Þegar ég fór mína fyrstu verslunarferð í Ámuna ákvað ég að kaupa Coopers lagerkitt, því ég var að augljóslega vanmeta einangrunina í köldu geymslunni minni, sem jafnvel í verstu frosthörkum fer víst ekki neðar en 12-14°C, eðall fyrir eplavínið, og verður fínt í ölið seinna meir, en fullheitt í lagerinn, þótt það kannski sleppi ef ég legg í núna meðan enn er kalt .. geri ég vont enn verra ef ég reyni að nota ölger, þar sem fiktarinn ég er að sjálfsögðu búinn að brjóta innsiglið á lokinu til að lesa leiðbeningarnar, svo að skipta er ekki möguleiki?
NB. (áður en einhver fer að benda mér á það) þá er planið að nota maltextract en ekki þrúgusykur ef það skiptir máli, sem ég efast um að það geri fyrir pælinguna mína, nema þá bara að gera bruggið ögn skárra hvort gerið sem notað er...
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Geymslan mín hefur verið að lafa í þetta 15° í vetur, svo "í kaldari kantinum" ætti ekki að vera vandamál nema síður sé (hvað má maður fara neðarlega með Coopers ölgerið, og af hverju ætli þeir séu að mæla með öðru hitastigi fyrir lagerinn og pilsnerinn ef þetta er svo allt með sama gerinu, eitthvað með fellinguna eftirá, eða?). Er eiginlega bara að fara að leggja í þetta kitt því ég asnaðist til að kaupa það, bjórgerð verður annars held ég aldrei annað en AG á mínum bæ, svona ef ég með mína 10 þumalfingur næ að hnoða saman einhverjum græjum í það
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Tékkaðu bara á þessu. Í versta falli verður þetta vont.
Varðandi þumalputtana tíu, þá er ég held ég með fimm þumla og fimm vanskapaða og hálfvisnaða litluputta, sem þvælast bara fyrir, en mér tókst samt að koma þessu saman. Ef ég gat það geta allir það, trúðu mér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
jájá, hendi þessu bara saman eins og það er og vona það besta, í versta falli fæ ég vondan fyrsta bjór, eðlilegt innlegg í reynslubankann bara áður en ég hoppa út í djúpu laugina með gerjun úr alvöru hráefnum
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Nákvæmlega. Bara á meðan þú lætur þetta ekki fara að skemma eitthvað fyrir þér, andlega, þá er þetta bara fínt. Ég gerði einn Coopers bjór í einhverri vitleysu, og hann var frekar vondur... Missi engan svefn yfir því að 90% af löguninni hafi farið í klóakið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Það er nú markmiðið að bruggið endi í klóakinu .. en það væri best ef það þyrfti ekki að fara stystu leið þangað
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi