Skolun á geri.....

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
hjalli
Villigerill
Posts: 7
Joined: 8. Oct 2009 10:25

Skolun á geri.....

Post by hjalli »

Sælir,

Ég var að setja í flöskur á síðasta föstudag og ákvað að prófa að endurnýta gerið úr lögnini.

var með 2 plast dollur 3-4 dl með loki sem ég sótthreinsaði með handspriti eða þannig hreinsi.
Tók 3 matskeiðar af gerkökuni og settí í dollu, bætti í köldu vatni úr krananum lokaði og hristi vel saman setti í ískáp í 10 mín helti ofan af í aðra dollu og bætti vatni í og hristi vel saman aftur gerði þetta einu sinni en. sett inn í ískáp og á sunnudag tók úr ískáp hristi upp í þessu og bara helti þessu í wirtin hjá mér, á mánudags kvöld var farið að bubbla, í gær kvöld þá tók ég OG mælingu og var komin niður í 1020 og bragðaðist bara vel.

Tek það fram að ég er í Reykjavík og kalda vatnið hérna er mjög hreint.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Skolun á geri.....

Post by sigurdur »

Ég myndi ekki endurnota þetta ger oft ef að þú útilokar ekki mögulega viðbætur frá vatninu.
Þó að vatnið í Reykjavík er "mjög hreint", þá myndi ég samt ekki treysta því .. hefur þú einhverntímann hnerrað í eldhúsinu?

Þegar þú ert að vinna með ger sem að þú vilt halda eins hreinu og mögulegt er í eins langan tíma og þú getur, þá þarftu að spá margfalt meir í sótthreinsun og jafnvel dauðhreinsun heldur en við hefðbundna bjórgerð. Ástæðan fyrir því er að bakteríurnar geta lifað og unnið á öðrum hitastigum og jafnvel étið mun flóknari sykrur heldur en venjulegt bjórger. Það gerir þeim mjög auðvelt t.d. að hertaka ílátin þín á meðan þú geymir þau í ísskápnum.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Skolun á geri.....

Post by Eyvindur »

+1

Fylgstu vel með þessu. Ef þú hefur fengið einhverjar óæskilegar bakteríur í þetta þarf ekki að vera að þær sýni sig strax. Þær geta blundað í bjórnum og gætt sér á flóknum sykrum sem gerið ræður ekki við í marga mánuði eftir að gerjun líkur. Þetta getur valdið sprengiflöskum.

Ekki setja þetta á flöskur fyrr en þú ert 110% viss um að það sé ekkert í gangi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Skolun á geri.....

Post by Oli »

ég fór nú bara eftir þessum leiðbeiningum í fyrsta skipti
http://www.homebrewtalk.com/f163/yeast- ... ted-41768/" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Skolun á geri.....

Post by Öli »

Smá athugasemd um handspritt: sum þeirra innihalda 'mýkingarefni' fyrir hendur. Efast um að það sé skaðlegt, en örugglega óæskilegt í bjórinn, þó í litlu magni sé. Gæti allveg ímyndað mér n.k. olíubrák á bjórnum :)
hjalli
Villigerill
Posts: 7
Joined: 8. Oct 2009 10:25

Re: Skolun á geri.....

Post by hjalli »

Já held að ég undirbúi þetta betur, sjóði vant og kæli það og sjóði líka ílátin sem ég ætla að nota ,annars er ennþá ekki hægt að sjá annað en að allt sé í góðu lagi. en þetta allaveg sannaði fyrir mér að gerið dó ekki við þessa aðferð.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Skolun á geri.....

Post by sigurdur »

Litlar líkur á því að gerið deyji mjög snemma eftir að það hefur verið sett í dollu, hinsvegar þá ítreka ég það að þó það gerji fullkomnlega, þá getur einhver önnur baktería legið í dvala á meðan gerið er að tröllríða sykrunum, og blómstrað þegar bjórgerið hefur klárað sína vinnu.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Skolun á geri.....

Post by Eyvindur »

+1

Brettanomyces og pediococcus eru til að mynda örverur sem getur eyðilagt margan bjórinn (en gert aðra þeim mun betri - en þó aðeins ef höfð er góð stjórn á þeim), en hvor um sig bíður eftir því að saccaromyces (ölger) ljúki sér af áður en þær taka sig til (og mjög líklega eru til töluvert fleiri dæmi um slíkar bakteríur). Margir villigerlar borða flóknar sykrur sem ölgerið ræður ekki við, auk þess að nærast jafnvel á gerinu sjálfu. Því getur voðinn verið vís, og það borgar sig að fylgjast vel með og vera 100% viss um að hér sé ekkert misjafnt í gangi. Það er leiðinlegt að þurfa að hella niður bjór, en ef þú ert of fljótur að setja á flöskur, og bakteríurnar taka við eftir að tapparnir eru komnir á getur það bókstaflega verið hættulegt. Flöskur sem springa geta valdið alvarlegum meiðslum.

Ég veit svo sem ekkert hvaða örverur búa í íslensku vatni, né hvaða áhrif þær hafa. Það virðist vera í lagi að setja vatn úr kalda krananum út í gerjunarílát þegar extract bjórar og vínkitt eru gerð, þannig að líklega er þetta í himnalagi. En það er aldrei of varlega farið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply