Möguleg lausn á suðuvandamálum

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Idle »

Það hefur stundum tekið mig óratíma að ná upp suðu á ~22 lítrum af virti, og ekki alltaf tekist að halda henni í heila klukkustund. Helst þarf ég að loka öllum gluggum og alls ekki kveikja á viftunni fyrir ofan eldavélina. Sú var raunin þegar ég gerði hveitibjórinn. Mikil móða kom á gluggana í eldhúsinu og stofunni, en það ilmaði líkt allt mjög vel á meðan!

Rakst á þennan þráð áðan, þar sem einn hefur sniðið sér hitaeinangrandi efni utan um pottinn sinn. Nú þarf ég bara að finna út hvar ég fæ svona efni til að ég geti prófað. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Robert »

hvað er að því að sjóða mynni magn eins og 5-10L og bæta við vatni eftir á til að ná því magni sem þú villt?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Idle »

Önnur áhugaverð aðferð í lok þráðarins sem ég prófa e. t. v. í kvöld (með vatni). Potturinn minn er ekki nógu stór til að ná yfir fleiri en eina hellu, en með því að leggja bökunarplötu yfir hellurnar og pottinn þar ofan á, mætti e. t. v. hita hann hraðar og meira.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Idle »

Robert wrote:hvað er að því að sjóða mynni magn eins og 5-10L og bæta við vatni eftir á til að ná því magni sem þú villt?
Þá þarf maður a. m. k. að gera ráð fyrir því í uppskriftinni (hærra OG) til að þynna bjórinn ekki um of og gera hann að Miller eða Lite. ;)
Annars hef ég ekki kynnt mér svoleiðis aðferðir til hlítar.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Oli »

hvernig væri að fá sér gasbrennara og sjóða úti á svölum? Suðan fljót að koma upp og engin molla í íbúðinni.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Idle »

Oli wrote:hvernig væri að fá sér gasbrennara og sjóða úti á svölum? Suðan fljót að koma upp og engin molla í íbúðinni.
Það væri öldungis ágætt. Hver borgar? :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by ulfar »

Ég er með aðra hugmynd. Að einangra pottin er eflaust gott en mesti hitinn fer beint upp úr pottinum. Þessvegna getur viftan haft áhrif því hún hraðar streyminu með því að fjarlægja gufuna hraðar.

Þegar ég lendi í vandræðum set ég lokið 50% yfir pottin. Þrátt fyrir að lokið sé 50% yfir á gufa greiða leið uppúr pottinum en uppgufunin verður hægari en þegar það er alveg yfir. Einhverjir verða eflaust reiðir þegar þeir lesa þetta og tala um dms en ég held að hræðslan við það sé ofmetin.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Oli »

Idle wrote:
Oli wrote:hvernig væri að fá sér gasbrennara og sjóða úti á svölum? Suðan fljót að koma upp og engin molla í íbúðinni.
Það væri öldungis ágætt. Hver borgar? :D
Þetta kostar ekki það mikið, hægt að kaupa notað fyrir slikk. Ég á tvö stykki, nota að vísu bara annann.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Robert »

Idle wrote:
Robert wrote:hvað er að því að sjóða mynni magn eins og 5-10L og bæta við vatni eftir á til að ná því magni sem þú villt?
Þá þarf maður a. m. k. að gera ráð fyrir því í uppskriftinni (hærra OG) til að þynna bjórinn ekki um of og gera hann að Miller eða Lite. ;)
Annars hef ég ekki kynnt mér svoleiðis aðferðir til hlítar.
Ef uppskriftin er upp á X lítra endaru væntanlega með sama magn af vatni í enda virtinum sama hvort þú síður alla xlítrana eða síður helminginn og bætir við það sem vantar í endann og þar af leiðandi sama OG either way. Eina uppgufunin á suðunni ætti að vera vatn og önnur efni sem snerta OG ekki ef eg skil efnafræðina og allur sikurinn og annað situr alltaf eftir. Eina benefit sem ég se að það verður allt pottþett sanitized/steralized.

Ég er nýgræðingur eins og þið vitið svo endilega leiðretta mig ef ég er úti að aka haha...
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Hjalti »

Hvað með að smíða Heatstick? Slátra hraðsuðukatli og nota foodgrade rör og einangrun og setja það ofaní pottinn?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Braumeister »

Hjá mér munar um að vefja álpappír mjög lauslega utan um pottinn.. Þá fær maður örlitla einangrun í gegnum loftpúðann á milli pottsins og pappírsins, það er minna loftflæði í kringum pottinn sjálfan og svo er álpappírinn glansandi sem minnkar hitatap út af geislun...
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Idle »

Fullt af góðum hugmyndum. Ætla að prófa bökunarplötuna á helluborðið, og álpappírinn fljótlega. Á einmitt svona "heavy duty" álpappír sem ég hef notað á grillið. Þetta með hitaprikið hljómar líka ágætlega. :)

Robert: Þetta er líklega hárrétt athugað hjá þér. Eftir stutt gúggl virðist mér sem einu (eða helstu) ókostir þess að sjóða minna magn í einu og fylla svo upp með vatni, eru að nýting humla verður ekki nærri því eins góð (hef séð tölum sem 30 til 50% fleygt), og virtin getur dökknað meira en ella.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by ulfar »

Það má ekki gleyma því að ef kornið er ekki skolað með nægu vatni verður nýtingin á korninu léleg (lítið af sykri sem fæst úr miklu korni). Það er einn af stóru ókostunum við það að sljóða of þéttan/þungan virt.

kv. Úlfar
OmarG
Villigerill
Posts: 10
Joined: 12. Oct 2009 15:29

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by OmarG »

Hvar er hægt að kaupa sæmilega gasbrennara? Höfum verið að sjóða á litlu gashelluborði, en það er ekki nógu öflugt, átti í miklum erfiðleikum með að halda suðu. En að vísu með plön um að "ræna", 2 hellu rafmagnshelluborði sem er 3,5 kW og ætti að duga í 25 L laganir, en ef að það er hægt að fá gasbrennara fyrir slikk, þá væri það kannski sniðugt.

kv,
Ómar
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Oli »

OmarG wrote:Hvar er hægt að kaupa sæmilega gasbrennara? Höfum verið að sjóða á litlu gashelluborði, en það er ekki nógu öflugt, átti í miklum erfiðleikum með að halda suðu. En að vísu með plön um að "ræna", 2 hellu rafmagnshelluborði sem er 3,5 kW og ætti að duga í 25 L laganir, en ef að það er hægt að fá gasbrennara fyrir slikk, þá væri það kannski sniðugt.

kv,
Ómar
Ég fékk mína reyndar með kælinum sem ég keypti mér, vildi svo til að gaurinn var að selja brennara líka þannig að ég fékk kæli, tvo brennara og gaskút í einu.
Prófa að leita í smáauglýsingum, allur fjandinn til í auglýsingahlutanum á barnaland.is :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Eyvindur »

Ég hef notað tveggja hella, 3500W helluborð (sem Úlfar lánaði mér) með mjög góðum árangri. Enga stund að ná upp suðu og hún hélst sterk og góð án nokkurra bellibragða allan tímann. Ég myndi eiginlega bara frekar mæla með því en gasbrennara - öruggara og hlýtur að vera ódýrara í rekstri. Sérstaklega ef þú færð þetta ókeypis, þá er þetta ekki spurning.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Möguleg lausn á suðuvandamálum

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Ég hef notað tveggja hella, 3500W helluborð (sem Úlfar lánaði mér) með mjög góðum árangri. Enga stund að ná upp suðu og hún hélst sterk og góð án nokkurra bellibragða allan tímann. Ég myndi eiginlega bara frekar mæla með því en gasbrennara - öruggara og hlýtur að vera ódýrara í rekstri. Sérstaklega ef þú færð þetta ókeypis, þá er þetta ekki spurning.
Til er ég! Sá slíkan grip hjá Ormson, að mig minnir... Hátt á fjórða tug þúsundanna. :( Mér er meinilla við gas, og þori varla að kveikja á gasgrilli ef út í það er farið. Fylgist með ER (Barnaland), Huga og öðru mögulegu, en án árangurs. Þar fyrir utan langar mig lítt til að standa norpandi í kuldanum á svölunum yfir háveturinn. :o
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply