Hvað er verið að smakka?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Hvað er verið að smakka?

Post by sigurdur »

Vildi ræsa þennan þráð fyrir þá sem að vilja deila með öðrum hvað þeir eru með í glasi, endilega skelltu inn svari með því sem að þú ert að drekka.
Ég er núna að smakka Duchess de Bourgogne, fyrsta flæmska bjórsmakkið mitt. Algjört nammi.
Mjög spes bjór samt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað er verið að smakka?

Post by hrafnkell »

Ég er að tækla þorrabjórana í kvöld.. Suttlungasumbl og egils komnir niður og Kaldi næstur.

Egils finnst mér bara eins og hver annar lager, ekkert sérstaklega varið í hann en svosem ekkert slæmur heldur.
Suttlungasumbl er ég hrifinn af, kem hugsanlega með nánari lýsingu þegar ég sumbla aðeins meira í honum.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Hvað er verið að smakka?

Post by Andri »

Ég var ekkert svo hrifinn af Suttungasumbli, hef ekki smakkað hina þorrabjórana.
Duchesse er snilldin ein, fyrsti sopinn sagði undirmeðvitundinni að taka ekki annan bjórheilinn sem var forritaður á lager sagði mér að þetta væri ekki bjór eins og ég er vanur og væri líklega ekki góður. En djöfull var hann góður og öðruvísi, það var svo mikið í gangi ég hugsa að ég verð að kaupa meira og rýna í hann ;p
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Hvað er verið að smakka?

Post by Hjalti »

Ég er að drekka minn eginn jólabjór... náði ekki að klára hann um jólin :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvað er verið að smakka?

Post by Eyvindur »

Ég er að sötra La Trappe Tripel. Jiminn hvað ég dýrka þann bjór. Næst er Suttungasumbl, sem er líka í einstöku uppáhaldi. Ef ég kemst í Heiðrúnu fljótlega þarf ég klárlega að kaupa Duchesse, enda einn besti bjór sem ég hef smakkað. (Já, ég er mikið fyrir belgíska bjóra).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply