Sælir allir.
Takk fyrir skjót og góð svör.
Varðandi sótthreinsun á flöskum, þá hef ég þetta þannig að þegar ég er búinn að tæma eina flösku þá skola ég hana mjög vel með heitu vatni og síðan köldu. Set síðan gamla tappan á aftur og set hana í geymslu. Þegar ég fylli svo á hana aftur þá set ég hana í 130° heitan ofn í ca 25 min áður en ég tappa á hana. Nota alls engin efni til að sótthreinsa. (Hræddur um að það verði eitthvað af aðskotaefnum eftir

. Það myndast endin meskkaka í botninum, bara fínlegt grugg neðst í flöskunni.
Ég og faðir minn erum að dunda okkur í þessu en samt í sitthvoru lagi. Hann kvartar yfir því að sumar flöskur eru með gosi í en aðrar ekki. Getur verið að sykurinn sé ekki að leysast nógu vel upp eins og Eyvindur segir.
Bróður parturinn af mínum flöskum er thule 500 ml og tappar frá ámunni.
Ég er með slatta af flöskum sem eru orðnar 12 daga gamlar, sé enga botnköku. Á ég að prófa að setja eina til tvær á hvolf til að sjá hvort þær leka.
Svo vil ég bara segja eitt. Þessi síða og svo sérstaklega þeir sem eru hér inni. Þetta er algjör snilld. Frábærarar upplýsingar og fróðleikur, og síðan hjálp þegar maður er í vanda. Takk enn og aftur.
Kveðja