Ég brá mér í Krónuna í dag, og bruggflugan var með í för, líkt og jafnan þegar ég fer í verslanir. Rakst á lítil og falleg box á mannsæmandi verði, eða rétt rúmar 700 kr. fyrir fjögur 0,3 l. box saman í pakka. Þau eru merkt Igloo, loftþétt, og þola frystingu jafnt sem örbylgjuofna. Tilvalin undir humla! Nema ég reikna ekki með að setja mína humla í örbylgjuna.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
ég man eftir að hafa séð einvherntíman box sem var takki á til að lofttæma. það gæti verið mikið gott. annars nota ég ziplock poka og lítið rör til að loka þessu.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)