Mynta og fjallagrös

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Mynta og fjallagrös

Post by Idle »

Ég fékk furðulega hugmynd í gærkvöld. Keypti mér fjallagrasamixtúru í gær við "fríkvefinu", og þó bragð- og þefskyn sé fjarri því að vera í lagi, er eitthvað heillandi við hana. Bragðaði á sout skömmu eftir einn sopann af mixtúrunni, og fannst það smellpassa saman á einhvern undarlegan hátt.

Hvernig væri að brugga "imperial" eða "sweet" stout, og sjóða svolítið af fjallagrösum og myntulaufum með? Nú, eða ef varkárnin ætlar mann lifandi að drepa; brugga góðan stout, sjóða svo saman fjallagrös og myntulauf og setja í e. t. v. síðustu fimm lítrana fyrir átöppun.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mynta og fjallagrös

Post by Eyvindur »

Hljómar ekkert allt of fáránlega. Ég hef heyrt vel látið af myntustout, allavega. Get litla skoðun myndað mér á fjallagrösunum.

Smakkaðu blönduna samt þegar kvefið er farið. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Mynta og fjallagrös

Post by BeerMeph »

Hljómar spennandi - væri kannski líka sniðugt að krydda hann eftir gerjun með myntu til að fá ilm?
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Post Reply