Núna eftir að vera búinn að búa til meski box þá er ég að huga að suðu næst
hvernig tunnu ætti að að láta duga ég er að spá plast í þetta verkefni.
er ekki cirka 35 ltr nóg?
og ég skoðaði þessi element í katlinum frá rúmfatalegerninum þau líta ágætlega út, er ekki nóg eitt slíkt?
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín
Á næstunni: Coopers stout kitt.
Ef þú ætlar í tunnuna myndi ég fara í 60l, til öryggis. Kostnaðurinn er ekki mikið meiri, skilst mér, og þú veist aldrei nema þú gætir einhvern tíma viljað taka 40l skammt. Auk þess er betra að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það sjóði upp úr - eða minni áhyggjur allavega.
Ég myndi aldrei nota minna en tvö element. Þótt 2KW gætu fræðilega séð dugað myndirðu aldrei ná upp almennilegri suðu þannig. Ég hef bruggað á 2KW spansuðuhellu og var geysilega lengi að ná upp suðu (4 tíma eða svo), og þurfti að sjóða í 90mín til að vera viss um að allt gufaði upp sem þarf að gufa upp. Bjórinn heppnaðist mjög vel, en þetta var full langur bruggdagur fyrir minn smekk. Mín reynsla er sú að 3KW séu lágmarkið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Ef þú ætlar að láta þér nægja að búa til 25 lítra skammt, þá ætti 35 lítra tunna að duga, en plast er svo ódýrt að ég myndi fara í 60 lítra fyrir hérumbil sama pening.
Ég myndi ekki setja minna en 2 element persónulega, eitt nær ekki að halda suðu hjá mér (nema kanski núna eftir að ég einangraði tunnuna).
35 lítra fata dugar alveg fyrir 20-25 lítra lagnir. Ég myndi þó mæla með lágmark 2 elementum. 1 element nær ekki að halda suðunni alveg nógu hressilegri og þú værir frekar lengi að ná upp hita á vatninu.
Eins og Eyvindur segir þá kostar lítið auka að fara í 60 lítra suðufötu, þú getur fengið þá stærð í saltkaupum á 3-4þús krónur með loki. Ef þú ætlaðir í suður stærri en 30-35 lítra þyrftirðu þó að fara í enn fleiri element, amk 3stk. Ég er sjálfur með 4x 2kw element í minni 60 lítra fötu og mér finnst að það mætti ekki minna vera.
Jæja núna er ég búinn að redda mér 60ltr tunnu og tvö 2kw elementum og ættla reyna koma þessu saman öllu á næstunni, en mig vantar krana og pakkingu á tunnuna helst svona pakkningu sem fylgdi hraðsuðukattlinum sem ég keypti, getur maður ekki keypt svona pakkningar í nokkrum stærðum?
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín
Á næstunni: Coopers stout kitt.