Brúnöl

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Brúnöl

Post by hrafnkell »

Eftir ferðina í Ölvisholt í gær þar sem Valli stakk upp á að ég kippti með smávegis af súkkulaðimalti hef ég verið að skoða að gera einhverskonar brúnöl. Er kominn með þessa uppskrift, hvernig lúkkar þetta?

Lítið af humlum þar sem þetta var það eina sem var til í Ölvisholti og humlapöntunin ekki komin í hús. Gæti þó smellt aðeins meira af þessum sömu í ef þið haldið að það væri til einhvers?

Code: Select all

Batch Size: 30.00 L      
Boil Size: 35.83 L
Estimated OG: 1.060 SG
Estimated Color: 21.3 SRM
Estimated IBU: 11.4 IBU
Brewhouse Efficiency: 70.00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
7.50 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        90.91 %       
0.50 kg       Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM)      Grain        6.06 %        
0.25 kg       Carafa Special III (Weyermann) (470.0 SRM)Grain        3.03 %        
20.00 gm      Styrian Goldings [5.40 %]  (60 min)       Hops         8.1 IBU       
40.00 gm      Styrian Goldings [5.40 %]  (5 min)        Hops         3.2 IBU       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale

Ég er ekki vel að mér í ger-fræðum, en ég á Coopers, T-58, US-05 og S-04. Myndi eitthvað annað ger henta betur í svona bjór?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúnöl

Post by Eyvindur »

Hvort sem er, US-05 eða S-04 væri fínt í þennan. Uppskriftin er girnileg, en ég myndi kannski frekar skipta humlunum jafnt - 30 og 30. Allavega finnst mér þetta full lítil beiskja fyrir minn smekk. Þú ættir líka að gæta þess að hafa meskihitastigið sæmilega lágt, svo sætan yfirgnæfi ekki beiskjuna. Það er aðeins meiri vandi að gera bjór í góðu jafnvægi þegar humlarnir eru orðnir svona litlir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brúnöl

Post by hrafnkell »

Góður punktur. Ég ákvað að drífa humlana aðeins upp, fór að bera þetta við aðrar uppskriftir hjá mér og finnst þetta full lítið af humlum.

Smellti 60mín humlunum upp í 50 grömm og þar með fór IBU upp í 23.5. Held að það gæti komið vel út - Ekkerta mega humlað, en líklega ágætis jafnvægi svo maður finni aðeins fyrir maltinu líka.



Ég er líka orðinn svolítið spenntur fyrir þurrhumlum eftir að ég smakkaði þurrhumlaðan Móra í gær. Ljúffengur mjög, ég þarf að prófa þetta í einhverja lögnina.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brúnöl

Post by hrafnkell »

Jæja, hendi í þessa í dag/kvöld. Örlítil breyting á hráefni.

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 40.00 L      
Boil Size: 47.41 L
Estimated OG: 1.053 SG
Estimated Color: 19.5 SRM
Estimated IBU: 22.6 IBU
Brewhouse Efficiency: 70.00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
8.75 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        90.91 %       
0.58 kg       Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM)      Grain        6.06 %        
0.29 kg       Carafa Special III (Weyermann) (470.0 SRM)Grain        3.03 %        
60.00 gm      Styrian Goldings [5.40 %]  (60 min)       Hops         19.4 IBU      
50.00 gm      Styrian Goldings [5.40 %]  (5 min)        Hops         3.2 IBU       
2 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale            
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brúnöl

Post by hrafnkell »

Þessi kominn í gerjun. 40 lítrar af bjór í 2 fötum. Önnur fatan með s-04 og hin með us-05.

Þessi verður spennandi, ég smellhitti á alla parametera. 1.053 fg.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Brúnöl

Post by Bjössi »

endilega láttu vita hvernig munur var miðavið að þú ert að nota tvær gerðir geri
ég er einmitt búinn að spá mikið hver munur verður
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúnöl

Post by Eyvindur »

Ólík gerafbrigði gefa ólíkt bragð. S-04 gefur meiri ávaxtakarakter en US-05, sem gefur mun hreinni karakter.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brúnöl

Post by hrafnkell »

Nammi namm!

Þessi var 3 vikur í gerjun og ég smakkaði 2 flöskur í gær (sitthvort gerið) eftir 2 vikur á flöskum.

Mikið maltbragð og fer afar lítið fyrir humlum, en þetta er alveg sérstaklega ljúffengt. Mjög mjúkur bjór og ekkert rammur. Á örugglega eftir að brugga einhverja útgáfu af þessum aftur!
Post Reply