Eins og Hjalti bað um átti að stofna nýjan þráð í kringum þetta.
hordurg wrote:
Völundur wrote:Verðum að koma þessu í hámæli ef þið viljið.
Með ríkisstjórnina sem við höfum í dag held ég að það sé ekkert mjög sniðugt,, sérstaklega ekki eftir að þeir föttuðu að þeir fengu minna í kassan þrátt fyrir gífurlegar áfengisgjaldahækkanir
sigurdur wrote:
Erlendur wrote:Þarf ekki að hafa leyfi til þess að framleiða áfengi? Ég get allavega ekki séð að undanþágur séu gerðar frá 6. gr. áfengislaga nr. 75/1998, þ.a. væntanlega ætti ekki að "koma þessu í hámæli".
Vanalega ætti maður að hafa áhyggjur af því, en hinsvegar þá heldur Ölvisholt þessa keppni og samkvæmt lögfræðingi Ölvisholts þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. (Upplýsingar sem að voru miðlaðar að mig minnir á febrúarfundi Fágunar)
dax wrote:Einhver borgar þá áfengisskattinn af þeim heimagerða bjór sem þarna keppir, eða hvað?
Eyvindur wrote:Það þarf varla að borga skatt þegar um vörukynningu er að ræða, er það?
Eyvindur wrote:Það þarf varla að borga skatt þegar um vörukynningu er að ræða, er það?
Jú allveg pottþétt, við fáum kannksi að sleppa við VSK, en áfengistollarnir og svona sleppum við ekki með, t.d. ef þú myndir fá sent fría prufu af einhverri áfengistegund frá Bretlandi í kynningarskyni þyrftir þú alltaf að borga alla tolla við komu til landsins.
Ef lögfræðingurinn segir að þetta sé í lagi þá er þetta líklega í lagi. Hann hefur væntanlega skoðað það.
Varðandi áfengisgjöld og svona þá erum við ekki að fara að selja heimabruggið. Og við erum ekki að flytja það inn. Þetta fer auðvitað eftir hvernig keppnin er útfærð, en þetta ætti að vera nokkuð grænt. Spurning um að tala við einhvern hjá sýslumanni þar sem keppnin er haldin til að spyrja útí leyfi og þannig.
hrafnkell wrote:Varðandi áfengisgjöld og svona þá erum við ekki að fara að selja heimabruggið. Og við erum ekki að flytja það inn. Þetta fer auðvitað eftir hvernig keppnin er útfærð, en þetta ætti að vera nokkuð grænt. Spurning um að tala við einhvern hjá sýslumanni þar sem keppnin er haldin til að spyrja útí leyfi og þannig.
Skiptir ekki, Ölvisholt þarf væntanlega að borga áfengisgjöld af allri framleiðslunni sinni, nema þetta fari beint inn á frísvæði. En strax og það fer út af því þarf að borga áfengisgjöld nema að það sé að fara til förgunar.
Er ekki langeinfaldast að halda bara keppnina á bát fyrir utan landhelgi íslands, þá væri bjórinn á Ölvis líka miklu ódýrari heheh
Mér þætti fróðlegt að heyra nánari útlistanir á rökum lögfræðings Ölvisholts? Ekki að ég hafi nokkra lögfræðiþekkingu, en ég ímynda mér að Ölvisholt sé ekki að gera neitt ólögmætt, en ef einhver hefði áhuga, þá væri þátttakendalistinn jafnframt listi yfir þá sem eru að ".. að framleiða áfengi til einkaneyslu..." (4. grein, lög nr. 75/1998).
Þegar ég byrjaði að sulla saman léttvíni fyrir nokkrum árum hélt ég alltaf að það sem ég væri að gera væri fullkomlega löglegt... að það væri bara landaframleiðsla sem væri bönnuð... Hafði ég ekki örugglega rangt fyrir mér í því? Nema auðvitað að ekki hefur verið gerð nein rassía gegn léttbruggun?
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
astaosk wrote:Þegar ég byrjaði að sulla saman léttvíni fyrir nokkrum árum hélt ég alltaf að það sem ég væri að gera væri fullkomlega löglegt... að það væri bara landaframleiðsla sem væri bönnuð... Hafði ég ekki örugglega rangt fyrir mér í því? Nema auðvitað að ekki hefur verið gerð nein rassía gegn léttbruggun?
Nei nei það er kolólöglegt að brugga eitthvað sem fer umfram 2,25% í áfengismagni En lögreglan hefur sem betur fer mikilvægari hluti að gegna en að leita alla uppi sem eru í bjór og léttvínsframleiðslu til einkaneyslu, en sp. hvort þeir líta ekki við ef þeir skyldu komast yfir nafnalista?