Nýtni

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Nýtni

Post by valurkris »

Góða kvöldið.

Ég var að pæla í því þegar að þið talið um að fá 70% nýtni úr (meskingu), hvað eruð þið þá að tala um
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Nýtni

Post by Idle »

Í sem skemmstu máli, þá er þetta hlutfall sterkju úr korninu sem er umbreytt í sykrur í virtinni. Meiri sykrur, betri nýting.

Hér eru þó eflaust einhverjir sem geta útskýrt þetta mun betur en ég. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýtni

Post by Eyvindur »

Já, eiginlega nákvæmlega það sem Idle sagði. Þetta er hlutfall sterkjunnar sem breytist í sykrur, eða með öðrum orðum, hversu mikið OG maður fær úr tilteknu magni af korni. Það skiptir mestu máli að vera með jafna nýtni á milli lagana, mun frekar en að vera með sem besta nýtni. Ég var alltaf rokkandi á bilinu 78%-83%, sem er ekki nógu gott, en held að ég sé kominn með jafnari nýtni eftir að ég skipti um meskiker, og sýnist ég vera nokkurn veginn nákvæmlega í 75% núna. Nokkur prósent til eða frá breyta litlu um efniskostnað (maður bætir örlitlu við kornið, en það er hræódýrt), en gerir manni mun betur kleift að segja til um útkomuna og hitta á rétt OG. Þá getur maður slegið sína föstu nýtni inn í bruggreiknivél og séð nákvæmlega hvað maður má gera ráð fyrir að verða OG. Það gerir manni auðveldara fyrir að reikna út nákvæmlega hvaða magn af korni maður þarf að nota.

Athugaðu að í extract bruggun er nýtnin alltaf 100%.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýtni

Post by halldor »

Eyvindur wrote:Já, eiginlega nákvæmlega það sem Idle sagði. Þetta er hlutfall sterkjunnar sem breytist í sykrur, eða með öðrum orðum, hversu mikið OG maður fær úr tilteknu magni af korni. Það skiptir mestu máli að vera með jafna nýtni á milli lagana, mun frekar en að vera með sem besta nýtni. Ég var alltaf rokkandi á bilinu 78%-83%, sem er ekki nógu gott, en held að ég sé kominn með jafnari nýtni eftir að ég skipti um meskiker, og sýnist ég vera nokkurn veginn nákvæmlega í 75% núna. Nokkur prósent til eða frá breyta litlu um efniskostnað (maður bætir örlitlu við kornið, en það er hræódýrt), en gerir manni mun betur kleift að segja til um útkomuna og hitta á rétt OG. Þá getur maður slegið sína föstu nýtni inn í bruggreiknivél og séð nákvæmlega hvað maður má gera ráð fyrir að verða OG. Það gerir manni auðveldara fyrir að reikna út nákvæmlega hvaða magn af korni maður þarf að nota.

Athugaðu að í extract bruggun er nýtnin alltaf 100%.
Flott svar
Plimmó Brugghús
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Nýtni

Post by valurkris »

flott, takk fyrir þetta strálar.

Ef að ég ætla að reikna út nýtnina, fæ ég þá uppgefið í forritununum hver 100% nýtnin er sem að ég get svo reiknað útfrá
Kv. Valur Kristinsson
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Nýtni

Post by Braumeister »

Sæll,
ég mæli með því að þú kíkir á þennan kafla:
http://www.howtobrew.com/section2/chapter12.html" onclick="window.open(this.href);return false;

hérna er til dæmis tafla með hámarksekstrakti (MAX ppg) úr hinum ýmsu tegundum malts.
http://www.howtobrew.com/section2/chapter12-4-1.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Flestir eru að ná sirka 70% af þessari hámarkstölu.

Það þýðir að ef þú ert með eitt pund af pilsenermalti er það nóg til að hækka rúmþyngd eins gallons af vatni um 37*70%=26 punkta sem væri þá 1.026 hlutfallsleg eðlisþyngd (specific gravity).
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Nýtni

Post by valurkris »

takk kærlega fyrir góð svör
Kv. Valur Kristinsson
Post Reply