hvernig lýst ykkur á að setja upp dagatal með mánudagsfundunum ákveða þema fyrir hvern og einn. þá gæti einvher kynnt sér einvhern bjórstíl og talað um hann og þeir sem geta bruggað eitthvað í þeim anda. væri þá líka hægt að stilla dagatalið inná heimsbjórana sem eru í "season" á hverjum tíma
svona hugmynd:
janúar, jóla og hátíðabjórar, kryddaðir og klassískir
febrúar, þorra bjórar. eitthvað sem hæfir súrum pung
mars, stout til að heiðra st. patrick
apríl, kölsh
mai, maibock og bock
júní, hveitibjórar
júlí, blond ale, léttir magndrykkjubjórar
ágúst, IPA,
september, saison bjórar
oktober, octoberfest og marsen
nóvember, belgískir, dubbel, trippel, sterkir
desember, dökkir og sterkir, byggvín
þá væri hægt að stilla sitt eigið bjórdagatal inná þetta svo maður ætti eitthvað í þessum stíl, án þess þó að taka stílana of hátíðlega.
sem dæmi, þá passar nokkuð vel að byrja á maibock og byggvíni núna svo það sé gott í mai og des.