkur með comment. Fékk uppskriftina úr bókinn hans Randy Mosher, ferlega margar skemmtilegar uppskriftir þar. Þarf aðeins að breyta þar sem ég á ekki allt í orginal uppskriftinni.

2.0 kg Pale Malt (2 Row) UK 33%
2.0 kg Munich Malt 33%
2.0 kg Caramunich Malt 33%

85g Fuggle 90 mín
10g Lakkrísrót

Nota FWH á humlanna í 71°C heitu vatni. Mesking í 69°C í eina klst. Tek síðan 2 lítra af virtinu og sýð niður þar til það verður að sýrópi.

Í upphaflegu uppskriftinn er gert ráð fyrir biscuit/amber malt, en ég ætla að nota Munich maltið í staðinn. Einnig er gert ráð fyrir brown malt en ég á ekkert slíkt og nota Caramunich Malt.

Er spenntur að sjá hvernig þetta kemur út.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gamall porter

Post by Idle »

33% CaraMunich II er umtalsvert umfram þau 20% sem Weyermann mæla með í uppskrift. Ég reikna með að það kæmi nokkuð niður á FG-inu hjá þér. Persónulega set ég mörkin við 10 til 12%.

Það sem gerir porter að porter, er ómaltað, ristað bygg (roasted barley). Ég á nokkuð af því til skiptanna, líkt og ég auglýsti hér nýverið. Sendu mér skilaboð ef þú vilt eitthvað af slíku.

10 gr. lakkrísrót mun ekki hafa nokkur áhrif. Ég reyndi 14 gr. (20 mín. suða) í stout fyrir skömmu, og til þessa hefur enginn fundið fyrir henni hið minnsta. Ég myndi reyna lágmark 25 gr. í 40 mínútur.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gamall porter

Post by Eyvindur »

Reyndar er oftast notað súkkulaðimalt í porter. Ristað bygg er algengara í stout. Þetta er þó ekki algilt.

Þú getur EKKI notað Caramunich í staðinn fyrir brúnt malt. Brúnt malt er grunnmalt, ekki caramel malt, þannig að þetta er ekki nálægt því það sama. Reyndar getur bara ekkert komið í staðinn fyrir brúnt malt - það er algjörlega sér á báti. Það er brúna maltið sem gerir þetta að porter. Þessi uppskrift verður ekkert í líkingu við porter.

Ég held að þessi bjór myndi verða býsna sætur. Ég mæli með því að þú endurskoðir þessa uppskrift eitthvað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gamall porter

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Reyndar er oftast notað súkkulaðimalt í porter. Ristað bygg er algengara í stout. Þetta er þó ekki algilt.
Skarplega athugað. Súkkulaði og/eða ristað bygg.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gamall porter

Post by Eyvindur »

Jamm...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Gamall porter

Post by arnarb »

Takk fyrir þarfar ábendingar. Hafði einhvernveginn flokkað brown maltið í specialty malt...sem það klárlega er ekki.

Ætla aðeins að breyta uppskriftinni - stefni á að rista sjálfur pale ale malt í ca 1klst til að búa til brown maltið. Skv. John Palmer þarf maltið að sitja í ca. 2 vikur til að losna við mestu lyktina.

Það kemur mér á óvart að ekki hafi fundist bragð af 14g lakkrísnum í uppskriftinni þinni, en þannig er það skv. uppskriftinni sem ég er að fara eftir, ætlaði að minnka skammtinn örlítið. Varstu með heila lakkrísrót eða kvarnaða?
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gamall porter

Post by Idle »

Söxuð, keypt frá MoreBeer. Einhversstaðar rakst ég á upplýsingar um notkun mismunandi kryddtegunda, s. s. hámark í uppskrift, suðutíma o. þ. h. Þar var talað um 14 gr. í klukkustund. Má vera að lakkrísinn drukkni bara í ristaða bygginu og súkkulaðimaltinu.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gamall porter

Post by Eyvindur »

Brúnt malt er samt unnið allt öðruvísi, þannig að þú getur ekki fengið nákvæmlega sama karakter, hugsa ég. En um að gera að prófa.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply