Doktorinn

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
Chewie
Villigerill
Posts: 26
Joined: 26. Sep 2009 19:08

Doktorinn

Post by Chewie »

Ég er búinn að moða saman fyrstu all grain uppskriftina. Er búinn að vera að nota nokkur forrit og síður mér til hjálpar en mig langar til að leggja þetta undir ykkur hvort ykkur dettur eitthvað í hug til að betrum-bæta uppskriftina.

Er með nokkrar spurningar....
1. Eru þetta rétt hráefni sem ég valdi sem ölvisholt er með. Á verðlistanum hjá þeim stendur ekki frá hvaða landi maltin eru, Premium pilsner, Pale ale og Munich I eru til frá mörgun löndum.

2. Hvaða bætiefni mælið þið með, var að pæla í Irish moss eða ginger ?

3. Hvar get ég fengið dry lager ger

Beer: Doktorinn
Style: German Pilsener
Type: All grain
Size: 5 gallons
Color: 7 HCU (~6 SRM)
Bitterness: 30 IBU
OG: 1.050 FG: 1.008
Alcohol: 5.5% v/v (4.3% w/w)
Water: Bæta þarf söltum út í vatnið og laga pH með HCL. í Mash.

Grain:
7 lb. German Pilsner
1 lb. German Munich
0.8 lb. Dextrine malt (Cara-Pils)
0.2 lb. Belgian CaraMunich

Mash: 75% efficiency
Mashing vatn: 11.9 L
Sparging vatn: 17,9 L
Við viljum halda 152°F eða 67°C í mash. Strike tempiture er 165°F eða 74°C.
Byrjum á því að hita kæliboxið með 4 L. Setja 11,9 L af 74°C heitu vatni í mash og reyna að halda yfir 65°C. Laga pH.
Bíða í 1klst, hægt að gera mashout ef þarf: bæta við heitu vatni til að ná allt að 77°C til að auðvelda draining. Annars fara beint í recirculation þar sem setja skal lok eða álpappír yfir og hella ofan á til að riðla ekki til mash. Loks skal fara í draining, muna að renna hægt 1L/mín.
Sparging með 17,9 L í lámark 30mín og passa að hitastig fari ekki yfir 76°C (vera með 168°F eða 75°C)
ATH-Einnig er hægt að setja 14,9 L x 2 (mash + sparge) getur verið sniðugra til að fá auðveldara mash !

Boil: 60 minutes SG 1.039 6.45 gallons
Sjóða í 1klst, passa boil-over. Kæla fljótt niður í klakabaði.

Hops:
0.96 oz. Cascade (6% AA, 60 min.)
0.47 oz. Hallertauer Hersbrucker (5% AA, 30 min.)
0.47 oz. Hallertauer Hersbrucker (5% AA, 15 min.)

Yeast: Setja næringu fyrir gerið. Nota helst 2 pakka ef dry yeast.

Log: Setja í primari fermentor í um 10°C í nokkra daga svo yfir í secondary fermentor í amk 2vikur. Gera priming og bottling og geyma í amk 2vikur í viðbót helst 3 vikur. Biðtími samtals um 5 vikur.

Carbonation: 4 oz af kornsykri (dextrosa) eða 3,9 oz af strásykri (cane sugar)
Nota helst Dextrosa ! Annað hvort hræra allt í kútinn varlega eða setja í hverja flösku fyrir sig.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Doktorinn

Post by Idle »

Allt korn hjá Ölvisholti er þýskt, frá Weyermann.

Irish moss (fjörugrös) eru ekki bætiefni, heldur hreinsiefni sem þéttir prótein og annar úrgang til að hann falli fyrr til botns. Engifer (ginger) er krydd.

Ég veit ekki til þess að lagerger sé selt hér á landi, svo líklega þyrftirðu að panta það að utan, eða reyna að semja við einhvern hér á spjallinu. Ölvisholt hefur boðið upp á S-04 sem er ölger.

Ég er ekki mikill lagermaður, en held að þessi uppskrift sé í góðu lagi. Eina sem ég gæti mögulega sett út á er notkun Cascade humla í þýskum pilsner - en það er bara spurning um stíl, eða jafnvel smekk. Þetta verður eflaust ágætur bjór!

Miðað við Mr. Malty útreikningana þyrftirðu 21 gr. af þurrgeri í 20 lítrana, svo tvö bréf af þurrgeri lætur nærri lagi.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Doktorinn

Post by sigurdur »

Chewie wrote:1. Eru þetta rétt hráefni sem ég valdi sem ölvisholt er með. Á verðlistanum hjá þeim stendur ekki frá hvaða landi maltin eru, Premium pilsner, Pale ale og Munich I eru til frá mörgun löndum.

2. Hvaða bætiefni mælið þið með, var að pæla í Irish moss eða ginger ?

3. Hvar get ég fengið dry lager ger

...

Log: Setja í primari fermentor í um 10°C í nokkra daga svo yfir í secondary fermentor í amk 2vikur. Gera priming og bottling og geyma í amk 2vikur í viðbót helst 3 vikur. Biðtími samtals um 5 vikur.

Carbonation: 4 oz af kornsykri (dextrosa) eða 3,9 oz af strásykri (cane sugar)
Nota helst Dextrosa ! Annað hvort hræra allt í kútinn varlega eða setja í hverja flösku fyrir sig.
1. Þú getur athugað hvort að það sé ekki til forstillingar fyrir Weyerman kornið í forritinu hjá þér (kanski á síðunni eða eitthvað).
2. Ég mæli með Irish Moss (fjörugrös) í suðuna þegar 10 mínútur eru eftir. Sumir mæla með að þú leggir fjörugrösin í vatn 20 mínútum áður en þú setur þau í suðuna (líklegast til að fá betri virkni út úr fjörugrösunum).
3. Þú getur fengið gerið að utan, eða athugað hvort að Ölvisholt geti selt þér. Kanski er einhver séns að þú getir fengið lagerger frá vínkjallaranum eða ámunni. Passaðu að hafa a.m.k. 20gr sem að þú kastar í virtinn (vökvaðu gerið áður en þú setur það út í..)

Af hverju ætlaru að fleyta yfir svona snemma í secondary?

Ég sýð yfirleitt priming sykurinn í vatni og kæli vatnið svo niður aðeins, skelli sykurblöndunni í átöppunarfötuna mína og fleyti svo bjórnum í fötuna. Við þetta þá blandast sykurlögurinn við bjórinn ansi jafnt sem að gerir bjórinn jafn kolsýrðan á milli flaskna. Það er oft gott að hræra með sótthreinsuðu áhaldi (t.d. fleytistafinn) aðeins í til að vera 100% með blöndunina.
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Doktorinn

Post by dax »

Idle wrote:Allt korn hjá Ölvisholti er þýskt, frá Weyermann.
Þeir eru einmitt með nokkrar uppskriftir á heimasíðunni sinni, t.d. þennan Bohamian Pilzner:

http://www.weyermann.de/eng/hr.asp?go=d ... &sprache=2
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
Chewie
Villigerill
Posts: 26
Joined: 26. Sep 2009 19:08

Re: Doktorinn

Post by Chewie »

sigurdur wrote:
Chewie wrote:1. Eru þetta rétt hráefni sem ég valdi sem ölvisholt er með. Á verðlistanum hjá þeim stendur ekki frá hvaða landi maltin eru, Premium pilsner, Pale ale og Munich I eru til frá mörgun löndum.

2. Hvaða bætiefni mælið þið með, var að pæla í Irish moss eða ginger ?

3. Hvar get ég fengið dry lager ger

...

Log: Setja í primari fermentor í um 10°C í nokkra daga svo yfir í secondary fermentor í amk 2vikur. Gera priming og bottling og geyma í amk 2vikur í viðbót helst 3 vikur. Biðtími samtals um 5 vikur.

Carbonation: 4 oz af kornsykri (dextrosa) eða 3,9 oz af strásykri (cane sugar)
Nota helst Dextrosa ! Annað hvort hræra allt í kútinn varlega eða setja í hverja flösku fyrir sig.
1. Þú getur athugað hvort að það sé ekki til forstillingar fyrir Weyerman kornið í forritinu hjá þér (kanski á síðunni eða eitthvað).
2. Ég mæli með Irish Moss (fjörugrös) í suðuna þegar 10 mínútur eru eftir. Sumir mæla með að þú leggir fjörugrösin í vatn 20 mínútum áður en þú setur þau í suðuna (líklegast til að fá betri virkni út úr fjörugrösunum).
3. Þú getur fengið gerið að utan, eða athugað hvort að Ölvisholt geti selt þér. Kanski er einhver séns að þú getir fengið lagerger frá vínkjallaranum eða ámunni. Passaðu að hafa a.m.k. 20gr sem að þú kastar í virtinn (vökvaðu gerið áður en þú setur það út í..)

Af hverju ætlaru að fleyta yfir svona snemma í secondary?

Ég sýð yfirleitt priming sykurinn í vatni og kæli vatnið svo niður aðeins, skelli sykurblöndunni í átöppunarfötuna mína og fleyti svo bjórnum í fötuna. Við þetta þá blandast sykurlögurinn við bjórinn ansi jafnt sem að gerir bjórinn jafn kolsýrðan á milli flaskna. Það er oft gott að hræra með sótthreinsuðu áhaldi (t.d. fleytistafinn) aðeins í til að vera 100% með blöndunina.
Takk kærlega fyrir ábendingarnar.
Í sambandi við secondary þá var John Palmer að leggja til að setja yfir í secondary þegar gerjunin minnkar umtalsvert eftir ca 4-10 daga fyrir lager-bjóra 2-6 daga fyrir öl. Ég hef ekki gert þetta áður en ég held það sé sniðugt að fylgjast með tíðni loftbólanna sem koma út úr vatnslásnum.
Post Reply