Vatnið gæti mögulega valdið einhverri oxun sem að eldir bjórinn hraðar.
Svo er auðvitað einhver örlítill möguleiki á sýkingu, en hæpið þó.
Ég hef stundum sett smá vatn í glas áður en ég helli bjórnum í glasið til að þynna bjórinn ef hann er of sterkur, það væri trúlega betra upp á að halda bjórnum ferskum lengur.
Ef þú þarft að þynna bjór vegna þess að hann er of sterkur er betra að gera það fyrir gerjun, einmitt til að forðast oxun. Reyndar gætirðu sloppið við oxunina með því að sjóða vatnið fyrst. En ég myndi samt miklu frekar fylgjast bara vel með OG og þynna hann fyrir gerjun, ef þess þarf með.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór