Hvað get ég meskjað marga lítra úr 27 lítra tunnu?

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Hvað get ég meskjað marga lítra úr 27 lítra tunnu?

Post by mcbain »

Hefur einhver hugmynd um hvað ég gæti fengið marga lítra úr 27 lítra kæliboxi?
Og hvað þarf ég að kaupa stóra tunnu til að sjóða í þá?
bara pæling.
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hvað get ég meskjað marga lítra úr 27 lítra tunnu?

Post by Oli »

tja það fer eftir ýmsu, hvernig meskingaraðferð þú notar og hversu stóran bjór þú ert að gera. hér er linkur á homebrewtalk, þar er tafla sem gæti gagnast þér.
http://www.homebrewtalk.com/f11/how-big ... ds-123585/" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað get ég meskjað marga lítra úr 27 lítra tunnu?

Post by hrafnkell »

Ég hef meskjað 9.5kg í sama boxi og þú ert með. Ég bara stútfylli alveg af vatni og þarf svo að skola ca 3-4x til að ná í 47 lítrana sem ég þarf í suðuna. Einhver bendir kannski á að ég sé að gambla með nýtnina, en hún hefur alltaf verið 70% hjá mér, hvort sem ég meski í hlutfallslega miklu vatni eða ekki.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvað get ég meskjað marga lítra úr 27 lítra tunnu?

Post by Eyvindur »

Ég er með 30l fötu sem ég meski í, og ég gerði 9kg meskingu um daginn, fékk ca. 40l fyrir suðu (held ég - þarf að fara að mæla pottinn aftur og betur) og var með 80% nýtni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Re: Hvað get ég meskjað marga lítra úr 27 lítra tunnu?

Post by mcbain »

Nýtni já... hvernig mælið/vitið þið hana? :)
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvað get ég meskjað marga lítra úr 27 lítra tunnu?

Post by Eyvindur »

Ég nota forrit sem heitir Beer Tools (http://www.beertools.com) sem reiknar nýtnina út fyrir mig.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað get ég meskjað marga lítra úr 27 lítra tunnu?

Post by hrafnkell »

Ég mæli svo með svosem einum beginners guide to all grain brewing eða svo :) Þá færðu amk grunnþekkingu á meskingu, skolun, nýtni osfrv.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hvað get ég meskjað marga lítra úr 27 lítra tunnu?

Post by sigurdur »

Einfalt mál.

Þú getur reiknað út hver áætluð OG tala er fyrir 100% nýtni með forritinu þínu, eða handreiknað það út .. (þú verður að þekkja kornið). Segjum að það eigi að vera 1.040.
Fyrst þá byrjaru bara á því að brugga, getur miðað við 70-75% nýtni.
Svo þegar þú ert búinn að skola allt kornið og kominn með allan vökvann sem að þú ætlar að sjóða, þá mæliru sýni. Sú mæling er pre-boil gravity. Muna bara að skrifa niður töluna. Segjum að hún sé 1.037
Svo sýður þú virtinn eins lengi og þú ætlaðir þér og tekur svo aftur sýni áður / eftir að þú setur gerið í og skrifar þá tölu niður.

Svo fylliru þessar tölur inn í bruggforritið þitt, eða handreiknar út hver nýtnin er.

Ef þú vilt reikna út nýtnina í höndunum, þá getur þú reiknað þetta svona 37/40 = 92.5% nýtni.

(Ég held að ég sé að fara með rétta hluti hér að ofan.)

Sjá nánar á http://www.howtobrew.com/section2/chapter12-5.html" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Re: Hvað get ég meskjað marga lítra úr 27 lítra tunnu?

Post by mcbain »

sigurdur wrote:Einfalt mál.

Þú getur reiknað út hver áætluð OG tala er fyrir 100% nýtni með forritinu þínu, eða handreiknað það út .. (þú verður að þekkja kornið). Segjum að það eigi að vera 1.040.
Fyrst þá byrjaru bara á því að brugga, getur miðað við 70-75% nýtni.
Svo þegar þú ert búinn að skola allt kornið og kominn með allan vökvann sem að þú ætlar að sjóða, þá mæliru sýni. Sú mæling er pre-boil gravity. Muna bara að skrifa niður töluna. Segjum að hún sé 1.037
Svo sýður þú virtinn eins lengi og þú ætlaðir þér og tekur svo aftur sýni áður / eftir að þú setur gerið í og skrifar þá tölu niður.

Svo fylliru þessar tölur inn í bruggforritið þitt, eða handreiknar út hver nýtnin er.

Ef þú vilt reikna út nýtnina í höndunum, þá getur þú reiknað þetta svona 37/40 = 92.5% nýtni.

(Ég held að ég sé að fara með rétta hluti hér að ofan.)

Sjá nánar á http://www.howtobrew.com/section2/chapter12-5.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Snild ég skilja núna :)
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
Post Reply