SYKUR?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Bjori
Villigerill
Posts: 22
Joined: 11. Nov 2009 23:29

SYKUR?

Post by Bjori »

Sælir

Hver er munurinn á að nota venjulegan strásykur eða kornsykur í bjórgerð?

Ég er aðallega að nota kitt bjór sökum aðstöðuleysis, en mín reynsla er ágæt af honum.... spurningin er bara hvort það sé eh verra að nota strásykur í staðinn fyrir þennan rándýra kornsykur ?
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Re: SYKUR?

Post by mcbain »

Ef þú notar venjulegan strásykur verður bjórinn þinn "súr" eða svona cyder keimur. Ég mæli endregið ekki með því, frekar splæstu í kornsykri(þrúgusykri) þótt það kosti 1000 kall.
Lestu þræðin "Jæja minn fyrsti kitt bjór"
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: SYKUR?

Post by sigurdur »

Að sögn annarra, þá á að vera betri bjórinn sem að kemur með kornsykri (þrúgusykri).
Ég hef ekki prófað muninn sjálfur og hef mjög takmarkaðan áhuga á að prófa það þar sem að ég geri minn bjór úr korni.
Community malt í öllum apótekum / nóatúni / hagkaupum, 3 dósir fyrir hvert eitt kíló af sykri
hordurg
Villigerill
Posts: 48
Joined: 29. Oct 2009 15:57

Re: SYKUR?

Post by hordurg »

mcbain wrote:frekar splæstu í kornsykri(þrúgusykri) þótt það kosti 1000 kall.
Þarf ekki einu sinni 1000 kr.... fæst á nammilandi á 596 kr/kg
http://www.nammiland.is/description/" onclick="window.open(this.href);return false;Þrúgusykur%202,5.aspx
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: SYKUR?

Post by BeerMeph »

Ég notaði eitt sinn eitt kíló af þrúgusykri (dectrósa) og coopers ger og þetta var ekkert smá súr andskoti, var eins og hryllilega vont rósavín á bragðið. Samkvæmt því sem ég hef lesið mér til um, að ef ger fær svona mikið framboð af einföldum sykrum þá hreinlega fer það ekkert að einbeita sér að neinu öðru eins og heimtufrekur krakki sem vill bara nammi. Þannig að ýmis niðurbrot á súrum efnum (súrar amínósýrur þar með talið) fer að aukast og að auki "tekur" það verr til eftir sig ýmis úrgangsefni.

Veit ekki hvort með að hann verði verri bjórinn með venjulegum borðsykri en guð minn góður hvað hann hlítur þá að vera vondur.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Post Reply