Að mínu viti gengur þetta út á að skoða vatnið okkar, athuga magn Ca, Mg, Na, súlfats, klóríðs og að harka og basastig séu í jafnvægi í vatninu með tilliti til kornsamsetningar og þar af leiðandi pH gildi meskingar. Mismunandi stílar þróuðust á þeim stöðum þar sem vatnið hentaði best fyrir hvern, dökkir bjórar þar sem vatnið var hart og ljósari þar sem vatnið var mýkra td. Pilsner í Pilsen.BeerMeph wrote:Hvaða sölt eða málma ertu að einbeita þér með að ná í upp eða niður í ákveðið magn?
Ef pH gildi vatnsins er það hátt (mitt er 8,5) og kornasamsetning mjög ljós já þá ættirðu setja smávegis af gipsi eða epsom salti, en passa líka upp á klóríð/súlfat stuðulinn sé í jafnvægi . Að öllu óbreyttu hentar mitt vatn best fyrir bjórstíla á bilinu 7-11 srm að mig minnir.aki wrote:Eftir að hafa kíkt á þetta lítillega þá var ég búinn að "ákveða" að íslenska vatnið (sem er mjög beiskt með pH-gildi um 9 en jafnframt mjög steinefnasnautt) hentaði best fyrir bjórstíla sem lækka sýrustigið í vatninu (eins og t.d. brennt bygg). Miðað við þetta ætti maður að nota gips ef maður er að gera mjög ljósa stíla. Þetta eru að vísu algjör imbavísindi hjá mér.
Hvernig mælir maður klóríð/súlfat-stuðulinn?Oli wrote:Ef pH gildi vatnsins er það hátt (mitt er 8,5) og kornasamsetning mjög ljós já þá ættirðu setja smávegis af gipsi eða epsom salti, en passa líka upp á klóríð/súlfat stuðulinn sé í jafnvægi . Að öllu óbreyttu hentar mitt vatn best fyrir bjórstíla á bilinu 7-11 srm að mig minnir.
Ertu að nota enskt ger í bruggið? Ég var að fá sent Windsor og Nottingham (Danstar) til að nota í enska brúnölið mittkristfin wrote:eins finnst mér að enska ljósölið mitt og porterinn er ekki að fá þetta "enska" bragð sem ég þekki af local pubbnum úti.
Þú skoðar bara magn þessara efna í vatnsskýrslu frá vatnsveitunni.aki wrote: Hvernig mælir maður klóríð/súlfat-stuðulinn?
Ég tek líka undir það að þetta ætti ekki að vera forgangsmál.Eyvindur wrote:Ég tek undir með Kristfin - þetta ætti líklega að vera neðst á forgangslistanum. Þegar bruggunin sjálf og gerjunin er komin í mjög góðan farveg er kannski tímabært að fara að pæla í vatnsprófílum. En ég mæli samt sem áður með því að lækka pH gildið í ljósum bjórum. Ég mæli ekki einu sinni gipsið, hendi bara dass út í meskinguna, og það hefur gefist mjög vel. Það er líka hægt að byrja að meskja og mæla svo sýrustigið, ef menn vilja hafa aðeins meiri stjórn á þessu, en þetta hefur virkað fínt hjá mér. Sérstaklega er hætt við að mikið humlaðir bjórar fari í köku ef pH gildið er of hátt.
BeerMeph wrote:Já sum söltin taka þátt í prótónuflutningu og valda breytingum á sýrustigi. En hvað með utanaðkomandi bragðlausta buffera (stuðpúða)? það væri nátturulega mjög þæginlegt upp á að halda nákvæmiu pH gildien eru það draumórar? bragðlaus buffer
Þessi á að vera bragðlausEyvindur wrote: Ef fólk vill vera alveg öruggt er alltaf hægt að kaupa pH stabilizer, sem á víst að stilla sýrustigið af í pH 5.2, sem sagt er að sé ákjósanlegt meðalsýrustig á bruggvatni.