Dry hopping

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Dry hopping

Post by Andri »

Sælir, var að dry hoppa lager bjórinn sem ég var að gera með 20gr af cascade & 25gr hallertau hersbruck, hann er búinn að liggja í primary í 3 mánuði circa.
Þurrhumlaði hann með pellet hops í einhverja viku & var að skella því á flöskur. Lyktin er unaður en það komu smá humla agnir með í flöskurnar, ætti ég að hafa einhverjar áhyggjur af því? Ég hugsa að ég drekki hann bara hratt og dreyfi til vina minna ef hann á eftir að skemmast eftir einhvern X tíma.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Dry hopping

Post by ulfar »

Ekki hafa áhyggjur af þessum ögnum. Ég geri ekki ráð fyrir að þær hafi nein áhrif á geymsluþolið því ef eitthvað líf var í humlunum sem langaði að búa í bjórnum þínum var það búið að koma sér fyrir áður en þú tappaðir.

3 mánuðir - þú er þolinmóður.

kv. Úlfar
User avatar
Elli
Villigerill
Posts: 21
Joined: 14. May 2009 17:47

Re: Dry hopping

Post by Elli »

Hef lent í því að fá svona agnir í bjórinn eftir þurrhumlun, en hefur ekki haft nein áhrif á bjórinn sem ég hef tekið eftir.

Smá off topic, en er þetta all-grain lager? Hvernig er hann að koma út hjá þér? Hef sjálfur aldrei gert lager, en langar að prófa. Það stoppar samt alltaf á því hvernig maður á að halda hitastiginu stöðugu. Hvernig ert þú að leysa það?
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Dry hopping

Post by Andri »

ulfar wrote:3 mánuðir - þú er þolinmóður.
Annaðhvort það eða latur ;)
Elli wrote:Smá off topic, en er þetta all-grain lager? Hvernig er hann að koma út hjá þér? Hef sjálfur aldrei gert lager, en langar að prófa. Það stoppar samt alltaf á því hvernig maður á að halda hitastiginu stöðugu. Hvernig ert þú að leysa það?
ekki all grain, þetta er Brew Canada lager "kit 'n' kilo" extract kit með humlum og kílói af dextrósa gerjað með lager geri keypt að utan við 9-10°C.
Held hitastiginu niðri með þessari einföldu aðferð... bara gler carboy í plast tunnu og kalda vatnið fer í plast tunnuna. Stöðugt flæði.
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=359&start=0" onclick="window.open(this.href);return false;
Svo núna í þessum kulda gæti ég örugglega bara haft carboyið inni í bílskúr, ískalt þarna á þessum árstíma :P
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply