Haand Bryggeriet - Norse Porter

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Haand Bryggeriet - Norse Porter

Post by Eyvindur »

Úlfar gaf mér smakk af þessum í gærkvöldi. Það má segja að það hafi bjargað kvöldinu.

Bjórinn er með ágætis haus og anganin er mjög góð og gefur góð fyrirheit um það sem koma skal. Það fyrsta sem lendir á tungunni er ristað kaffi. Fyllingin er mjög góð, en bjórinn er samt ekki sætur, aðallega ristaður. Fast á hæla kaffinu kemur góður súkkulaðikeimur. Eftirbragðið er ristað og gott, og staldrar lengi við. Jafnvægið í bjórnum er einstaklega gott og hann rennur mjög ljúflega niður. Mikið ristað, mikið súkkulaði, en hann er langt frá því að vera þrúgandi, sem hann gæti þó auðveldlega verið ef jafnvægið væri ekki gott.

Einkunn: 8/10.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Haand Bryggeriet - Norse Porter

Post by halldor »

Ég fékk vatn í munninn!
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Haand Bryggeriet - Norse Porter

Post by Eyvindur »

Ég líka, bara við tilhugsunina... Mér finnst þessi betri en London Porter, og er þá mikið sagt...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Haand Bryggeriet - Norse Porter

Post by Stulli »

Hljómar mjög vel. Vonast til að ná að smakka þennan þegar að ég fer til Noregs í haust. Hef smakkað nokkra aðra frá Haandbryggeriet og voru þeir svona "hit or miss".
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply