Írskt rauðöl

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Írskt rauðöl

Post by Idle »

Ég er að meskja núna. Uppskriftin er nánast óbreytt frá fyrri þræði, en þó eitthvað eftir að ég leiðrétti græjurnar mínar í BeerSmith og bætti svolitlu við af humlum í restina (aroma steep).

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 18,00 L      
Boil Size: 21,65 L
Estimated OG: 1,054 SG
Estimated Color: 14,9 SRM
Estimated IBU: 26,4 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3,20 kg       Pale Malt (2 Row) UK (3,0 SRM)            Grain        72,73 %       
0,70 kg       Munich Malt (9,0 SRM)                     Grain        15,91 %       
0,35 kg       Cara-Pils/Dextrine (2,0 SRM)              Grain        7,95 %        
0,15 kg       Roasted Barley Ger (300,0 SRM)            Grain        3,41 %        
20,00 gm      First Gold [7,50 %]  (60 min)             Hops         19,6 IBU      
15,00 gm      Fuggles [4,50 %]  (30 min)                Hops         6,8 IBU       
25,00 gm      Fuggles [4,50 %]  (10 min) (Aroma Hop-SteeHops          -            
1,00 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 4,40 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, No Mash Out
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 11,47 L of water at 75,6 C      67,8 C        
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Írskt rauðöl

Post by Idle »

Ruglaðist í meskingunni og fékk 25 lítra (er að sjóða þrjá niður í öðrum potti). Hitinn var líka örlítið lægri en ég ætlaði mér, eða 67°C í stað 68°C. Pre-boil gravity var svolítið yfir áætlun, eða 1.051 í stað 1.047. FWH (first wort hop) First Gold í stað þess að bíða eftir suðunni. Ef OG fer framúr áætlun, hugsa ég að ég þynni þetta út með soðnu vatni til að halda áætlun (og fá meira í kútinn!).
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Írskt rauðöl

Post by Eyvindur »

Vanalega er FWH ekki látið koma í staðinn fyrir beiskjuhumla, heldur er frekar tekið af humlunum sem koma seinna í suðunni, miðað við það sem ég hef lesið. Ekki spyrja mig hvers vegna, en þeir segja að FWH valdi frekar aukinni angan og mjúkri beiskju. Þetta er samt bara það sem ég hef lesið á spjallborðum og slíku, og veit ekki almennilega hvað liggur að baki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Írskt rauðöl

Post by Idle »

Þetta rifjaðist líka upp fyrir mér í gærkvöld. Ég bölvaði pínulítið í fyrstu, en hugsaði sem svo að það skipti líklega ekki öllu - niðurstöðurnar verða ekkert síður spennandi! :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Írskt rauðöl

Post by Idle »

Held að ég hafi ofgert Munich maltinu (án þess að hafa bragðað af þessu enn), svo e. t. v. verður þessi first wort humlun mín til þess að draga aðeins úr því. Er nefnilega á því að það sé Munich maltið sem er að trufla mig í APAnum mínum, þó svo öðrum finnist hann fínn.

Myndi e. t. v. prófa með 150 gr. CaraMunich II, sleppa Munich I, 170 gr. af ristuðu malti, og auka Pale Ale upp í 3,45 kg.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Írskt rauðöl

Post by Idle »

Dottinn niður í 1.011, og mælisýnið bragðaðist ágætlega. Ætla að leyfa honum að jafna sig í hreinni fötu í svo sem hálfan mánuð í viðbót.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Írskt rauðöl

Post by Idle »

FG er 1.010. Mælisýnið var fallegt og tært. Er að skola flöskur núna, vonandi í síðasta skiptið með klór! Hendurnar á mér lykta eins og sundlaug.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Írskt rauðöl

Post by Idle »

Drottinn minn, þetta gekk ekki þrautalaust fyrir sig!

Ölið var orðið ótrúlega kolsýrt í fötunni, svo flæðið stöðvaðist nokkrum sinnum og sogaðist nærri því til baka vegna þrýstingsins. Þétt og falleg froða, í það minnsta. :lol:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Írskt rauðöl

Post by kristfin »

þetta er rétt með sundlaugina. krakkarnír mínir kalla mig baðvörðinn.

en nú verður lífið annað með joðfór.

en hvernig smakkaðist? hlakka til að fá að prófa þennan hjá þér
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Írskt rauðöl

Post by Idle »

Smakkaðist ágætlega, held ég. Því miður er ég svo troðfullur af kvefi að ég myndi naumlega greina á milli Miller og vatns. Raunar myndi ég ekki einu sinni gera það ókvefaður, en það er annað mál.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Írskt rauðöl

Post by Eyvindur »

kristfin wrote:en nú verður lífið annað með joðfór.
Já, nú verða hendurnar brúnar frekar en klórlyktandi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply