Kornkvörn/blandari.

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Kornkvörn/blandari.

Post by mcbain »

Sælir félagar.

Ein spurning, gæti ég hugsalega notað gamlan blandara sem kornkvörn? Þessi brandari er með hnífum og get tekið allt að 2 kg í senn, ég veit að þetta er langsótt.....en... :)
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kornkvörn/blandari.

Post by Eyvindur »

Það er hægt - ég hef gert það þegar ég var að búa til starter. Hins vegar myndi ég aldrei taka sénsinn á því með eitthvað magn af korni. Maður fær aldrei nógu góða mölun svona.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kornkvörn/blandari.

Post by sigurdur »

Þessi gaur skrifaði smá review um að nota blandara til þess að mala korn.
Hnífurinn á blandaranum er ekki beittur.
Til að mala þetta þá framkvæmir hann þetta í stuttum "bursts".

Hann tekur að vísu bara um 100gr í einu.

Ég nenni ekki að gera þetta svona, heldur smíðaði ég bara kornkvörn úr pastavél. Ég mala 5 kíló á örfáum mínútum svoleiðis.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kornkvörn/blandari.

Post by kristfin »

þú gætir byrjað á að brugga góðan extract bjór.

koma síðan í heimsókn til mín með kornið, gefa mér bjór og mala síðan :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Kornkvörn/blandari.

Post by Oli »

kristfin wrote:þú gætir byrjað á að brugga góðan extract bjór.

koma síðan í heimsókn til mín með kornið, gefa mér bjór og mala síðan :)
eða sleppt því að keyra með kornið suður til Kópavogs frá Akureyri og farið frekar í heimsókn í Viking eða Kalda og athugað hvort þeir mali ekki fyrir þig :mrgreen:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kornkvörn/blandari.

Post by kristfin »

góður punktur. sennilega óheppilegt korn/bensín hlutfall. :fagun:
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Re: Kornkvörn/blandari.

Post by mcbain »

Þið eruð snillingar! :skal:
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kornkvörn/blandari.

Post by Eyvindur »

Hvar sem þú kemur til með að kaupa korn verður þér líka væntanlega boðið að fá það einfaldlega malað. Ef þú missir þig ekki algjörlega í innkaupum ætti það að vera fínt - þetta er gott í nokkra mánuði malað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply