Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

Þar sem ég eyddi allri helginni í það að skoða RIMS og HERMS system þá bar græjukláðinn mig yfirliði og ég datt í smávegis ebay fyllerí.
Ég pantaði mér 2x 40A solid state relay til þess að stjórna 4x 2000w hitaelementum (hvort relay sér um 2 element) og svo PID controller sem kemur til með að kveikja á elementunum og slökkva til að halda réttu hitastigi.

PID controller
Image
http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... 0362724205" onclick="window.open(this.href);return false;

Relay (með kæliplötu)
Image
http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... 0399377322" onclick="window.open(this.href);return false;

Pælingin sem ég er í núna er að smíða plásslítið RIMS kerfi, eða útgáfu af RIMS amk.
Ég ætla að finna mér 20-30 lítra fötu, taka úr henni botninn og sníða í staðinn gataplötu með 2mm götum í botninn á henni. Þessi fata verður eingöngu fyrir kornið, og mun vera í suðupottinum á meðan meskingu stendur. Dæla sér svo um það að dæla vatni (virti) úr dauða rýminu fyrir utan fötuna í hana aftur og halda þannig hreyfingu og hringrás á korninu, í von um betri meskingu og hærri nýtni. PID controllerinn og elementin sjá svo til þess að meskihitastigið sé 100% þar sem ég vil hafa það.

Þetta hefur nokkra kosti:
  • Þrepamesking, mashout o.fl. verður lítið sem ekkert mál. Bara spurning um að breyta stillingunni á PID controllernum til að breyta hitanum
  • Ég losna við að þurfa að fá mér stærra meskikar (sem var á dagskránni) og hef mun betri stjórn á hitastiginu á meskingunni
  • Þetta er einfalt, plásslítið, og krefst aðeins einnar dælu.
  • Þegar mesking er búin get ég sett suðu á fullt, á meðan fatan situr fyrir ofan pottinn og restin af virtinum lekur af korninu
  • Bruggdagurinn minn styttist um klukkutíma, hugsanlega meira
  • Repeatability - Allar líkur á að nýtni o.fl. verði mjög svipuð í hvert skipti sem ég nota þetta kerfi
  • Lágmarks kostnaður. Svona held ég kostnaði í lágmarki, en get frekar auðveldlega fært mig yfir í full blown RIMS eða HERMS ef mér svo sýnist seinna meir.
  • Líklega meira sem ég man ekki eftir núna
Það sem mig vantar núna er dæla. Mér finnst líklegast að March 809 af pumpvendor.com verði fyrir valinu, en hugsanlega get ég keypt eitthvað innanlands, ég er að bíða eftir svari frá nokkrum fyrirtækjum sem selja dælur.

Þar sem partarnir eru bara á leiðinni núna geri ég ekki ráð fyrir að gera mikið meira í þessu fyrr en þeir koma. Spurningar og komment eru þó vel þegin. Ég held því alls ekki fram að þetta sé fullkomið plan, og þessvegna væri gaman að fá að heyra hvað reynsluboltarnir hérna segja um þetta.



P.S.
Þar sem einhverjir á spjallinu í gærkvöldi voru búnir að lýsa áhuga á því að fá svona controller líka þá pantaði ég 2stk aukalega. Ég geri ráð fyrir að þeir muni kosta 8-9000kr og ef þið hafið áhuga á einum eða báðum þá sendið mér bara skilaboð.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by Eyvindur »

Þetta hljómar eins og gott plan, sko... Ég er reyndar að pæla í svipuðu, nema ég held að poki væri enn betri en fata. Svo veit ég ekki hvort ég myndi nota hræriprik, dælu, eða jafnvel ekkert... Ég er með svo vel einangraðan pott að þegar hann væri búinn að ná tilskyldu hitastigi þyrfti trúlega lítið að halda því við, þannig að það ætti að vera nóg að ég hræri sjálfur annað veifið.

Semsagt - poki og hitastýring ætti að klára dæmið fyrir mig.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

Mér datt svosem pokinn í hug - en með honum væri ekki hægt að nota dælu og hreyfing í kringum kornið væri ekki jafn mikil. Valid punktur samt, og hægt að spara sér 20-30þús kr dælu með því að nota hann frekar.

Ég held reyndar að elementin fari afar sjaldan í gang til að halda meskihitanum við. En þau eru amk til staðar til þess þegar þarf, og kicka svo bara inn í mashout osfrv.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by Eyvindur »

Það ætti að vera hægt að nota dælu með poka, ef slanga eða rör liggja utan við pottinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by joi »

Snillingur að láta verða af svona. Hefur þú spöglerað í Brewtroller, sjálfvirkum smáörgjafa til að stýra lögunarferlinu, all frá hitamælingu, stýringu á hitaelementum, dælum, magni af vökva og margt fleira fyrir ca $120?

http://www.brewtroller.com
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by joi »

Nota bene, svona SSR kosta ca 6000 kr. hjá Íhlutum í Skipholtinu :S
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by sigurdur »

Verðin eru fullgróf fyrir þessar pumpur .. minnir að þær hafi verið á betra verði hjá öðrum aðilum .. leitaðu að 230V 809 á ebay t.d.
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by joi »

Hér að neðan er pdf af HERMS bruggkerfi stýrt af Brewtroller

http://www.brewtroller.com/downloads/btbrew.pdf
Last edited by joi on 18. Jan 2010 16:16, edited 1 time in total.
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by joi »

sigurdur wrote:hvar fyrir neðan?
Æ...æ... lagfærði þetta, það virkar víst ekki að setja inn pdf skjöl á spjallið, svo að ég varð að linka beint á síðuna.
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

joi wrote:Snillingur að láta verða af svona. Hefur þú spöglerað í Brewtroller, sjálfvirkum smáörgjafa til að stýra lögunarferlinu, all frá hitamælingu, stýringu á hitaelementum, dælum, magni af vökva og margt fleira fyrir ca $120?

http://www.brewtroller.com
Er búinn að skoða svona og fleiri lausnir. Ákvað að hafa þetta einfalt til að byrja með, en ef til þess kemur þá á ég componenta í að gera þetta sjálfur.
sigurdur wrote:Verðin eru fullgróf fyrir þessar pumpur .. minnir að þær hafi verið á betra verði hjá öðrum aðilum .. leitaðu að 230V 809 á ebay t.d.
Engar 230v á ebay eins og er, en ég er með auga á því :)
joi wrote:Nota bene, svona SSR kosta ca 6000 kr. hjá Íhlutum í Skipholtinu :S
Ég pantaði 40A ssr relay með kæliplötu á $15 á ebay (með sendingarkostnaði). Þannig að þau enda í 2500kr/stk með tollmeðferðargjaldi.



Eins og Eyvindur benti mér á í gær þá gæti ég misst svolitla (mikla?) nýtni vegna þess að það er engin skolun í þessu kerfi eins og ég er að pæla í því. Það er eitthvað sem ég ætla að skoða aðeins betur, hvort ég geti fundið einhverja þægilega leið til að geta skolað án þess að bæta mikið við af búnaði. Þetta er í raun sambærilega BIAB, hvernig er nýtnin á þeim venjulega?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

Ég ætlaði að drífa bara í því að panta mér 230v march dælu á um 180 dollara með sendingarkostnaði. En svo tók ég eftir því að þær virðast ekki vera CE merktar. Það þýðir væntanlega að tollurinn gæti verið með vandræði og ekki hleypt henni í landið, ekki satt?

Er einhver radíóamatör hérna sem getur flutt hana inn fyrir mig? :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by Eyvindur »

Sagði ég það? Djöfulsins vitleysa. BIAB eru að fá allt frá 65% upp í 80%, skilst mér. Auk þess skiptir nýtnin ekki miklu máli, að því gefnu að hún sé nokkuð stöðug á milli skammta. Korn er ekki það dýrt. Ég hef líka heyrt því fleygt að þegar nýtnin er orðin mjög há (um 90%) geti það komið niður á gæðunum - tannín o.fl.

Hins vegar takmarka skollaus kerfi aðeins kornmagnið sem þú getur notað. Ég er að pæla í að gera BIAB með skoli - eftir meskingu (í kannski 20l) myndi ég taka pokann og leggja ofan í skolvatn í fötu. Ekkert víst að það klikki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

En hvað segiði um CE merkinguna? Verður tollurinn með leiðindi?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by sigurdur »

Ég fann þetta þegar ég gúgglaði um þetta efni..
http://www.express.is/index.php?option= ... &Itemid=43" onclick="window.open(this.href);return false;
"Bent skal á að innflutningur rafmagnstækja er óheimill ef þau eru ekki merkt með (CE) merkingu. Nánari upplýsingar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar."

Hinsvegar þá er vitnað í grein frá PFS sem að nefnir einungis fjarskiptabúnað, en ekki almenn raftæki.
http://www.pta.is/default.aspx?cat_id=38" onclick="window.open(this.href);return false;

ég nenni að vísu ekki að glugga meir í lögum akkúrat núna, en það getur verið að tollarar stoppi þetta ef þeir taka eftir þessu ...
User avatar
heimabruggari
Villigerill
Posts: 5
Joined: 31. Oct 2009 23:48

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by heimabruggari »

hrafnkell wrote:Er einhver radíóamatör hérna sem getur flutt hana inn fyrir mig? :)
Ef ekki CE merkt þá mun tollurin 99% tilfella stoppa innflutninginn.
Radíóamatör (Ham) hefur undanþágu CE fyrir radio tengd tæki ekkert annað.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

Jæja ég fann dælu í þetta, fékk á $110 með sendingarkostnaði. Iwaki MD30.

Svo eru Relayin komin
Image


Núna vantar controllerinn og þá get ég farið að föndra. Svo þarf ég að finna mér fötu og smella mér í hafnarfjörð til að fá falskan botn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by Eyvindur »

Ef þú átt leið um Fjörðinn, með eins og eina hitastýringu og relay, ertu líka alltaf velkominn í bjór og föndurstund. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

Dæla og hitastýringar komnar :)

Image

Ég þarf að drífa mig í að finna mér fötu og falskan botn svo ég geti smellt mér í smíðagírinn! Aldrei að vita nema maður geti komið þessu í gagnið fyrir næsta brugg.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

Hér er verið að dásama svipaða aðferð:
http://www.homebrewtalk.com/f36/i-love- ... ng-140972/" onclick="window.open(this.href);return false;

Einhverjir sem vilja meina að maður fái betri virt úr no sparge systemi.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

Smá change of plans hérna. Það reyndist hægara sagt en gert að finna 50-60 lítra ílát sem kemst ofan í síldartunnu þannig að ég ætla að gera þetta í 2 ílátum.

60 lítra tunna úr saltkaupum verður meskiker, með ryðfrítt sigti úr ikea á hvolfi sem virkar sem falskur botn.
Úr 60 lítra tunnunni lekur í 120 lítra síldartunnu þar sem eru 2x 4500w hitaelement með hitastýringu. 120 lítra tunnan er því bæði til að stjórna hita á meskingu og til að sjóða í.
Úr 120 lítra tunnunni er svo dælt aftur í meskikerið.

Þessi útgáfa af þessu kerfi gerir mér líka kleyft að skola eftir meskingu ef mér svo sýnist.

http://ikea.is/products/3802" onclick="window.open(this.href);return false;

Image
Last edited by hrafnkell on 19. Mar 2010 11:22, edited 1 time in total.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by Eyvindur »

Þetta líst mér á. Er þetta ekki nokkurn veginn sama fyrirkomulag og Brutus 20?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

Jú líklega. Ég þekki þó ekki 100% uppsetninguna á brutus 20.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by andrimar »

Nice!
Kv,
Andri Mar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Post by hrafnkell »

Ég held að ég sé kominn með alla parta sem ég þarf í þetta. Ég þarf bara að gera mér ferð í einhverja lagnaverslun og kaupa gegnumtök, krana og slöngutengi og þá hefst púsluspilið.

2x 4500w og falskur botn :)
Image
Post Reply