Enn einn businn...

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Enn einn businn...

Post by Classic »

Komiðinúsælogblessuð.

Björn heiti ég, en fyrir einhvern einkahúmor er ég gjarnan kallaður Classic af vinnufélögum mínum. Bruggari á fiktstiginu, er að gutla í millistéttarvínkittum (7,5l þrúgum) og hinu og þessu stórmarkaðsbruggi meðan ég er að átta mig á tækni og vinnubrögðum í kringum þetta sport, með það að lokamarkmiði að sumbl framtíðarinnar verði annað hvort bragðbetra eða ódýrara, sitt lítið af hvoru eftir hvað hentar, eða, sem best væri, hvort tveggja :)

Eplavínið (Edwort's apfelwein, lagað að metrakerfinu) hentar ágætlega í seinna skilyrðið, en þegar fram líða stundir hefur maður það að markmiði mögulega að fara að fikta við AG ölbruggun til að uppfylla það fyrra. Rak augun um daginn í Hobgoblin clone uppskrift sem ég er mjög heitur fyrir, enda var sá drykkur í miklu uppáhaldi hjá mér þegar hann fékkst hér, en það er einhvers staðar lengst fyrir aftan í öllum langtímaplönum, næst á dagskrá er rauðvín fyrir sumarið, og svo fljótlega eftir það enn ein eplavínstilraunin.

Held að allir hafi gaman að myndum, svo hér er vörulína „Klassiker“ víngerðar eins og hún lítur út í dag:
Image
Frekar basic, Chianti rauðvín (European Select Kit), eplavín og eplafreyðivín.

Einnig hef ég verið að fást við aðra, og öllu þjóðlegri gerjun, en það er önnur saga. Mynd fylgir samt því sumum finnst hún svo ógeðsleg og ég er svo mikið kvikindi:
Image

Fleiri myndir fyrir langt leidda perverta, þ.á m. myndir af ferlinu er rófustöppufötum er breytt í gerjunarílát

kv.b :beer:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Enn einn businn...

Post by Eyvindur »

Velkominn.

AG bruggun er bæði betri og ódýrari. Græjurnar geta verið býsna ódýrar og hráefni í 25l getur verið að kosta allt niður í 3.000 kr.

Gangi þér vel.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Enn einn businn...

Post by Classic »

Enda er það held ég frekar fyrirhöfnin og nákvæmnin en kostnaðurinn sem maður er að mikla fyrir sér í þessu AG dæmi, en maður verður kominn út í það fyrr en síðar. Vínið er ágætis stökkpallur til að temja sér vinnubrögð við hluti eins og þrif og átöppun áður en maður dettur í þetta (eða það?) af fullum krafti. Svo er eplavínið bara að gera ágætis lukku hjá þeim sem hafa prófað, enda furðu góður drykkur miðað við hvað innihaldið hljómar og er cheap :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Enn einn businn...

Post by sigurdur »

Velkominn.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Enn einn businn...

Post by kristfin »

velkominn. alltaf gaman af súrmat
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Enn einn businn...

Post by Classic »

Pungarnir komu tussuvel út þótt ég segi sjálfur frá (og er þá líka búinn að fá þumla upp frá tveimur öldungum í kjötiðnaðarbransanum sem eru að vinna með mér). Ekki jafn ofurþjappað og búðarkeyptir pungar, einhver líkti áferðinni við stífa ostaköku, og mikið súrara finnst mér, sem gefur þessu skemmtilega heimalagaðan fíling, alveg eins og t.d. heimabakað brauð er alltaf eitthvað sérstakt sama hversu klár þú ert að baka. Reyni samt aðeins að bæta þjöppunina og vinnubrögðin almennt á næsta ári, var með erfingjann einsoghálfsárs æpandi á mig báðar 3ja orða setningarnar sínar („Hvað pabbi gera?“ og „finna kisu tölvunni!“) á meðan ég var að þessu svo athyglin var ekki alveg á pungunum ... ætli maður reyni ekki að setja pungadag á mömmuhelgi eins og maður gerir við bruggdagana, þó er kannski nú nær því að vera í lagi að koma barninu inn í þessi mál en bruggmálin .. þetta fær hún allavega að smakka, en það eru a.m.k. 16 ár í að hún fái að bragða á hinum heimilisiðnaðnum ;P

Þetta var fyrsta tilraun núna í haust (eftir að hafa talað um þetta í mörg ár, alveg síðan þorrinn/þorrablót fór að verða afsökun fyrir janúarfylleríi hjá vinahópnum), en stefnir í að verða árleg seremónía hjá mér. Verst er þó að mysan sem fékkst í haust er víst önnur og betri sýra en mysa framtíðarinnar (Selfoss vs. Akureyri), og fann ég það bara þegar ég skipti um sýru síðast, hvað Akureyrarmysan er mikið sætari og tærari en sú Selfysska. En það kemur ekki í ljós fyrr en eftir næstu áramót hvort munurinn er eitthvað sem maður ætti að bölva. Hendi jafnvel inn uppskriftinni, þótt einföld sé, þegar nær dregur sláturtíð, svona ef hér skyldu leynast fleiri sem hafa áhuga á annarri gerjun en bara vínandaframleiðslu.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Enn einn businn...

Post by Eyvindur »

Þú verður þá bara að fara að búa til þína eigin mysu líka.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Enn einn businn...

Post by Classic »

Áhugaverð hugmynd, en sé ekki fram á það að hafa pláss né tíma fyrir stórtæka osta- eða skyrgerð ofan á allt bruggið, krosslegg allavega fingur til að byrja með að Akureyrarmysan sé ekki jafn slæm og verstu súrmatarfíklarnir segja .. svo er maður að vinna í matvöruverslun, svo maður getur bjargað sér eitthvað í áttina með að grípa fernur þegar þær eru að koma betur tútnaðar en vanalega ;)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Enn einn businn...

Post by karlp »

ég vil henda út ~4L af fersk heimagert mýsu í kvöld. :) Ef einhvers vil hafa það, komdu í kvöld og taka bara ;)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Enn einn businn...

Post by Classic »

Fallega boðið, en ég er að verða búinn með pungana, svo ég efast um að ég þurfi að skipta á þeim aftur. Hugsa til þín í haust þegar ég fer að leggja í fyrir þorrann 2011 :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply