Cornelius Keg

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Cornelius Keg

Post by arnarb »

Ég er orðinn leiður á því að vera alltaf að setja bjórinn á flöskur, þótt það sé reyndar skemmtilegt að opna hann :)

Ég er búinn að finna mér verslun í Danmörku http://www.maltbazaren.dk/shop/frontpage.html" onclick="window.open(this.href);return false; sem selur Cornelius kúta fyrir ca. 6000 kr. Þá á ég eftir að koma þessu til Íslands, get reyndar fengið vin til að kaupa úti og taka með sér þannig að sendingakostnaður er í lágmarki (nokkrir bjórar)

Einnig búinn að skoða síðuna hjá kalla: http://www.tweak.net.au/beer/howto/kege ... n_iceland/" onclick="window.open(this.href);return false; flott síða þarna.

Var samt að velta fyrir mér hvort þið vitið um einhverja kúta hérna á klakanum sem ég get komist yfir á svipuðu eða lægra verði?

PS. vífilfell eru afar óliðlegir í þessum efnum :(
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Cornelius Keg

Post by sigurdur »

Ég sá corny kúta í rekstrarvörum, en þeir kosta um 50.000 og það þarf kanski að breyta þeim aðeins.
Ég held samt að mesti peningurinn fari í að kaupa allt dótið í kring um kútana.
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: Cornelius Keg

Post by joi »

Á amazon.com má finna sett af fjórum endurgerðum corny kegs á $100-$124, en þá kemur þá út á ca 8.000 kall á kút komið hingað heim.
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Cornelius Keg

Post by hrafnkell »

Ég er að pæla í þessu sama. Ég var að skoða þetta hjá maltbazaren og þar er sendingarkostnaður á 4 kútum 12.600kr. Og kútarnir sjálfir á 5.300kr/stk (ef maður kaupir 4). Það myndi gera 33.800kr total og þá er tollur/vsk eftir.

Ég væri alveg til í að borga svona 5-8þús fyrir kút hérna heima ef einhver getur reddað?

joi wrote:Á amazon.com má finna sett af fjórum endurgerðum corny kegs á $100-$124, en þá kemur þá út á ca 8.000 kall á kút komið hingað heim.
senda þeir til íslands? (sýnist ekki..)
Last edited by hrafnkell on 18. Feb 2010 15:50, edited 1 time in total.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cornelius Keg

Post by Eyvindur »

Ég er búinn að vera að vinna í að koma upp kegerator (fékk nokkra kúta fyrir tilviljun), og get fullvissað þig um það að það er rándýrt. Ég er búinn að leita mikið, og reyna að fara ódýrustu leiðina í öllu, en þetta hleypur samt á einhverjum tugum þúsunda (hef ekki geð í mér að reikna það út). Þannig að alveg óháð því á hvaða verði þú færð kútana verðurðu að gera ráð fyrir talsverðum kostnaði við allt hitt (kolsýrukút, þrýstijafnara, slöngur, disconnect, nýja gúmmíhringi, krana af einhverju tagi, o.s.frv.). Bara svo þú sért meðvitaður um það og farir ekki að eyða stórfé í kútana og sjáir svo að þú hafir ekki efni á restinni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Cornelius Keg

Post by hrafnkell »

Ég bý svo vel að eiga þrýstijafnara og 2.5kg co2 kút. Það dugir væntanlega eitthvað.
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: Cornelius Keg

Post by joi »

hrafnkell wrote: senda þeir til íslands? (sýnist ekki..)
Jú í gegnum ShopUSA.
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cornelius Keg

Post by Eyvindur »

Já, ok, þá er þetta borðleggjandi. Kolsýruhylkið og þrýstijafnarinn eru langstærstu kostnaðarliðirnir. Ef þú ferð út í kegerator með krana og látum er það farið að kosta svolítið, en með ódýrustu leiðum ættirðu að sleppa vel frá því.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Cornelius Keg

Post by arnarb »

Ég var búinn að gera mér grein fyrir að kostnaðurinn er mikill í kringum kolsýrukútinn og þrýstijafnarann.

Ef maður kaupir Cornie á Amazon.com, lendir maður ekki í vandræðum með fittings (US stærðir)?
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Cornelius Keg

Post by sigurdur »

Ekki ef þú kaupir fittings að utan líka.

[EDIT]
Ég er auli ... ég fór að hugsa um kolsýruhlutann.
Þú lendir ekki í vandræðum með það sem tengist við cornelius kútinn.
[/EDIT]
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Cornelius Keg

Post by hrafnkell »

En er enginn sem getur reddað corny kútum innanlands?


Skiptir annars einhverju máli hvort maður taki pin lock eða ball lock?
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Cornelius Keg

Post by Squinchy »

Vífilfell notar enn pin-lock corny kúta en passa þá eins og gull, gætir orðið þér út um þá með því að komast í þá hjá eitthverjum bar/veitingarstað

Munurinn er bara: ball-lock (pepsi) og pin-lock (coca cola)

Þannig að fyrirtæki sem vilja skipta milli framleiðanda þurfa þá að láta skipta út öllum tengjum
kv. Jökull
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cornelius Keg

Post by Eyvindur »

Þetta er svolítið tvíbent. Í fyrsta lagi er held ég auðveldara að verða sér úti um alla fylgihluti með ball-lock kútunum, því þeir eru algengari í BNA. Ég veit ekki hvort það munar einhverju á verðinu (hef ekki skoðað það), en mér skilst að það séu sumir birgjar sem eru bara með ball-lock.

Á hinn bóginn gæti það gerst að Vífilfell losi sig við sína kúta, og þá myndirðu kannski vilja fá þér fleiri. Þá væri auðvitað til bóta að vera með set-up fyrir pin-lock.

Það er líka vert að athuga að þessar tvær týpur eru öðruvísi í laginu. Ef þú ætlar að koma þér upp kegerator kæmirðu líklega fleiri ball-lock en pin-lock kútum fyrir inni í ísskáp. Ég kem 3 ball-lock kútum fyrir í mínum, en sé ekki fyrir mér að ég kæmi nema 2 pin-lock, þar sem þeir eru breiðari og lægri.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Cornelius Keg

Post by karlp »

keyptu bara ball eða pin, það sem þú finnst á betri verð. bandarikjamenn er byrja að nota bara ball lock. fimm ára siðan þeir voru að nota bæði. Eins og var sagt áður, vifilfell nota pinlock, svo kannski. (KANNSKI) við máum fá ódyrt pin lock kútur hérna á landi.

Enn, það er ekki málið að hafa kegerator sem taka bæði. bara tryggðu að kaupa MFL ball/pinlock QD, EKKI "barb"

ALDREI kaupa svona: http://www.brewersdiscount.net/item29140.ctlg
freka svona: http://www.brewersdiscount.net/item29147.ctlg
og svo nota þessi: http://www.brewersdiscount.net/item103034.ctlg á allt slöngurinn. [1]


ó, já, éf þú nenni ekki að kaupa allt í einu, það er ódyrt að byrja með svona "krana" http://www.brewersdiscount.net/item5073.ctlg mikla ódýrari fyrir byrjun, og gott að hafa fyrir taka kútur á ferðalag :)



[1] mér fannst ómöguleikt að finna svona hérna. en kannski ykkur veit betra :)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cornelius Keg

Post by Eyvindur »

Hvað er að því að vera með barb?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Cornelius Keg

Post by Squinchy »

Svo sem ekkert að því, gefur þér bara minni möguleika á að ráða slöngu stærðinni og tegund
kv. Jökull
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Cornelius Keg

Post by Oli »

Squinchy wrote:Svo sem ekkert að því, gefur þér bara minni möguleika á að ráða slöngu stærðinni og tegund
Kannski þegar þú ert kominn niður í mjög lítið þvermál á slöngum. Ég nota 4 mm mjúka vínyl slöngu á mína og það hefur ekki verið neitt mál að koma slöngunni á barb-stútinn, bara hita slönguendann með sjóðandi vatni og troða á, þarft enga festingu.
Get amk ekki séð að þetta skipti miklu máli.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cornelius Keg

Post by Eyvindur »

Ég átti ekki í neinum vandræðum með að finna slöngu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Cornelius Keg

Post by Squinchy »

Oli wrote:
Squinchy wrote:Svo sem ekkert að því, gefur þér bara minni möguleika á að ráða slöngu stærðinni og tegund
Kannski þegar þú ert kominn niður í mjög lítið þvermál á slöngum. Ég nota 4 mm mjúka vínyl slöngu á mína og það hefur ekki verið neitt mál að koma slöngunni á barb-stútinn, bara hita slönguendann með sjóðandi vatni og troða á, þarft enga festingu.
Get amk ekki séð að þetta skipti miklu máli.
Já einmitt það sem ég var að reyna segja, skiptir engu máli nema maður sé að fara gera eitthvað spes unit :P
kv. Jökull
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Cornelius Keg

Post by Öli »

Oli wrote:... bara hita slönguendann með sjóðandi vatni og troða á, þarft enga festingu.
Þangað til að þú vaknar einn morguninn og það er bjór útum alla veggi eða þú ert dauður úr kolsýrueitrun :o
Ég hitaði slönguna og notað svo grannan spotta og vafði honum þétt í ófáa hringi utanum - sökum þess að ég fann ekki nógu granna hosuklemmu, sem auðvitað væri best.
Kalli getur sagt ykkur sögu hvað getur gerst ...
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cornelius Keg

Post by Eyvindur »

Ég fékk hosuklemmur sem smellpassa fyrir þetta í Gastec.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Cornelius Keg

Post by Oli »

Öli wrote:
Oli wrote:... bara hita slönguendann með sjóðandi vatni og troða á, þarft enga festingu.
Þangað til að þú vaknar einn morguninn og það er bjór útum alla veggi eða þú ert dauður úr kolsýrueitrun :o
Ég hitaði slönguna og notað svo grannan spotta og vafði honum þétt í ófáa hringi utanum - sökum þess að ég fann ekki nógu granna hosuklemmu, sem auðvitað væri best.
Kalli getur sagt ykkur sögu hvað getur gerst ...
ég hef amk ekki lent í neinu svoleiðis sl ár, ég tek yfirleitt kranatengin af kútunum líka. En að sjálfsögðu er öruggast að smella hosuklemmu á tengin.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Cornelius Keg

Post by karlp »

það er ekki málið að festa slöngurinn á barb, það er ekki það sem ég var benda á.

ef þú langa að skipta ball -> pin, og er a nota barb, þá þurftu að skera af slöngurinn og festa nýtt. Ef þú langa að setja liquid QD á gas line, fyrir hjalpa með hreinsum eða kólsyra bjór hraðari, þú þurf að hafa sérstakt lín. Ef þú langa að hafa tæki fyrir bjór á ferðalag _og_ í ísskáp, þú þurf að kaupa 2xQD, og svo og svo. það er eins og munurinn á milli lím og nuts/bolts. MFL er einfald að skipta og endagera. Barb er alltaf fastur.
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Post Reply