hvernig væri að setja upp þema fyrir mánudagsfundina

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

hvernig væri að setja upp þema fyrir mánudagsfundina

Post by kristfin »

hvernig lýst ykkur á að setja upp dagatal með mánudagsfundunum ákveða þema fyrir hvern og einn. þá gæti einvher kynnt sér einvhern bjórstíl og talað um hann og þeir sem geta bruggað eitthvað í þeim anda. væri þá líka hægt að stilla dagatalið inná heimsbjórana sem eru í "season" á hverjum tíma

svona hugmynd:

janúar, jóla og hátíðabjórar, kryddaðir og klassískir
febrúar, þorra bjórar. eitthvað sem hæfir súrum pung
mars, stout til að heiðra st. patrick
apríl, kölsh
mai, maibock og bock
júní, hveitibjórar
júlí, blond ale, léttir magndrykkjubjórar
ágúst, IPA,
september, saison bjórar
oktober, octoberfest og marsen
nóvember, belgískir, dubbel, trippel, sterkir
desember, dökkir og sterkir, byggvín

þá væri hægt að stilla sitt eigið bjórdagatal inná þetta svo maður ætti eitthvað í þessum stíl, án þess þó að taka stílana of hátíðlega.

sem dæmi, þá passar nokkuð vel að byrja á maibock og byggvíni núna svo það sé gott í mai og des.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: hvernig væri að setja upp þema fyrir mánudagsfundina

Post by Eyvindur »

Þetta er frábær hugmynd. Ein spurning: Er Oktoberfest ekki í september?

Er ekki málið að búa til Google calendar til að halda utan um þetta, og eins tímasetningar og mögulega gestgjafa?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: hvernig væri að setja upp þema fyrir mánudagsfundina

Post by halldor »

Mér líst vel á þema og mér líst líka vel á google calendar :)
Plimmó Brugghús
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: hvernig væri að setja upp þema fyrir mánudagsfundina

Post by kristfin »

ég tíndi bara til það sem ég mundi. það þarf að fínesera þetta.

það er soldið skemmtilegt að hafa drífandi kalendar, sem væri ákveðið einu sinni á ári til dæmis.

við gætum ákveðið næsta ár núna og eftir 6 mánuði planað hvað gerist eftir 6 mánuði.

ég setti inn þarna þá bjóra sem mig langar að búa til, en það er svo mikið úrval. það er líka soldill kostur að hafa fleiri með sér, þvi mig langar að koma upp gerbanka og þá hentar að það séu nokkrir að búa til svipaða bjóra á sama tíma.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: hvernig væri að setja upp þema fyrir mánudagsfundina

Post by Eyvindur »

Ég er búinn að setja upp Google dagatal og setja þetta allt þar inn (óbreytt - breyti því eftir nánari umræðu).

Kann einhver að setja svona inn sem embed? Jafnvel setja bara undirsíðu hérna inn, þar sem þetta væri aðgengilegt?

Hér er allavega slóðin: http://www.google.com/calendar/feeds/82 ... blic/basic
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: hvernig væri að setja upp þema fyrir mánudagsfundina

Post by hrafnkell »

Þetta er feedinn, ertu með linkinn á calendarið sjálft? Það á að vera embed linkur þar einhversstaðar...
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: hvernig væri að setja upp þema fyrir mánudagsfundina

Post by Idle »

Bráðsnjöll hugmynd! Verst er að ég er ekki í neinu samræmi við þessar pælingar, með allan hveitibjórinn, ljóskuölið, og nú síðast Kölsch á leið í pottinn.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: hvernig væri að setja upp þema fyrir mánudagsfundina

Post by Eyvindur »

Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: hvernig væri að setja upp þema fyrir mánudagsfundina

Post by dax »

Slóð til að bæta calendarinu í gcal:

http://www.google.com/calendar/ical/82v ... /basic.ics
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
Post Reply