Kynning!

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Kynning!

Post by astaosk »

Sælir!

Ég hef nú alltaf ætlað að kynna mig - þó ég hafi nú hitt nokkra ykkar í ferðinni fyrir viku síðan.

Ég er tiltölulega ný í þessum bransa, byrjaði fyrir um ári síðan að leika mér með kittin frá ámunni (og vínberinu á Akureyri þar sem ég bjó fyrir norðan). Fékk svo nóg af því að drekka vondan bjór og ákvað því að drífa mig í AG bruggun. Nennti reyndar ekki að koma mér upp meskikeri (og er heldur ekkert sérstaklega góð í föndrinu) svo ég er bara með risa pott frá fastus og meskipoka frá ámunni. Var mjög fegin að hafa ekki farið út í að sauma mér meskipoka þegar ég dróg pokann upp úr virtinum - mínir saumar hefðu án nokkurs efa brostið. Nýtnin hefði líklega getað verið örlítið betri en ég held mér muni takast að bæta það án þess að fara út í að kreista pokann.

En nú er það alveg gífurlega margt sem mig langar að prófa; seinbúinn páskabjór með súkkulaði ("hippa" kakó eins og einhver sagði); hveitibjór fyrir sumarið; og ýmsar tilraunir til að átta mig betur á maltinu og humlunum.

Einhvern tímann langar mig svo að prófa að nýta byggið hans pabba. Hann hefur verið að prófa nýjar þurrkunaðferðir þar sem að hann nýtir sitt heimarafmagn í stað olíuofnanna og notar sömu tæki og aðstöðu og í súgþurrkuninni, sem þýðir mun lægri þurrkunarhiti. En þær tilraunir bíða betri tíma - hef ekki alveg pláss fyrir möltunarsull hér í litlu íbúðinni minni.

Ég hlakka svo bara til að fylgjast með umræðunni hér - þessi síða er alveg frábært framtak!
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Kynning!

Post by valurkris »

Vertu velkomin og takk fyrir síðast :skal:
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kynning!

Post by sigurdur »

Vertu velkomin.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kynning!

Post by Eyvindur »

Hjartanlega og ævinlega.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Kynning!

Post by Bjössi »

velkominn
Frábært að sjá kvk hér í fágunn
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Kynning!

Post by Squinchy »

Velkomin til leiks :)
kv. Jökull
Post Reply