Góða kvöldið.
Ég var að pæla í því þegar að þið talið um að fá 70% nýtni úr (meskingu), hvað eruð þið þá að tala um
Flott svarEyvindur wrote:Já, eiginlega nákvæmlega það sem Idle sagði. Þetta er hlutfall sterkjunnar sem breytist í sykrur, eða með öðrum orðum, hversu mikið OG maður fær úr tilteknu magni af korni. Það skiptir mestu máli að vera með jafna nýtni á milli lagana, mun frekar en að vera með sem besta nýtni. Ég var alltaf rokkandi á bilinu 78%-83%, sem er ekki nógu gott, en held að ég sé kominn með jafnari nýtni eftir að ég skipti um meskiker, og sýnist ég vera nokkurn veginn nákvæmlega í 75% núna. Nokkur prósent til eða frá breyta litlu um efniskostnað (maður bætir örlitlu við kornið, en það er hræódýrt), en gerir manni mun betur kleift að segja til um útkomuna og hitta á rétt OG. Þá getur maður slegið sína föstu nýtni inn í bruggreiknivél og séð nákvæmlega hvað maður má gera ráð fyrir að verða OG. Það gerir manni auðveldara fyrir að reikna út nákvæmlega hvaða magn af korni maður þarf að nota.
Athugaðu að í extract bruggun er nýtnin alltaf 100%.