Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Idle »

Tilbrigði við fyrri hveitibjórinn. Meira hveiti og smáræði af CaraPils. Meiri humlar.

Code: Select all

Recipe: Goldenfields Gobbler #2
Brewer: Sigurður Axel Hannesson
Asst Brewer: 
Style: Weizen/Weissbier
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 18,93 L      
Boil Size: 22,71 L
Estimated OG: 1,051 SG
Estimated Color: 3,6 SRM
Estimated IBU: 14,7 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
2,45 kg       Wheat Malt, Ger (2,0 SRM)                 Grain        59,76 %       
1,50 kg       Premium Pilsner (2 Row) Ger (2,0 SRM)     Grain        36,59 %       
0,15 kg       Cara-Pils/Dextrine (2,0 SRM)              Grain        3,66 %        
15,00 gm      Hallertauer Hersbrucker [4,00 %]  (60 min)Hops         7,6 IBU       
20,00 gm      Hallertauer Hersbrucker [4,00 %]  (25 min)Hops         7,1 IBU       
10,00 gm      Hallertauer Hersbrucker [4,00 %]  (10 min)Hops          -            
1 Pkgs        SafBrew Dry Ale (Fermentis #WB-06)        Yeast-Wheat                


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 4,10 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, No Mash Out
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 10,69 L of water at 75,6 C      67,8 C        
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Braumeister »

Hvernig kom þetta ger út? Bananilmur, eintóm gleði og hvaðeina?
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by kristfin »

er þetta sama ger og þú notaðir síðast?

annars held ég að þú sért maðurinn í hveitibjórunum. hlakka til að fá að smakka þennan
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Idle »

Má vera að ég sé brenglaður, en ég þykist finna skemmtilega blöndu banana, neguls, gers og malts í þeim fyrri. Þetta ger, WB-06 er ekkert minna en úrvals. Sama ger í þessum.

Ætlaði að gera OSH klónið í dag, en vantaði gerið upp á. Ef einhver á Nottingham til skiptanna, legg ég í hann á laugardaginn.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by dax »

Aldrei nokkurn tíman hef ég náð 75% Brewhouse Efficiency. Hef náð 70% og verið kátur með, en hvernig í ósköpunum nærðu svona mikið af sykri úr korninu?
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Braumeister »

OK, ég hef hingað til bara notað Weihenstephaner-gerið frá Wyeast. Kom sallafínn bjór út úr því. Prófa þetta etv næsta vor þegar hækkandi sól fær mann til að þyrsta í hveitibjór.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Idle »

dax wrote:Aldrei nokkurn tíman hef ég náð 75% Brewhouse Efficiency. Hef náð 70% og verið kátur með, en hvernig í ósköpunum nærðu svona mikið af sykri úr korninu?
75% sem þú sérð þarna eru viðmið í BeerSmith. Ég hef verið að rokka frá 71% og upp í 79% í a. m. k. eitt skipti, svo 75% er ágætt meðaltal.

Ég veit ekki um neina eina sérstaka ástæðu þess að nýtingin sé svona hjá mér, enda margt sem hefur áhrif á hana. Kornið er vel malað frá Ölvisholti, ég er hittinn á hitastigin í kringum meskinguna. :?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Braumeister »

Ég er búinn að vera að skoða svolítið hvernig belgískan mig langar til að brugga. Mér til mikillar furðu halda margir því fram að Leffe Blonde sé gerjaður með þýska hveitibjórsgerinu sem ég nefndi í innlegginu hér að ofan.

Vildi bara benda þér á þetta, þú gætir etv notað gerkökuna úr þessum í þetta. :vindill:
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Idle »

Braumeister wrote:Ég er búinn að vera að skoða svolítið hvernig belgískan mig langar til að brugga. Mér til mikillar furðu halda margir því fram að Leffe Blonde sé gerjaður með þýska hveitibjórsgerinu sem ég nefndi í innlegginu hér að ofan.

Vildi bara benda þér á þetta, þú gætir etv notað gerkökuna úr þessum í þetta. :vindill:
Í þetta hvað? Belgískan? Ég er almennt lítið gefinn fyrir belgíska bjóra, einmitt vegna þessa gers sem er notað. Hinsvegar er ég að íhuga að gera annan hveitibjór og nota þá kökuna undan þessum. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Braumeister »

Þetta var kanski óljóst hjá mér, en já, mig langaði til að benda þér á að ég hefði séð að það væri ef til vill hægt að nota þetta ger til að brugga bjór svipaðan Leffe Blonde. (Þetta var kanski ekkert betur orðað..)

Kakan dugar auðvitað í tvær laganir...
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Idle »

Með ókeypis vinnuafli Harðar (hordurg), fór þessi á flöskur í kvöld. Svo var tekin skyndiákvörðun um að nýta gerkökuna, og annar skammtur bruggaður umsvifalaust, og fleytt ofan á kökuna af þeim fyrri. Mælisýnið bragðaðist það vel af þeim fyrri. :)

Uppfært: Tæpum fimm tímum síðar voru gerlarnir byrjaðir að vinna, og veislan hefur verið í algleymingi síðan þá. Sem betur er nóg pláss í fötunni, svo frárennslisslanga er óþörf. :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by kristfin »

ég hefði gaman að því að fá afleggjara af þessari gerköku þegar þessi umferð fer á flöskur
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Idle »

kristfin wrote:ég hefði gaman að því að fá afleggjara af þessari gerköku þegar þessi umferð fer á flöskur
Alveg sjálfsagt. Ég er að velta fyrir mér hvort það væri jafnvel óhætt að endurtaka leikinn þegar þar að kemur - skvetta nýrri lögun á gerkökuna undan þessum (að frátöldum afleggjara handa þér). Þarf að leggjast yfir Google og HBT í dag.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Bjössi »

Hvar færðu "SafBrew Dry Ale (Fermentis #WB-06)"
ég verð kominn með allt hráefni í hveitibjór, ætlaði að fara eftir uppskrift frá Idle, er mjös spenntur fyrir þeim bjór
en vantar WB-06
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Idle »

Bjössi wrote:Hvar færðu "SafBrew Dry Ale (Fermentis #WB-06)"
ég verð kominn með allt hráefni í hveitibjór, ætlaði að fara eftir uppskrift frá Idle, er mjös spenntur fyrir þeim bjór
en vantar WB-06
Ég hef verslað hér.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by kristfin »

verður gerkakan ekki orðin soldið stór ef þú notar hana alla.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Idle »

kristfin wrote:verður gerkakan ekki orðin soldið stór ef þú notar hana alla.
Jú, alltof stór. Ég var óhemju latur um kvöldið, svo ég játa mistökin. Að sjálfsögðu ætti maður í það minnsta að nota aðeins það magn sem til þarf (Mr. Malty til bjargar!), og þrífa gerjunarfötuna á milli. Þarf bara að verða mér úti um nokkrar krukkur áður en ég skipti henni niður næst. Já, og ekki einka ykkur þetta til eftirbreytni. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Eyvindur »

Það er nú samt mjög algengt að menn dömpi bara beint ofan á gerkökuna. Ekkert hættulegt, að því gefnu að seinni bjórinn sé sterkari og bragðmeiri en sá fyrri.

Eftir því sem ég hef lesið er óhætt að nota 5 kynslóðir af sama gerinu - þumalputtaregla. Eftir það er orðin töluverð hætta á stökkbreytingum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Það er nú samt mjög algengt að menn dömpi bara beint ofan á gerkökuna. Ekkert hættulegt, að því gefnu að seinni bjórinn sé sterkari og bragðmeiri en sá fyrri.

Eftir því sem ég hef lesið er óhætt að nota 5 kynslóðir af sama gerinu - þumalputtaregla. Eftir það er orðin töluverð hætta á stökkbreytingum.
Einmitt, en "over pitching" (eins og í þessu tilfelli) getur haft óæskileg áhrif á bragðið, og ku vera sérstaklega varhugavert með hveitibjóra.

Já, og þessar fimm kynslóðir eru almennt ágæt regla. En ef hreinlætið er í lagi og gerjun fyrri kynslóða hefur verið í lagi, má nýta það í tugi skipta.

Annars hef ég engar áhyggjur af þessu, þvert á móti verður bara gaman að vita hvort þetta muni hafa áhrif á bjórinn, og ef svo, hvernig. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Bjössi »

takk fyrir þetta Idle, ég keypti í morgun5 bréf af WB-6 geri af e-bay
mannstu hvað tók langan tíma að fá þetta, 2-3 vikur?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by Idle »

Bjössi wrote:takk fyrir þetta Idle, ég keypti í morgun5 bréf af WB-6 geri af e-bay
mannstu hvað tók langan tíma að fá þetta, 2-3 vikur?
7 til 10 daga. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by aki »

Ég var að prófa að kaupa ger frá hopshopuk.com. Þeir eru með fína vefverslun. Fékk það í dag með póstinum eftir þrjá daga.

Það kostaði 5.90 + sendingarkostnaður 2.00 = 1600 kr. eða 800 kr hvor pakki. Þetta er Brewferm Blanche frá Belgíu.

Ætla að prófa að panta tappa og fleira frá þeim næst. Ætli sendingarkostnaðurinn rjúki þá ekki upp úr öllu.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by kristfin »

áki, þegar þú ert búinn að gerja fötuna þína, endilega leyfðu mér að fá afleggjara af gerinu
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by aki »

Ég skal hafa þig í huga. Miðað við það sem ég hef lesið þá kemur eitthvað ofurkrausen á þetta... verður forvitnilegt að sjá.

Nú vantar mig bara Hallerthauer og Pilsnermalt... :vindill:
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Goldenfields Gobbler (hveitibjór)

Post by kristfin »

líttu bara við áki. ég á 40 grömm af hallerthauer og 20 kíló af pilsner malti. nóg til og meira frammi.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply