Björn heiti ég, en fyrir einhvern einkahúmor er ég gjarnan kallaður Classic af vinnufélögum mínum. Bruggari á fiktstiginu, er að gutla í millistéttarvínkittum (7,5l þrúgum) og hinu og þessu stórmarkaðsbruggi meðan ég er að átta mig á tækni og vinnubrögðum í kringum þetta sport, með það að lokamarkmiði að sumbl framtíðarinnar verði annað hvort bragðbetra eða ódýrara, sitt lítið af hvoru eftir hvað hentar, eða, sem best væri, hvort tveggja

Eplavínið (Edwort's apfelwein, lagað að metrakerfinu) hentar ágætlega í seinna skilyrðið, en þegar fram líða stundir hefur maður það að markmiði mögulega að fara að fikta við AG ölbruggun til að uppfylla það fyrra. Rak augun um daginn í Hobgoblin clone uppskrift sem ég er mjög heitur fyrir, enda var sá drykkur í miklu uppáhaldi hjá mér þegar hann fékkst hér, en það er einhvers staðar lengst fyrir aftan í öllum langtímaplönum, næst á dagskrá er rauðvín fyrir sumarið, og svo fljótlega eftir það enn ein eplavínstilraunin.
Held að allir hafi gaman að myndum, svo hér er vörulína „Klassiker“ víngerðar eins og hún lítur út í dag:

Frekar basic, Chianti rauðvín (European Select Kit), eplavín og eplafreyðivín.
Einnig hef ég verið að fást við aðra, og öllu þjóðlegri gerjun, en það er önnur saga. Mynd fylgir samt því sumum finnst hún svo ógeðsleg og ég er svo mikið kvikindi:

Fleiri myndir fyrir langt leidda perverta, þ.á m. myndir af ferlinu er rófustöppufötum er breytt í gerjunarílát
kv.b
