Styrkleiki bjórs

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Bjori
Villigerill
Posts: 22
Joined: 11. Nov 2009 23:29

Styrkleiki bjórs

Post by Bjori »

Sælir snillingar.

Ég var að leggja í bjór með bjórgerðarefni sem ég keipti í Europris ( bara varð að prufa það )

En ég er að vellta fyrir mér einu í sambandi við alch level í bjórnum, gefum okkur að kittið eigi að verða 4,5 -5,0 % ALC .... get ég þá styrkt hann með því að skella meiri sykri í hann á einhverjum tímapunkti í gerjun? og ef já , þarf ég þá að bæta inn ger?

langar að gera svona 7-9 % bjór :)

kv

Bjóri
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Styrkleiki bjórs

Post by hrafnkell »

Já þú getur það, en hann verður enn verri á bragðið af því.

Ég byrjaði í svona kittum, og það er svo gott sem vonlaust að fá góðan bjór úr þeim. Þetta er eitthvað sem maður getur kannski svælt í sig, en ekki meira en það.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Styrkleiki bjórs

Post by sigurdur »

Ef þig langar að vera að leika þér að svona kittum, þá getur þú bætt við meiri sykri. Þú verður bara að muna að sjóða hann í smá vatni og kæla hann niður. Bragðið versnar hinsvegar alveg svakalega.
Þú þarft án efa meira ger ef þú ætlar að ná svona miklu alkóhóli.
Fyrst að þú ert byrjaður að gerja, þá er ómögulegt að segja til um hversu sterkur bjórinn verður ef þú bætir við sykri þar sem að erfitt er að mæla OG.

Ég endurtek: Bragðið versnar alveg svakalega, og svona kitt sett mega ekki við því.
Bjori
Villigerill
Posts: 22
Joined: 11. Nov 2009 23:29

Re: Styrkleiki bjórs

Post by Bjori »

Okei... maður kanski sleppir þessum tilraunum þá bara :)
Post Reply