Ég var að pæla í að tússa vatnshæðina á fötuna, eða gera eitthvað prik til að mæla. Vil ekki vera að gera rör utaná (er það ekki vatnshæðarsjá annars?

) Það væri smávegis vesen að þrífa það og svona. Ég sé kannski eftir því þegar ég vil vita hvað er mikið í fötunni og allt er sjóðandi og bullandi. Hvar myndi maður annars finna glært rör?
Það lekur hvergi, sama þótt ég þjöstnist aðeins á þessu. Ég herti kranann vel og það virðist duga. Annars á ég silikonmottu sem ég get sniðið pakkningu úr ef vínyllinn dugar ekki.
Elementunum hef ég engar áhyggjur af, enda fín silikonpakkning sem maður fékk með þeim.