Ágæti plastsuðupotta

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by hrafnkell »

Ég var að pæla í að tússa vatnshæðina á fötuna, eða gera eitthvað prik til að mæla. Vil ekki vera að gera rör utaná (er það ekki vatnshæðarsjá annars? :)) Það væri smávegis vesen að þrífa það og svona. Ég sé kannski eftir því þegar ég vil vita hvað er mikið í fötunni og allt er sjóðandi og bullandi. Hvar myndi maður annars finna glært rör?

Það lekur hvergi, sama þótt ég þjöstnist aðeins á þessu. Ég herti kranann vel og það virðist duga. Annars á ég silikonmottu sem ég get sniðið pakkningu úr ef vínyllinn dugar ekki.
Elementunum hef ég engar áhyggjur af, enda fín silikonpakkning sem maður fékk með þeim.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Ég tússaði bara lítramerkingar á tunnuna hjá mér, en það er hryllilegt að sjá hæðina án þess að beina vasaljósi í tunnuna til að mynda kontrast og sjá vökvahæð .. vatnssjá er næst á listanum hjá mér. Ég hafði hugsað mér um að reyna að finna eitthvað þykkt PP rör sem að passar í svona compression vinkil.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by kristfin »

fyrir hæðarrörið seturðu bara T stikki fyrir framan kranann. slöngunippil 1/2"-3/8" og slöngu á. hefur hana síðan nógu langa upp og festir með strappi eða bara lima hana fasta. einnig voðalega svalt að setja koparrör utanum slönguna og skera út rönd í koparrörið með dremel
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by hrafnkell »

kristfin wrote:fyrir hæðarrörið seturðu bara T stikki fyrir framan kranann. slöngunippil 1/2"-3/8" og slöngu á. hefur hana síðan nógu langa upp og festir með strappi eða bara lima hana fasta. einnig voðalega svalt að setja koparrör utanum slönguna og skera út rönd í koparrörið með dremel

Góður punktur, slanga og T, gæti ekki verið auðveldara
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by hrafnkell »

20L voru í um 30mín að ná suðu (frá 4-9°C) með 2 elementum.. Ég hugsaði með mér að það gengi alls ekki og smellti 2 í viðbót. Ætti að geta náð suðu í 30 lítrum á rúmlega 20 mín með þessu. Og 40+ lítra suður eru alveg möguleiki, enda er tunnan 60 lítrar.

Image
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Hjalti »

Þetta þykir mér fullorðins!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by hrafnkell »

Hjalti wrote:Þetta þykir mér fullorðins!
Já, það er vonandi að þetta dugi eitthvað :)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Andri »

Ég sá alveg eins fötur og áman er með, gerjunarföturnar í múrdeildinni í húsasmiðjunni eða býkó man ekki hvort á 1500 kall, dáldið síðan samt.
þær voru örlítið glærari og úr sama plasti (pp) poly proplylene merktar með lítramáli
http://en.wikipedia.org/wiki/Polypropylene" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Erlendur »

Hvernig lítur tunnan út í dag? Notastu við vökvahæðamæli eða e-a aðra aðferð til að mæla magn vökvans?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Tunnan mín er með "hæðarmæli" utan á sér þar sem að ég hef ekki nennt að finna ódýrt fittings og fleira til að ná að mæla vökvahæð.
Svo nota ég vasaljós til að skerpa muninn á vökva/lofti.

Hinsvegar ef einhver veit um ódýrt plast fittings (CPVC en EKKI PVC) þá má hann láta vita í þennan þráð.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by hrafnkell »

loft.is eru með cpvc.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by atax1c »

Hvernig stinga menn þessu í samband ? Höndlar eitt outlet þetta ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Það fer eftir fjölda hitalda, krafts sem að hitöldin þurfa og svo auðvitað straumþoli greinarinnar.
Ef þú ert með 2x 2000W hitöld á 16A grein, þá dugar það. Bara ekki setja hitöldin bæði á sama fjöltengið þar sem að þau eru oftast með mun mjórri víra og verður því íkveikihætta af því.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by valurkris »

Sjálfur miða ég alltaf við 3600W á 16A grein en 4000W ætti að vera í lagi til skamms tíma en eins og sigurdur segir þá mindi ég hafa sér snúru fyrir hvert 2000W element
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by atax1c »

Takk fyrir góð svör. Er að pæla í öðru, væri ekki fínt að nota svona Saltkaup tunnu sem meski-tunnu ?

Myndi líklega setja cpvc rör í botninn til að "draina".

Bara spurning hversu vel hún myndi halda hita...
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Það er ekki slæm hugmynd hjá þér. Ég fer líklegast í það að hafa eitthvað slíkt kerfi þegar ég mun hafa nægt pláss fyrir þetta.

Ég einangraði plastsuðupottinn minn til að nýta orkuna betur sem að fer í að sjóða virtinn. Við það þá notaði ég léttull, þykkan álpappír og állímband.
http://www.fagun.is/viewtopic.php?p=6187" onclick="window.open(this.href);return false;

Þú ættir að geta einangrað meskitunnu með sömu aðferð.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by atax1c »

Snilld, held að þetta sé málið.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by hrafnkell »

Jebb, þú þarft að einangra hana svolítið til að hún haldi hita. Muna eftir að einangra botninn og lokið líka!
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Ef þú ætlar að batch skola þá getur þú notað klósettslöngubarka úr ryðfríu stáli í meskitunnuna.
Ef þú ætlar að sískola þá getur þú haldið þig við CPVC rörin.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by atax1c »

Já, ætla að setja cpvc í þetta. Mun líklega sískola, annars gott að eiga möguleika á báðum aðferðum.
Post Reply