Meskiker+suðupottur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Meskiker+suðupottur

Post by Bjössi »

Er að fara að kaupa núna fyrir helgi suðupott og svo að útbúa mér meskiker úr kæliboxi, annrs eftir að vera búinn að þræða bæinn þvert og endilangt virðist vera að kælibox séu einfaldlega ekki til, en ég sá í Ámunni plastpott með ellimenti í sem er ætlaður til að nota bæði í meskingu og suðu, það er einhverskona "grisjusokkur" sem sem kornið er látið meskjast í svo það snerti ekki hita elimentið, s.s. þessi sokkur hangir á körmunum, mig langar að viða hvort einhver hefur reynslu af þessum potti/meskikeri?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Meskiker+suðupottur

Post by Eyvindur »

Nei, en er hann ekki rándýr? Ég lenti einmitt í þessu sama, var að koma mér upp græjum á árstíma þegar engin kælibox voru fáanleg, og ég notaði bara múrfötu úr BYKO (food grade plast, nánast eins í laginu og gerjunarfata) sem ég setti krana í og vafði svefnpoka utan um. Svínvirkar, og kostar sáralítið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Meskiker+suðupottur

Post by Bjössi »

Jú kostar nánast hægri handlegginn, 29.900kr, en kosturinn er að þetta er eitt unit í stað tveggja, kostnaður við kælibox fitting + stálpott er sennilega um eða rétt undir 20.000kr, spurning er hvort 10.000kr munur er þess virði upp á þgindin að vera með þetta allt í sömu tunnu/potti?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Meskiker+suðupottur

Post by sigurdur »

Ef það er ekki mikið vesen fyrir þig að halda 5kg(þurrvigtun) af korni + vökvann sem að fellur af korninu fyrir ofan pottinn í 5-10 mínútur ....

Annars þá getur þú keypt þér líka plastsuðupott og element, það kostar ekki meir en 5-7 þúsund í heildina ef þú veist hvar þú átt að kaupa það. En þá verður þú auðvitað að redda þér kæliboxi eða álíka (barnaland.is til dæmis)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Meskiker+suðupottur

Post by Eyvindur »

Ef þú ætlar að hafa þetta í einu íláti geturðu líka farið Brew-In-a-Bag leiðina, og notað bara pott. Þá seturðu bara kornið í nylonpoka einhvers konar, eins stóran og þú getur, og setur ofan í pottinn og notar hann til að meskja. Þarft svo ekkert að skola, lætur bara leka úr korninu þar til allt er búið. Það hefur gefið góða raun, og geysivinsælt í Ástralíu. Þá þarftu bara pottinn, ekkert meskiker.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
ArniTh
Villigerill
Posts: 20
Joined: 4. Sep 2009 03:42

Re: Meskiker+suðupottur

Post by ArniTh »

Brew in a bag lítur furðulega einfalt út. Er eitthvað verra við þá aðferð en að nota kæliboxin?
Ég held að ég hafi heilað í mér skaðann!
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Meskiker+suðupottur

Post by Eyvindur »

Virðist ekki vera, nema að litlu leyti. Það verður kannski pínulítið erfiðara að hafa stjórn á endanlegum gerjanleika, þar sem þú getur ekki gert þykka meskingu (hún verður alltaf mjög þunn, sem menn segja að geri vel gerjanlegan virti). Eins myndirðu þurfa gríðarlega stóran pott ef þú ætlaðir að gera mjög stóran bjór, enda þarftu þá mikið pláss fyrir kornið og töluvert vatnsmagn, því kornið drekkur alltaf frekar mikið í sig. En þess utan er vel látið af þessu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Meskiker+suðupottur

Post by Bjössi »

ég keypti græjuna, þetta er 30ltr kútur með stóru hitastillanlegu elimenti + grisjupoki, skal láta vita hvernig mér líkar, annars hef ég ekki samnburð þar sem ég hef ekki gert bjór frá grunni, fer í þetta í hvöld :?
wish me luck
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Meskiker+suðupottur

Post by sigurdur »

Good luck. Eg mun gefa mer 12 tima i AG bruggun i fyrsta skipti ... en eg er alltaf svartsynn ;)
skrifað i htc simanum minum
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Meskiker+suðupottur

Post by Bjössi »

sigurdur wrote:Good luck. Eg mun gefa mer 12 tima i AG bruggun i fyrsta skipti ... en eg er alltaf svartsynn ;)
skrifað i htc simanum minum
Eru að grínast í mér....12 tíma :shock: ég ætlaði mér max 5 tíma eða svo
60min mesking, 60min suða, ætla að gera "Brúðkaupsbjór" hans Úlfars
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Meskiker+suðupottur

Post by Oli »

Bjössi wrote:Eru að grínast í mér....12 tíma :shock: ég ætlaði mér max 5 tíma eða svo 60min mesking, 60min suða, ætla að gera "Brúðkaupsbjór" hans Úlfars

Ég myndi gefa þessu amk 6-7 tíma. Spurning hvernig þú ætlar að kæla virtinn, það getur tekið langan tíma ef þú ert ekki með góða aðstöðu eða græjur, en það er hægt að gera ýmislegt á meðan. Farðu eftir ráðunum hans Idle sem hann setti inn hér http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=401" onclick="window.open(this.href);return false;
sérstaklega því síðasta :D
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Meskiker+suðupottur

Post by Idle »

Ég er að jafnaði fimm til sex tíma með öllu. Mætti e. t. v. skera þann tíma eitthvað niður með kælispíral, mögulega stytta tímann í meskingunni eitthvað, og eflaust eitthvað fleira. Það er svo langt síðan ég gerði þetta síðast, að ég man ekki ferlið nógu nákvæmlega. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Meskiker+suðupottur

Post by Bjössi »

Mjög gagnlegar ábendingar, kærar þakkir
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Meskiker+suðupottur

Post by valurkris »

áttu til mynd af þessum suðupotti
Kv. Valur Kristinsson
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Meskiker+suðupottur

Post by Bjössi »

ég mun pósta myndum
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Meskiker+suðupottur

Post by dax »

ArniTh wrote:Brew in a bag lítur furðulega einfalt út. Er eitthvað verra við þá aðferð en að nota kæliboxin?
Eftir kvöldið í kvöld þá hlýtur þú að vera hættur við rándýrt Extract Brewing? :) Kæliboxið mitt (45l.) heldur sama hita í 60 mín eins og ekkert sé, eins og þú sást hjá okkur kax í kvöld. Það er án efa erfiðira að halda sama hita í óeinangraðiri suðutunnu í 60 mín en í kæliboxi.

Var að hella uppá 52l. af allgrain Helles Bock í kvöld - 2l. / 1kg malt mash (68°C/60min - til að fá fyllingu) - og svo fly sparge uppí 52l. (86°C). 70% efficiency.

--

Undirritaður er á sinni 6. All Grain lögun, og veit lítið um extract lögun.
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
Post Reply