Jæja hverjir eru til í að reyna að toppa síðustu humlapöntun?
Okkur vinunum vantar um 5 kg af humlum fyrir næstu mánuði og vorum að spá hvort einhverjir vildu fá að fljóta með svo hægt væri að lækka (hlutfallslega) sendingarkostnað.
Planið er að panta frá
http://www.hopsdirect.com" onclick="window.open(this.href);return false; og reyna að vera klár með pöntun um miðjan mánuðinn.
Þeir eru nýbúnir að setja 2009 árgerðina (af amerísku humlunum) í sölu en þrátt fyrir það er verðið mjög sanngjarnt, endilega kíkið. Ef ykkur finnst of mikið að panta pund af hverri tegund skulið þið reyna að fá einhvern til að taka hluta á móti ykkur.