Hveitibjór

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Hveitibjór

Post by Idle »

Ég lagði í þennan í gærkvöld/nótt. Hvað sem þeir fróðu sögðu, notaði ég samt u. þ. b. hálfa teskeið af fjörugrösum síðustu tíu mínúturnar. Það hefur svo sem aldrei verið vandamál hjá mér að bjórinn sé of tær. Eins lét ég eftir mér 10 gr. af Hersbrucker í tíu mínútur (eftir suðu) til að reyna að fá vott af humlailminum. Mér hefur skilist að WB-06 skilji ekki svo mikið eftir af banana- né negullykt. Hersbrucker ilma líka unaðslega!

Sex stundum eftir að allt fór í fötu ásamt gerinu, eru gerlarnir byrjaðir að hamast. Það er öðruvísi hljómburður í fötunum frá Vínkjallaranum með einföldum vatnslás; þessir segja "dúnk dúnk dúnk", í stað "blúblúblúblú".

SG fyrir suðu var 1.042, lítið eitt undir áætlun BeerSmith (1.045). OG reyndist 1.050, einu stigi lægra en áætlað.
Last edited by Idle on 10. Oct 2009 14:43, edited 1 time in total.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitibjór

Post by Eyvindur »

Reyndar er það held ég mest gerið sem veldur því að hveitibjór er skýjaður. Hveitibjórsger fellur oftast illa, enda á það að vera stór hluti af bjórnum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hveitibjór

Post by Braumeister »

Glæsilegt, segðu okkur endilega hvernig þetta ger kemur út. Hingað til hef ég bara notað fljótandi í þessum tilgangi.

Varðandi skýjunina þá bruggaði ég Kölsch í sumar með 10% hveiti. Hann er mjög skýjaður þrátt fyrir að ég hafi notað Safale S04, þannig að ég geri ráð fyrir að hveitið sjálft leggi talsvert til.

Í næstu viku mun ég tappa næstu kynslóð af þessum Kölsch á flöskur og ef að hann er jafn skýjaður og hinn fyrri er hægt að draga einhverjar ályktanir með aðeins meiri vissu.

Annars stendur á Wikipedia að Weissbier (sem ólíkt Hefeweizen er ekki bottle conditioned) sé gerilsneyddur og síaður. Siðan bæta þeir út í aftur einhverju af gerinu sem drapst og grugginu sem þeir síuðu úr.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hveitibjór

Post by Idle »

Meskingin gekk einstaklega vel, allt rann smurt. Varð mjög tært eftir einn lítra (first runnings), en ég tók þrjá "til að þykjast". Hvort um heppni sé að ræða eða hvort sían (af klósettbarka) sé svona frábær, skal ég ekki segja. Kannski maður leggi það á sig að læra decoction aðferðina fyrir næsta hveitibjór.

Þessir gerlar eru alveg trítilóðir. Gerjunin er mjög jöfn og þétt, og tvisvar hafa þeir nærri því tæmt vatnslásinn (vatnið frussaðist bara upp úr). Ég gafst upp og skipti um vatnslás; setti þriggja hluta í stað hefðbundins. Ekkert fruss eftir það. Er að berjast við að halda hitastiginu nærri 18°C (herbergishitinn er 15 til 16°C). Er að velta fyrir mér að hafa þetta 10 til 14 daga í primary, og setja svo beint á flöskur.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Hveitibjór

Post by Hjalti »

Þetta hljómar mjög vel hjá þér. Hvernig ertu að halda herbergishita niðri í 16°c?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hveitibjór

Post by Idle »

Glugginn á svefnherberginu er opinn, og stofuglugginn hinumegin í íbúðinni. Það er mesta furða hvað þetta er stöðugt. Ef ég myndi svo skrúfa alveg niður í ofninum, er ég viss um að ég gæti gerjað lagerbjór þarna... En þá þyrftum við frúin líklega að sofa annarsstaðar. :lol:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hveitibjór

Post by Oli »

ég er einmitt að klára að meskja einn hveitibjór núna, gengur bara vel, ekki lent í "stuck sparge" þrátt fyrir 64% hveitimalt í uppskriftinni.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hveitibjór

Post by Idle »

Þessi fer á flöskur eftir smá stund. FG mældist 1.010 (áætlað var 1.013). Unaðslegur ilmur upp úr fötunni. Nú ætla ég að smakka mælisýnið. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hveitibjór

Post by Idle »

Mæli hiklaust með þessum. Fáeinir útvaldir hafa bragðað og þefað (fólk sem ekki drekkur bjór, eða í besta/versta falli Víking Lite) er hrifið. Mér dettur einna helst Erdinger í hug þegar ég bragða á honum. Eitt orð: Vá! :o
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply