Portari með hlynsírópi

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Portari með hlynsírópi

Post by Idle »

Hér er hugmynd að portara sem mig langar til að reyna. Ég á ekkert ristað bygg, svo ég treysti alfarið á BP. Allar athugasemdir eru vel þegnar. :)

18,93 lítrar.

3,40 kg. Pale Malt
0,40 kg. Caraaroma
0,15 kg. Black (Patent) Malt
10,00 gr. Fuggles [4,50 %] (60 mæin)
15,00 gr. Goldings, East Kent [5,00 %] (60 mín)
13,30 gr. Goldings, East Kent [5,00 %] (30 mín)
1,00 tsk. Irish Moss
0,25 kg. Hlynsíróp (eftir suðu)
Cooper Ale ger (e. t. v. Nottingham?)

OG est: 1.049
FG est: 1.012
Color est: 26
IBU: 22,1
ABV est: 4,89%
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Portari með hlynsírópi

Post by Eyvindur »

Vanalega er súkkulaðimalt aðaluppistaðan í dökka korninu í porter. Ristað bygg er sjaldan notað, enda er það meira einkennandi fyrir stout. Black patent er hins vegar oft notað í töluverðum mæli.

Þetta verður eflaust mjög gott hjá þér. Trúlega ekki dæmigerður porter, en stílar eru bara viðmið. Þetta lítur mjög vel út.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Portari með hlynsírópi

Post by Idle »

Þessi fer á flöskur eftir fáein andartak. Ég notaði Notthingham gerið. OG var 1.051, FG 1.012 - nokkuð sáttur með það.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Portari með hlynsírópi

Post by kristfin »

smakkaði þennan í gær.

góð kaffilykt af honum, ekki mikið súkkulaði. vantar soldið uppá fyllinguna finnst mér en ágætist eftirbragð, ekki mikið áfengisbragð. vel drekkanlegur.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply