Ég er kominn með tilboð í 20 manna rútu sem hljóðar upp á 35.000 kr.
Ef einhver getur gert betur þá væri það vel þegið.
Við þyrftum að vera komnir með endanlega skráningu og helst búnir að greiða (svo enginn hætti við á síðustu stundu) á þriðjudaginn 3. febrúar.
Ef við náum 20 manns þá er þetta um 1.850 kr. á mann fyrir rútuna (Valli fær frítt þar sem hann er gestgjafi ásamt honum Jóni).
Svo borgum við 1000 kr. á mann í Ölvisholti fyrir heimsóknina, sem þykir nú lítið þar sem við fáum 2 klst á meðan aðrir (og ófágaðri hópar) fá bara 1 klst fyrir sama aðgangseyri
20 fyrstu sem skrá sig eru öruggir með 1.850 kr. í rútuna en ef fleiri skrá sig þá þurfa þeir að bera kostnaðinn við að breyta yfir í stærri rútu.
En við skulum sjá hvort þáttakendur bætist í hópinn áður en við förum að hafa áhyggjur af sætaplássi í rútunni
