Setja bjór á kút og nota dælu

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
anaconda
Villigerill
Posts: 4
Joined: 2. Mar 2010 23:01

Setja bjór á kút og nota dælu

Post by anaconda »

góðan daginn er með minn fyrsta instant bjór í lögun og ég var ad spá hvad hann þurfi ad falla lengi áðurenn hægt er að setja hann á kút eru menn að nota einhver fallefni. og er einhver góð leið til að losna við mesta gambrabragðið af bjórnum. hann er búinn ad standa í 2 vikur eftir gerjun.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by sigurdur »

gambrabragð og felliefni?? hvaða þjóðsögur ert þú búin/n að hlusta á eiginlega?
anaconda
Villigerill
Posts: 4
Joined: 2. Mar 2010 23:01

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by anaconda »

heyrði þetta med felliefnin en mér fynst keimurinn sem kemur með bjórbragðinu minna rosalega á gambrabragð. er bara nygræðingur sem er að prufa mig áfram
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by Hjalti »

Sennilega er sykurinn sem þú notar með sírópinu þínu í blandi við að bjórinn hefur kanski ekki alveg klárað að gerjast að gefa þér þetta "gambrabragð"

Getur þú lýst ferlinu og efninu sem þú notaðir?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by Eyvindur »

Gæti stafað af of miklum sykri, of háu hitastigi eða of litlu eða lélegu geri.

Ég er með tvö orð fyrir þig: All Grain.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by Hjalti »

Eða bara "Ekki nota sykur í bjórinn þinn" sem ætti að gera ca. 1..2..3..4..5..6 orð.... All grain hljómar kanski sem færri orð en það er ýmislegt hægt þrátt fyrir að maður geri þetta ekki alveg 100% frá grunni.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
anaconda
Villigerill
Posts: 4
Joined: 2. Mar 2010 23:01

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by anaconda »

er nú bara rétt að prufa ad figta og sjá hvernig þetta á við mig orðinn leiður á sveitavatninu og lángar til að prufa eikvað nýtt.ég byrjaði á að leysa sykurinn upp i heitu vatni setti siðan sírópið úti og lét það leysast vel upp síðan setti ég restina af vatninu og lét það vera í kringum 25c man ekki nákvæmlega hvað heitt. síðan lét ég hann gerjast í 6 daga og setti síðan í kælingu. áfengis magnið var a'eins hærra en ég vildi hann fór upp í 7 prósent.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by Eyvindur »

Í fyrsta lagi eru 25°C allt of mikill hiti, ef það var hitastigið á gerjuninni - vanalega er miðað við að vera á bilinu 18-20°C, helst aldrei hærra. Í öðru lagi hlýturðu að hafa bætt við duglega af sykri til að fara upp í 7%, sem myndi án efa valda óbragði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
anaconda
Villigerill
Posts: 4
Joined: 2. Mar 2010 23:01

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by anaconda »

setti akurat rett magn af sykri.vissi ekki af þessari siðu en er buinn að lesa mer mikið til i kvöld.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by Hjalti »

Rétt magn af sykri er helst engin sykur í mínum huga.

Það kemur í veg fyrir svona óbragð.

Svo myndi ég leyfa bjórnum að standa lengur á kút.

6 dagar í gerjun er ekki neitt og hann nær ekki að hreinsa sig eða gera neitt á þeim tíma.

Skoðaðu og lestu hérna inni og svo mæli ég með að þú prufir þig áfram :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by sigurdur »

Að vísu er ekkert að því að bæta við sykri í bjór, mörg brugghús gera það með mjög góðum árangri. (dæmi, margir belgískir bjórar)
Ég hef heyrt því fleygt fram að það skuli reyna að halda sér samt innan við 20% viðbót af sykri.

En þetta hitastig er allt of hátt fyrir gerjun.
Ef þig vantar ódýra aðferð til að útbúa hitastýringu, þá getur þú skoðað þráð um hitastýringaruppsetningar, http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=14& ... 0kar#p1922" onclick="window.open(this.href);return false; .
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Setja bjór á kút og nota dælu

Post by Oli »

Titillinn á þessum þræði er frekar villandi miðað við umræðurnar ;)

En já til þess að losna við þetta vonda bragð af sírópsbjórnum þá skaltu sleppa sykrinum næst og nota þá maltextrakt í staðinn. Það er vinsæl samlíking hér að líkja þessum sírópskittum við örbylgjupizzu, afurðin og útkoman fer eftir hráefnunum sem eru notuð.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply