Ég fékk furðulega hugmynd í gærkvöld. Keypti mér fjallagrasamixtúru í gær við "fríkvefinu", og þó bragð- og þefskyn sé fjarri því að vera í lagi, er eitthvað heillandi við hana. Bragðaði á sout skömmu eftir einn sopann af mixtúrunni, og fannst það smellpassa saman á einhvern undarlegan hátt.
Hvernig væri að brugga "imperial" eða "sweet" stout, og sjóða svolítið af fjallagrösum og myntulaufum með? Nú, eða ef varkárnin ætlar mann lifandi að drepa; brugga góðan stout, sjóða svo saman fjallagrös og myntulauf og setja í e. t. v. síðustu fimm lítrana fyrir átöppun.