[Óska eftir] Lager ger

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

[Óska eftir] Lager ger

Post by Stulli »

Mig vantar lager ger, helst saflager S-23, amk 5 pakka, en helst fleiri. Ég gæti látið þig fá jafnmarga pakka af Safale S-04, S-05, S-33, K-97 eða T-58 í staðinn.
Last edited by Stulli on 11. May 2009 15:48, edited 1 time in total.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Lager ger

Post by arnilong »

Ég á nú ekkert þurrger Stulli, en þú gætir kannski sagt mér varðandi T-58. Hversu háu attenuation hefur þú verið að ná með því? Þá er ég sérstaklega að spá í því í sambandi við nokkuð stóra bjóra(1.070-1.080). Notaðirðu til dæmis T-58 í Strong Golden ölið sem ég smakkaði hjá þér um daginn? Hefurðu prófað S-33 á bjór með háu OG?
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Lager ger

Post by Stulli »

Jú ég notaði T-58 í Belgian strong golden-ið sem að þú smakkaðir á. Náði 88% attn. Ekki slæmt það. En ég hef ekki notað S-33 með hærra O.G. en 1.055, svo að ég þekki það ekki. Ég get látið þig fá T-58 ef að þig vantar, ég á meira en nóg.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Lager ger

Post by arnilong »

Það er mjög vel boðið. 88% er flott, ég er einmitt að sækjast eftir háu attenuation. Ég er að reyna að byggja upp starter úr La Trappe núna en ef það klikkar ætla ég líklega að taka þessu boði þínu.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Lager ger

Post by Stulli »

Hvernig gengur með La Trappe gerið? Mér fannst ég hafa lesið einhversstaðar að La Trappe bjórarnir væru settir í skilvindu til að skilja gerið út og svo force carbed in-line. Ég hélt að það litla botnfall sem að ég hef tekið eftir væri protein/tannin og etv smá ger. En það getur verið að mig misminni og að ég sé að rugla brugghúsum.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Lager ger

Post by arnilong »

Mér sýnist það ekki ætla af stað hjá mér. Það var nú heldur ekki mikið botnfall í þeim(notaði tvo). Ég gef þessu daginn í dag.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Lager ger

Post by Stulli »

Já, ég er eiginlega nokkuð viss um að La Trapp bjórarnir séu ekki flöskuþroskaðir.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: [Óska eftir] Lager ger

Post by arnilong »

Nauhh, hann fór af stað og er sveittur að vinna núna. Vá hvað þetta tók langan tíma. Ég færði starterinn á nokkuð heitan stað og þá fóru hlutirnir að gerast. :skal:
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: [Óska eftir] Lager ger

Post by Stulli »

Skál fyrir því :skal:

Alltaf gaman að heyra af hressu geri :yahoo:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply