Spurning um gerjun og hreinsun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
irav
Villigerill
Posts: 5
Joined: 2. Feb 2010 22:27

Spurning um gerjun og hreinsun

Post by irav »

Komið þið sæl(ir).

Ég var að leggja í bjór og mig langaði að vita tvennt.

Ef ég tek fleyti ekki úr gerjunarílátinu að strax gerjun lokinni eyðileggst þá bjórinn eða má hann bíða í einhvern tíma áður en honum er fleytt yfir, sykraður og tappað á flöskur?

Er eitthvað ráð til þess að losna við botnfallið sem kemur í flöskurnar eða er þar um að ræða ger sem verður að vera til að bjórinn verði almennilegur? Var að velta fyri mér hvort hægt væri að fleyta honum milli íláta oftar en einu sinni til að losna við botnfallið.

Ég er í minni fyrstu tilraun og óska eftri upplýsingum um þetta frá mér reyndari mönnum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by hrafnkell »

Bjór má vel vera í 3 vikur í gerjunaríláti, og jafnvel lengur.

Varðandi botnfallið þá er það nauðsynlegt til að koma kolsýru í bjórinn. Ekkert botnfall = engin kolsýra, nema þú komir henni sjálfur í með öðrum ráðum.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by halldor »

Það er í lagi að láta bjórinn sitja á gerkökunni í 3 vikur en ekki mikið lengur en það, því þá fer gerið að éta sig sjálft og þá færðu (mjög óæskilegt) kjötbragð í bjórinn. En þú getur fleytt bjórnum yfir í nýja gerjunarfötu og leyft honum að vera þar í allavega 4 vikur í viðbót (kannski lengur... ég þekki það ekki nógu vel). Þú verður bara að gæta vel að hreinlæti þar sem það er ávallt hætta á sýkingu þegar bjór er fleytt yfir í nýtt ílát. Því áfengari og humlaðri sem bjórinn er, því minni líkur á sýkingu.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by Eyvindur »

Þessi gerdauðahræðsla er reyndar mjög orðum aukin. Ég hef geymt bjór í sömu gerjunarfötunni í heillangan tíma án þess að nokkuð hafi komið fyrir. Núna er ég með stout í fötu sem er búinn að vera á gerkökunni síðan í byrjun desember. Ég smakkaði hann um helgina og hann bragðast undursamlega. Miðað við það sem ég hef heyrt og lesið er ekkert slæmt að gerast fyrstu þrjá mánuðina, allavega. Það heyrir til undantekninga ef ég fleyti yfir í annað ílát, og sömuleiðis ef ég tek bjórinn af gerkökunni eftir innan við 5 vikur.

Eftir fleytingu er óhætt að geyma bjór í mörg ár, ef því er að skipta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by Andri »

ég var með lagerinn minn í primary í 3-4 mánuði, ekkert diacetyl bragð eða autolysis :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by Idle »

Þá er best að ég komi með mína reynslu. ESB á gerköku í mánuð við 17 til 18°C - örlítið sápubragð. Ætlaði að kenna glasinu um í fyrstu, nema sápubragðið fannst strax af síðasta mælisýninu fyrir átöppun, og ég nota ekki sápu í uppvaskinu - aðeins óblandað, sjóðheitt kranavatn.
John Palmer wrote:Soapy flavors can caused by not washing your glass very well, but they can also be produced by the fermentation conditions. If you leave the beer in the primary fermentor for a relatively long period of time after primary fermentation is over ("long" depends on the style and other fermentation factors), soapy flavors can result from the breakdown of fatty acids in the trub. Soap is, by definition, the salt of a fatty acid; so you are literally tasting soap.

How to Brew - John Palmer
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by Oli »

er ekki ágætt að fara meðalveginn í þessu, hafa bjórinn í primary gerjun í 2-3 vikur og þá annaðhvort að tappa eða setja í secondary ef þú ætlar að þroska bjórinn frekar eða hefur ekki tíma til að tappa á flöskur.
Ef þetta er Kit n Kilo extraktbjór þá myndi ég bara tappa á flöskur eftir 2-3 vikur í gerjun, verður ekkert mikið betri....eða verri.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
irav
Villigerill
Posts: 5
Joined: 2. Feb 2010 22:27

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by irav »

Takk fyrir öll svörin. En því lengur sem ég læt hann vera í gerjunarílátinu, er þá engin hætta á að gerið setjist það mikið að það verði ekki nægt ger til að það komi kolsýra í hann í flöskunum?
Er hægt að stjórna áfengismagni bjórsins við bruggunina?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by Idle »

irav wrote:Takk fyrir öll svörin. En því lengur sem ég læt hann vera í gerjunarílátinu, er þá engin hætta á að gerið setjist það mikið að það verði ekki nægt ger til að það komi kolsýra í hann í flöskunum?
Er hægt að stjórna áfengismagni bjórsins við bruggunina?
Það verður alltaf nóg eftir af geri í bjórnum til að kolsýra hann. Ég tók nýlega upp aðferð ("cold crash") sem felst í því að kæla bjórinn verulega niður (allt niður að frostmarki) og láta hann standa þannig í dágóðan tíma (allt frá nokkrum sólarhringum til vikna) fyrir átöppun. Þá fellur nær allt ger, prótein og fleira nammi til botns og þéttist þar, og bjórinn verður kristaltær fyrir vikið. Nóg ger eftir til þess að kolsýra hann, og botnfall í flöskum verður í lágmarki.

Áfengismagninu má t. d. stýra með mismunandi geri, sykurmagninu í virtinum (OG) og gerstoppi.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by Eyvindur »

Það þarf bara að hafa áhyggjur af gerinu við átöppun ef maður er með verulega áfengan bjór, en þá geta litlu skinnin verið orðin þreytt, eða ef maður hefur látið bjórinn þroskast mánuðum saman (vanalega fer þetta tvennt saman hvort sem er). Að öðrum kosti þarf maður vanalega ekkert að pæla í þessu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by Öli »

Idle wrote:Ég tók nýlega upp aðferð ("cold crash") sem felst í því að kæla bjórinn verulega niður (allt niður að frostmarki) og láta hann standa þannig í dágóðan tíma (allt frá nokkrum sólarhringum til vikna) fyrir átöppun. Þá fellur nær allt ger, prótein og fleira nammi til botns og þéttist þar, og bjórinn verður kristaltær fyrir vikið. Nóg ger eftir til þess að kolsýra hann, og botnfall í flöskum verður í lágmarki.
Þetta er sennilega það sem spyrjandinn vill gera. Það er skemmtilegra að hafa bara örþunnt botnfall í flöskunni frekar en þykka leðju :)

En annars jú, þú getur sett bjórinn þinn á þrýstikút (prófaðu að googla 'homebrew cornelius'), trukkað á hann kolsýru og drukkið hann af krana :)
Ef þú vilt svo setja hann á flöskur geturðu notað "Counterpressure Bottle Filler" (beer gun) og ef rétt er gert ætti hann að vera æði gerlítill (það er ger í öllum bjór).

Beer gun: http://www.youtube.com/watch?v=LxVsLkV9RFw

P.s. við þurfum ísl. þýðingu á beer gun. Bjórbyssa ? Þrýstifyllir ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by Eyvindur »

Gagnþrýstifyllir.

Annars er algjör óþarfi að nota svoleiðis. Picnic krani og rör, með stopper sem fer í stútinn, á víst að duga fullkomlega. Þá er kúturinn stilltur á 3-4 psi og dælt rólega í flöskuna, þrýstingnum hleypt út reglulega. Ég sá þetta á youtube, en finn það ekki aftur...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by Oli »

Eyvindur wrote:Gagnþrýstifyllir.

Annars er algjör óþarfi að nota svoleiðis. Picnic krani og rör, með stopper sem fer í stútinn, á víst að duga fullkomlega. Þá er kúturinn stilltur á 3-4 psi og dælt rólega í flöskuna, þrýstingnum hleypt út reglulega. Ég sá þetta á youtube, en finn það ekki aftur...
Ég nota svoleiðis aðferð, er með plaströr sem passar í picnic kranann, setti rörið í gegnum stopper, virkar alveg upp að 15 psi.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
irav
Villigerill
Posts: 5
Joined: 2. Feb 2010 22:27

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by irav »

Takk fyrir þetta. En ég er að velta því fyrir mér hvað ég get gert til að mæla áfengismagn bjórsins við bruggun og hvað ég get gert til að hífa prósentuna kannski aðeins upp. ;)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by Idle »

Þú mælir eðlisþyngd fyrir (Original Gravity) og eftir (Final Gravity) gerjun með sykurflotvoginni, og notar svo einhverja notalega reiknivél til að reikna út áfengismagnið (til dæmis þessa. Því meira af gerjanlegum sykrum, því áfengari verður bjórinn.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
irav
Villigerill
Posts: 5
Joined: 2. Feb 2010 22:27

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by irav »

Þvílíkir snillingar eru þið. :)

Það eru 1040 og 1010 og þá fæ ég út 3,89 % sem ég vil fá ofar. Bæti ég sykri við?

Minnkar áfengismagnið ekkert við lengri biðtíma fyrir átöppun?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by sigurdur »

irav wrote:Þvílíkir snillingar eru þið. :)

Það eru 1040 og 1010 og þá fæ ég út 3,89 % sem ég vil fá ofar. Bæti ég sykri við?

Minnkar áfengismagnið ekkert við lengri biðtíma fyrir átöppun?
Áfengismagnið minnkar ekki með tímanum.

Ef þú vilt fá hærri alkóhólprósentu, þá getur þú bætt við einhverskonar gerjanlegum sykrum, en ég held að bragðið verði bara verra við það. Þú ert með kit'n'kilo dót, ekki satt?
irav
Villigerill
Posts: 5
Joined: 2. Feb 2010 22:27

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by irav »

Jú þetta er svoleiðis.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Spurning um gerjun og hreinsun

Post by kristfin »

til að reikna út alkahólmagn þá er til þessi einfalda formúla:

Code: Select all

Av = 132.715(OG − FG) = (OG − FG) / 0.00753
þannig að ef þú ert með OG=1,040 og FG=1,010, færðu

Code: Select all

ABV = 133 * (1,040-1,010) = 133 * 0,030 = 3,99, 
eða rétt tæplega 4 sem er alveg nógu nákvæmt miðað við allar mæliskekkjurnar

til að auka alkahóli þarftu meiri sykur fyrir gerið. þumalputtinn er að fara ekki með hreinan sykur yfir 10% samt.

hvert prósent af sykri, gefur svona einn punkt í hækkun á sykurfloti. þeas, 1% meira af sykri og OG hækkar um 0,001

þannig að 10% sykur mundi hækka OG úr 1,040 í 1,050
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply