Gerjun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
ArniTh
Villigerill
Posts: 20
Joined: 4. Sep 2009 03:42

Gerjun

Post by ArniTh »

Komið þið sælir (gerir ráð fyrir að hér séu engar stelpur).

Þetta er fyrsta skipti sem ég pósta hér á þessari ágætu síðu.

Ég er með IPA í gerjun núna. Þetta eru 20 lítrar í 30 lítra fötu með "S" vatnslás og nokkuð stöðugur hiti (20gráður).
Ég kláraði að elda þetta og setti gerið í seint síðasta laugardagskvöld. Ég hristi virtinn í c.a 5 min í fötunni áður en ég bætti gerinu í til að reyna að lofta um þetta. Gerið er US-56 Ale Yeast og sett þurrt í virtinn samkvæmt uppskrift.
Morguninn eftir var farið að búbbla í vatnslásnum, en ég bjóst við að það yrði meiri læti. Það koma nokkrar loftbólur á c.a 20-25 sek fresti núna (mánudagskvöld) og var enn hægrar fram að þessu.

Ég er eins og nýbakaður foreldri sem hefur áhyggjur af öllu...

1. Getur þetta þýtt að gerjunin sé ekki eins virk og hún ætti að vera eða er eðlilegt að það búbbli svona hægt?

2. Hvenær er rétti tíminn til að fleyta yfir á seinni gerjunarkútinn (já, það er planið) og hversu lengi?

:fagun:
Ég held að ég hafi heilað í mér skaðann!
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gerjun

Post by Oli »

sæll
1. Slakaðu á, engar áhyggjur, fáðu þér heimabrugg (eða bara einn kaldann ef þú átt ekkert). Gerjunin er pottþétt í fínu lagi þó það freyði ekki upp úr lásnum. Þolinmæði....
2. sumir vilja meina að seinni gerjunarílát sé óþarft, en ef þú ætlar að gera það þá skaltu bíða í amk 2 vikur með að fleyta yfir, jafnvel 3-4.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjun

Post by Eyvindur »

Reyndar er alveg nóg að bíða í eina viku, ef þú ætlar að fleyta yfir. Hafa svo í 2-3 í seinna íláti. En ég mæli síður en svo með seinna íláti. Finnst sjálfur algjör óþarfi að nota það, bara sýkingarhætta og ekkert annað.

Það er reyndar einn kvenmaður skráður á spjallborðið. En hún fyrirgefur þér þetta eflaust.

Hvaða uppskrift varstu að gera?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gerjun

Post by Idle »

US-56 er fremur fljótt að gerjast, eftir því sem ég hef lesið mér til. Raunar er mín tilfinning sú, að eftir tvo til þrjá sólarhringa er mesta "sprengjan" yfirstaðin, og við tekur jafnari og rólegri gerjun. Ég tek sárasjaldan mælisýni, heldur fer ég fremur eftir búbblinu og tilfinningu. Tvö til fjögur búbbl á tveggja mínútna fresti, og ég hendi yfir í "secondary". Auðvitað er sýkingarhætta alltaf fyrir hendi að suðu lokinni; ég hef hinsvegar ekki brennt mig á því enn, enda fer ég fremur varlega í sakirnar (en þó ekki af neinu ofstæki).


Ger er mjög mismunandi; það getur "sprungið" með látum, byrjað með smá hvelli og haldið áfram jafnt og þétt, eða farið hægt og rólega í sakirnar.

Hafðu ekki áhyggjur - taktu sýni og mældu eðlisþyngdina. Það er ekki óeðlilegt fyrir gerjun að stöðvast í tvo til fjóra sólarhringa, og taka aftur kipp.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gerjun

Post by Oli »

Hafðu þetta í primary amk 2 vikur, sama hvaða tegund það er þá gagnast það bjórnum að sitja á gerkökunni lengur. Fleyta svo yfir í seinni.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
ArniTh
Villigerill
Posts: 20
Joined: 4. Sep 2009 03:42

Re: Gerjun

Post by ArniTh »

Takk fyrir svörin.

@Oli
1. Slakaðu á, engar áhyggjur, fáðu þér heimabrugg (eða bara einn kaldann ef þú átt ekkert). Gerjunin er pottþétt í fínu lagi þó það freyði ekki upp úr lásnum. Þolinmæði....
Þetta var nákvæmlega svarið sem ég var að vonast eftir. :skal:

@Eyvindur.
Ég er að gera extract kit sem ég pantaði af ebay:
http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... K:MEWNX:IT
Ég las reyndar um þína skoðun á seinni gerjunaríláti annarstaðar í gær. Ég verð að viðurkenna að ég hélt að það væri almenn sátt um að það væri rétta leiðin. Verður gruggið í botninum ekki meira ef ekki er fleytt yfir... eða er það myth?

En ef ég ákveð að fleyta yfir, erum við þá semsagt að tala um c.a 2 vikur á hvorum kút? Eru menn sammála um það? Sé að það eru aðeins mismunandi svör ykkar á milli herramenn. Hverjir eru kostir og ókostir við að hafa of stutt/lengi?
Ég held að ég hafi heilað í mér skaðann!
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjun

Post by Eyvindur »

ArniTh wrote:Verður gruggið í botninum ekki meira ef ekki er fleytt yfir... eða er það myth?

En ef ég ákveð að fleyta yfir, erum við þá semsagt að tala um c.a 2 vikur á hvorum kút? Eru menn sammála um það? Sé að það eru aðeins mismunandi svör ykkar á milli herramenn. Hverjir eru kostir og ókostir við að hafa of stutt/lengi?
Ég verð ekki var við meira botnfall í flöskunum þótt ég sleppi secondary. Ég er þeirrar skoðunar að það sé goðsögn að bjórinn verði tærari og betri ef maður notar secondary - minn er alltaf kristaltær, með frekar litlu botnfalli, og þroskast mjög hratt, oftast orðinn kolsýrður eftir 4-6 daga, en ekki 2-3 vikur eins og áður. Secondary er auðvitað nauðsynlegt þegar lagerar eða bjórar sem þurfa, áfengismagns eða einhverra seinni tíma viðbóta vegna, að þroskast lengi.

Ég myndi hafa primary stutt, ef þú ætlar að færa yfir, þannig að ef til vill sé smá eftir af gerjuninni - það ver bjórinn fyrir sýkingum og hann verður ekki jafn viðkvæmur og ef þú færðir hann eftir að öllu er lokið. Vika myndi ég segja að sé passlegt, og svo 2-3 í secondary.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gerjun

Post by Oli »

ArniTh wrote:En ef ég ákveð að fleyta yfir, erum við þá semsagt að tala um c.a 2 vikur á hvorum kút? Eru menn sammála um það? Sé að það eru aðeins mismunandi svör ykkar á milli herramenn. Hverjir eru kostir og ókostir við að hafa of stutt/lengi?
Árni við Eyvindur erum yfirleitt ekki sammála um neitt enda ekki um neitt að ræða ef allir eru sammála. Eins og ég hef áður sagt þá hafa allir sínar skoðanir og aðferðir, málið er bara að prufa sig áfram og finna út hvað þér finnst best.

Kosturinn við að hafa þetta í 2 vikur í frumgerjun er sá að bjórinn verður meira mellow mun fyrr ef hann fær að sitja á gerkökunni, þeas búinn að þroskast meira á styttri tíma þar sem gerið fær tíma til að taka til eftir sig. Ég held að fáir okkar hérna hafi sína skammta skemur en 2 vikur í frumgerjun núna jafnvel þó ætlunin sé að nota seinni gerjunarílát. Eftir 2 vikur er alkóhólmagnið í bjórnum einnig orðið hærra (miðað við gerjun sem ekki er fullkláruð) og því minni hætta á sýkingu. Ef þú ætlar að þurrhumla er betra að nota seinni gerjunarílát og þá er ágætt að miða við 2 vikur í frumgerjun, 1 vika í seinni og svo 3 vikur í flöskum til að fá CO2. Humlarnir hamla einnig frekari sýkingu í seinni gerjunaríláti.
Muna svo að geyma flöskurnar við stofuhita til að fá CO2 framleiðslu í gang.
Að sjálfsögðu er bjórinn svo bestur ef hann fær að þroskast í nokkra mánuði á flöskum.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Gerjun

Post by kristfin »

skv. papazian á maður að vera farinn að drekka bjórinn sinn 4 vikum eftir að hann var lagður í og eftir 10-14 daga í gerjun verður hann ekkert betri.

en endilega skella honum í secondary ef á að þurrhumla eða maður sér fram á að "gleyma" honum í einhvern tíma.

mér gengur voðalega illa að finna heimildir sem segja að hann verði betri eftir 2 vikur í primary. flestir eru hinsvegar sammála um að 4 vikur í primary geri hann ekki verri.

ég er tildæmis núna búinn að vera með skjaldborgarölið mitt í 16 daga í primary. hefur ekkert verið að geratst þar síðustu 5 daga. er að pæla í að smella því á flöskur í dag.

amarillo smassið mitt er búið að vera í primary síðan á fimmtudag. er ekki búinn að ákveða hvort það verður í 4, 5 7 eða 14 á primary. en verður allavega í secondary í viku með svona 35grömmum af amarillos
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjun

Post by Eyvindur »

Oli wrote: Kosturinn við að hafa þetta í 2 vikur í frumgerjun er sá að bjórinn verður meira mellow mun fyrr ef hann fær að sitja á gerkökunni, þeas búinn að þroskast meira á styttri tíma þar sem gerið fær tíma til að taka til eftir sig. Ég held að fáir okkar hérna hafi sína skammta skemur en 2 vikur í frumgerjun núna jafnvel þó ætlunin sé að nota seinni gerjunarílát. Eftir 2 vikur er alkóhólmagnið í bjórnum einnig orðið hærra (miðað við gerjun sem ekki er fullkláruð) og því minni hætta á sýkingu. Ef þú ætlar að þurrhumla er betra að nota seinni gerjunarílát og þá er ágætt að miða við 2 vikur í frumgerjun, 1 vika í seinni og svo 3 vikur í flöskum til að fá CO2. Humlarnir hamla einnig frekari sýkingu í seinni gerjunaríláti.
Muna svo að geyma flöskurnar við stofuhita til að fá CO2 framleiðslu í gang.
Að sjálfsögðu er bjórinn svo bestur ef hann fær að þroskast í nokkra mánuði á flöskum.
Ég hef nú víðast hvar séð talað um 1+2+3 aðferðina - þ.e.a.s. 1 vika í primary, 2 í secondary og 3 á flöskum. Þú virðist vera að snúa því við. Og það er ekki alveg rétt að sýkingarhættan sé minni ef áfengismagnið er komið í topp heldur en á meðan á gerjun stendur. Ef gerjunin er enn í gangi þegar fært er yfir bolar gerið þeim villigerlum sem mögulega gætu verið til staðar burt, sem er áhrifaríkara en að treysta því að áfengið drepi þá.
Ég vil líka benda á að fullyrðingin um að bjórinn sé bestur ef hann fær að þroskast í nokkra mánuði á flöskum er svolítið mikil alhæfing. Margir bjórstílar verða það, vissulega. En aðrir ekki. Hveitibjórar eru bestir sem yngstir. Mikið humlaðir bjórar einnig, þar sem humlaanganin dofnar mikið með tímanum. Þessi þroskunarregla á fyrst og fremst við maltmikla bjóra, eða bjóra sem eru kryddaðir eða annað slíkt. Þegar bragðlitlir bjórar, eða bjórar sem falla humlamegin við strikið eru annars vegar á þetta ekki við.

Kristfin: Ég held að þetta sé full mikil einföldun hjá Papazian. Margir bjórar (sérstaklega þeir sem eru í humlaríkari og/eða léttari kantinum) eru orðnir eins góðir og þeir verða eftir 2 vikur. Á hinn bóginn eru maltmeiri bjórar oft lengur að þroskast. Mér finnst ágætis þumalputtaregla, ef maður ætlar að sleppa secondary, að miða við 3-4 vikur í fötunni. Þá veit maður að gerið hefur náð að taka vel til eftir sig. Á hinn bóginn hef ég líka tappað á eftir 2 vikur, og það hefur verið sallafínt.

Hvað sem öðru líður snýst þetta ekki um rétt eða rangt, heldur bara það sem hverjum og einum finnst best. En ég hef heyrt um sýkingar í secondary (sem virðast mér vera mun algengari en sýkingar í primary), til dæmis hjá tveimur meðlimum Fágunar, og finnst rétt að fólk geri sér grein fyrir því að þetta secondary æði sem tröllríður öllu, ekki síst í BNA, er ekki endilega eina rétta svarið. Sjálfum finnst mér ástæðulaust að taka áhættu á sýkingum og leggja á mig aukavinnu ef ég ætla ekki að setja ávexti eða eitthvað (ég nota pressukönnuhumlun frekar en þurrhumlun, finnst hún gefa alveg jafn góða raun, ef ekki betri), eða láta bjórinn eldast í lengri tíma. En eins og ég segi er þetta smekksatriði og hverjum í sjálfsvald sett. En þú skalt hafa í huga, í framhaldi af þessu, að það borgar sig ekki að éta allt upp hrátt sem maður les á netinu varðandi brugg. Staðreyndin er sú að heimabrugg er frekar nýleg iðja (þetta fór af stað sjötíuogeitthvað), og menn eru enn að fikra sig áfram. Svo upplifa menn eitthvað (annað hvort gott eða slæmt) og tengja það við ákveðin atriði í sínu verkferli, án þess að gera á því nokkrar frekari tilraunir, og útblása það sem hinn endanlega sannleik. Raunin er sú að ákaflega fá atriði tengd bjórgerð í heimahúsum hafa verið sannprófuð - þannig að það er best að nota bara heilbrigða skynsemi í öllu svona, og fara eftir sannfæringu sinni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gerjun

Post by Oli »

Eyvindur wrote: Ég hef nú víðast hvar séð talað um 1+2+3 aðferðina - þ.e.a.s. 1 vika í primary, 2 í secondary og 3 á flöskum.
Ég hef séð talað um 2+1+3 aðferðina, sérstaklega þegar um þurrhumlun er að ræða, humlabragðið og angan minnkar með auknum tíma í seinni.
Eyvindur wrote:Ég vil líka benda á að fullyrðingin um að bjórinn sé bestur ef hann fær að þroskast í nokkra mánuði á flöskum er svolítið mikil alhæfing
Ég hef ekki enn rekist á bjór sem var ekki betri eftir 2-3 mánuði en hann var eftir 1-2 vikur í flösku, hver hefur orðið var við það?
Eyvindur wrote:Hveitibjórar eru bestir sem yngstir
Þetta er nú fullmikil alhæfing
Þýskir hveitibjórar eru látnir þroskast, bæði í tönkum og flöskum og verða ekki verri með aldrinum.
Eyvindur wrote:þannig að það er best að nota bara heilbrigða skynsemi í öllu svona, og fara eftir sannfæringu sinni.
...sammála.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Gerjun

Post by kristfin »

auðvitað er eitthvað rétt og annað rangt.

að nota secondary er ekki réttlætanlegt nema að maður ætlið að skilja bjórinn eftir í lengri tíma eða að maður ætli að þurrhumla. það er bara heilbrigð skynsemi. það hafa margir sýnt fram á að 4 vikur í primary skaði bjórinn ekki neitt og að auki að maður græðir ekkert á secondary þessar 4 vikur. hinsvegar er áhættan á sýkingu og soddan til staðar þannig að innan við 4 vikur, primary.

ég hef ekki fundið neitt í bók eða á netinu um að bjórinn veri betri eftir 4 vikur, en hann getur hinsvegar tekið bragð af gerinu eftir þann tíma. því er bara ekki sniðugt að hafa hann á primary lengur en það, ef maður hefur hinsvegar ekki tíma og þarf að fresta þessu öllu saman, þá er betra að fleyta yfir á secondary og leyfa honum að hvíla sig því það skaðar hann ekkert. þeas, ef maður kemst ekki í að setja á kagga eða flösku innan 4ra vikna, skella á secondary.

ef maður ætlar síðan að elda bjórinn, þá held ég að það sé betra að gera það á kagga en secondary.

en ég hefi grætt af þessari umræðu. auðvitað á maður að nota pressukönnuhumlun frekar en að vera baksa við þetta secondary vesen. hvernig geri ég það annars? sjóðandi vatn, humlar, bíða í 10mín, pressa og hella í primary?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjun

Post by Eyvindur »

Ég hef gert IPA sem var langbestur eftir 3-4 vikur. Eftir það fór humlaanganin að minnka umtalsvert. Sömu sögu er að segja um belgískan hveitibjór sem ég gerði, en hann var bestur mjög ferskur.

Eins og ég nota pressukönnuhumlun set ég humlana bara út í um leið og ég tappa. Þá sýð ég vatn, set saman við humlana í pressukönnu (leyfi vatninu að kólna í smá stund fyrst), bíð í ca. kortér og pressa. Nota svo humlateið til að leysa upp priming sykurinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
ArniTh
Villigerill
Posts: 20
Joined: 4. Sep 2009 03:42

Re: Gerjun

Post by ArniTh »

Takk fyrir öll svörin. Þau gerðu mig eiginlega meira ringlaðan. En datt svosem í hug að það væri ekki eitt rétt svar.

Eins spurning um þurhumlun. Er þetta eitthvað sem þið gerið yfirleitt þegar þið bruggið eða bara um jólin og í sérstaka stíla? :D

Ég hafði ekki heyrt um það fyrr en ég sá þessa umræðu, maður neyðist víst til að byrja sem byrjandi.
Ég held að ég hafi heilað í mér skaðann!
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Gerjun

Post by kristfin »

stutta svarið er að hafa þetta 2-4 vikur í primary og skella því síðan á flöskur.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjun

Post by Eyvindur »

Ég pressukönnuhumla (sömu áhrif) ef mig langar í mjög mikla humlaangan. Sem er alls ekki alltaf. Undantekningarlaust í IPA, mögulega í ljósöli... Þetta er bara spurning um það hversu mikinn humlakarakter maður vill.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Gerjun

Post by ulfar »

Eyvindur þú ert duglegur að skrifa. Svarið þitt hér á síðu 1 er lengsta svar sem ég hef séð á þessu spjalli.

Ég segi
1.5-2 vikur á primary og tappa svo nema þegar maður er að fara í frí eða nennir ekki að tappa. Setja þá á secondary eftir 1-2 vikur og tappa svo þegar maður nennir/hefur tíma.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Gerjun

Post by Braumeister »

Ég skil samt ekki alveg þegar fólk segir að það sé ekki hægt að þurrhumla í primary. Hef gert það nokkrum sinnum, eini gallinn er ef maður ætlar að hirða gerkökuna, þá situr maður uppi með humlana í henni.

Er með einn í gerjun núna sem var gerjaður með geri þar sem ég þurrhumlaði í primary, verður spennandi að sjá hvort það hafi einhver áhrif, en gerjunin rauk af stað og er búin núna. (Ég skolaði að sjálfsögðu gerið með soðnu vatni)

Annars læt ég bjórinn liggja í sirka 2 vikur í primary og tappa þá á. Byrja síðan að drekka þá sirka 2 vikum síðar (helst oft í hendur við það þegar ég brugga, ég tappa svo á á meðan ég meski eða sýð og gerílátið er sjaldnast tómt lengur en í nokkra klukkutíma í senn :skal: ).
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Gerjun

Post by kristfin »

þetta held ég að sé rétti rhitminn. síðan hnikar maður því til eftir þörfum
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply