Saazpal - hugmynd

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Saazpal - hugmynd

Post by Idle »

SMASH uppskrift með pale ale og Saaz. Hafði stílinn "blonde ale" til viðmiðunar. Synd að fara svona með Saaz humlana, en mér skilst að geymslutími "noble" humla sé ívið styttri en gengur og gerist. Vildi gjarnan reyna þetta með pilsner malti og lagergeri, en hef því miður ekki aðstöðu til þess.

Code: Select all

Batch Size: 19,00 L      
Boil Size: 22,79 L
Estimated OG: 1,047 SG
Estimated Color: 4,7 SRM
Estimated IBU: 24,0 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
4,00 kg       Pale Malt (2 Row) Ger (3,0 SRM)           Grain        100,00 %      
30,00 gm      Saaz [3,50 %]  (60 min) (First Wort Hop)  Hops         15,1 IBU      
20,00 gm      Saaz [3,50 %]  (30 min)                   Hops         7,0 IBU       
20,00 gm      Saaz [3,50 %]  (5 min)                    Hops         1,8 IBU       
25,00 gm      Saaz [3,50 %]  (Dry Hop 5 days)           Hops          -            
1,00 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       
1 Pkgs        SafAle (Fermentis #US-05)                 Yeast-Ale                  
Uppfært: Gleymdi síðustu humlaviðbótinni.
Last edited by Idle on 20. Oct 2009 13:06, edited 1 time in total.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Saazpal - hugmynd

Post by kristfin »

ég mundi bæta við smá humlum í restina til að fylla út í bragðið.

hvernig ætlarðu að þurrhumla? bæta í primary eða setja í secondary eða pressukönnuhumla?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Saazpal - hugmynd

Post by Idle »

Takk fyrir ábendinguna. Ég var að fikta eitthvað í þessu, og breytti aroma humlunum í þurrhumlun, án þess að bæta aftur við. Leiðréttist hér með. :)

Ég var að hugsa um að nota pressukönnuaðferðina. Á ágæta pressukönnu sem hefur aldrei verið notuð, svo þetta er úrvals tækifæri til að reyna hana.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Saazpal - hugmynd

Post by kristfin »

ég þurrhumlaði smassið mitt um daginn. tók viku í primary og viku í secondary með humlunum.
humlarnir voru mest á yfirborðinu en þegar maður horfði inn í glerið þá sá maður svona hundslappadrífu af humlum sem var að rigna niður.

þegar ég setti á flöskur var soldið af humlum fjótandi um, reyndi að sigta gegnum nælonsokk, en það stíflaðist alltaf.
núna eftir 4 daga á flöskum er þetta orðið alveg tært en humlar í botninum
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Saazpal - hugmynd

Post by Idle »

Í stað pressukönnuaðferðarinnar er ágætt að setja humlana í einhverja grisju (poka, sokk) og t. d. svolítið af hreinsuðum glerkúlum með til að humlarnir fljóti ekki bara á yfirborðinu. :)

Viðbót: Eftir því sem ég hef lesið mér til um þurrhumlun, er best að bíða þar til mestallri gerjun er lokið. Á meðan gerlarnir eru á fleygiferð, nýtast humlarnir ekki eins vel (ilmurinn hverfur að einhverju eða miklu leyti).
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Saazpal - hugmynd

Post by dax »

Ég smellti ca 1/8 úr einum humlakögli (pelette) út í thule léttöl - og tók strax sopa. Það er eins þurr humlun og hægt er -- en það gerði ekkert gagn! :lol:
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Saazpal - hugmynd

Post by Eyvindur »

Ég las einhvers staðar að bestan árangur bæri að þurrhumla þegar gerjunin er rétt að klárast. Skella humlunum ss út í þegar enn er örlítil virkni. Skal ekki fullyrða um réttmæti þessarar staðhæfingar, en fannst þetta eftir sem áður áhugavert. Man ekki hver rökin voru á bak við þetta, en þetta gera þeir víst sumir stóru gæjanna.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Saazpal - hugmynd

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Ég las einhvers staðar að bestan árangur bæri að þurrhumla þegar gerjunin er rétt að klárast. Skella humlunum ss út í þegar enn er örlítil virkni. Skal ekki fullyrða um réttmæti þessarar staðhæfingar, en fannst þetta eftir sem áður áhugavert. Man ekki hver rökin voru á bak við þetta, en þetta gera þeir víst sumir stóru gæjanna.
Þetta hljómar líkt því sem ég las - ég orðaði það aðeins öðruvísi. Í hnotskurn: ekki setja humlana út í um leið (eða daginn eftir) að virtin fer í kútinn, heldur bíða þar til gerlarnir byrja að slappa svolítið af í vinnunni. Annars þeyta þeir humlailminum út í veður og vind (og nýtast þ. a. l. ekki eins vel).

Ég skal heldur ekkert fullyrða um þetta, enn síður þar sem ég hef ekki einu sinni prófað þurrhumlun sjálfur. Einhvern veginn finnst mér þetta samt vera rökrétt. :?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Saazpal - hugmynd

Post by Braumeister »

Ég ætlaði að þurrhumla með Saaz um daginn en hætti við eftir að hafa googlað það aðeins.
http://www.google.ch/search?hl=de&clien ... uche&meta=" onclick="window.open(this.href);return false;


Ég reikna nýtinguna frá FWH miðað við 30 mín suðu, en það eru skiptar skoðanir með það.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Saazpal - hugmynd

Post by Idle »

Humm... Þarna sá ég einhvern mæla gegn því, án þess að gefa upp nokkra ástæðu. Einn talar um "mintute". Fannst þú einhverjar fleiri ástæður sem mæla gegn þurrhumlun með Saaz?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Saazpal - hugmynd

Post by Braumeister »

Ég man ekki nákvæmlega af hverju ég hætti við, en mig minnir að margir hafi verið að tala um að það kæmi svo grösugt bragð. Fannst bara rétt að benda þér á þetta.

En kýldu endilega á þetta og segðu okkur svo frá :fagun:

Ég tappaði mínum á fyrir viku er að fara að prófa núna á föstudaginn. Það er nefnilega ákaflega mikilvægt að fylgjast með þeim þroskast.....

Saaz-humlarnir sem ég fékk voru samt orðnir eitthvað fúnir og farnir að anga af osti og sveittum fótum, þannig að ég geri mér passlegar væntingar.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Saazpal - hugmynd

Post by Idle »

Ég taldi grasið ekki með, því ég hef lesið svo oft um það í sambandi við svo marga humla (e. t. v. notað of mikið af þeim, of lengi, eða byrjað að drekka of fljótt?). Þó rámar mig í að hafa lesið að "noble" humlar séu raunverulega síðri en aðrir til þurrhumlunar - en ef einhver ástæða var gefin, er hún löngu gleymd.

Veit svei mér ekki hvað ég geri, það er svo margt að gerjast í kollinum á mér um þessar mundir. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply