Bruggun, heimsókn?

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Bruggun, heimsókn?

Post by Bjössi »

Ég og félagi minn (Hjálmar) erum að fara fljótlega að brugga eigin bjór, ætlum að gera "Brúðkaupsbjórinn" hans Úlfars, en okkur finnst þetta allt voða flókið og snúið, þrátt fyrir tölverða rannsóknarvinnu á netinu, þessvegna spyr ég...
Er einhver að fara að brugga á næstuni/fljótlega? Og hefði ekki á móti því að fá einn í heimsókn í læri? Skal vera voða þægur
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Bruggun, heimsókn?

Post by Idle »

Mögulega geri ég einn á eftir, annars á morgun. Bjallaðu bara ef þú vilt koma og bíða með mér - það fer jú mestur tíminn í bið eftir hinu og þessu!
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggun, heimsókn?

Post by Eyvindur »

Ég er í startholunum. Veit ekki alveg hvenær ég fer af stað, en það verður á næstunni. Ef þú vilt geturðu sent mér skilaboð og ég skal láta þig vita.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Bruggun, heimsókn?

Post by Idle »

Hveitibjór í vinnslu í augnablikinu - reikna með rauðöli seinnipartinn í dag.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply