St. Peter's Organic Ale

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

St. Peter's Organic Ale

Post by Idle »

Gylltur, örlítið þokukenndur. Lítill sem enginn haus, en skilur eftir sig smá slæður í glasinu. Ilmar af malti, svolítið blómlegur. Rétt magn af kolsýru kætir og lyftir þessu létta öli svolítið upp. Í fyrsta sopa fann ég yfirþyrmandi járnbragð, hvaðan sem það hefur komið. Eftir þrjá, fjóra til viðbótar, var ég kominn í örlítið sætt malt með lítilli beiskju í fyrstu, en grösugir humlar komu sterkir inn í lokin. Mun beiskari en ég reiknaði með. Ekkert flókið hér á ferð, bara vel gert enskt öl með ágætu jafnvægi malts og humla.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: St. Peter's Organic Ale

Post by valurkris »

Ég smakkaði þennan um síðustu helgi.

Verð að sega fyrir mig þá var hann alltof bragðlítill en góður samt
Kv. Valur Kristinsson
Post Reply