Bjössi wrote:Einmitt svona græja, en ég séð aðra útfærsu á þessu
Idle: Já telurðu að þessi græja sé ekki nógu öflug í 5-6kg? s.s taki of langan tíma?
Ég hreinlega veit það ekki. Það sem ég skrifaði síðast var tekið af vefsíðunni sem Hrafnkell vísaði til, þ. e. notkunarleiðbeiningunum.
Hinsvegar hef ég lesið svolítið um þessar græjur á HomeBrewTalk.com, að mig minnir, og þar fóru menn ekki fögrum orðum um þær. Nothæf og vinnur á sama hátt og Corona/Victory "hakkavélarnar", en ekki auranna virði (ódýrara að fá sér góðan Barley Crusher eða Monster Mill). Eiga það til að rífa og tæta hýðið og mikið.
En ég hef ekki reynslu af þessum gerðum sjálfur, aðeins þær upplýsingar sem ég hef lesið á netinu.
