Jæja Meistarar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jæja Meistarar

Post by Oli »

Robert wrote: anyways, mig langadi ad spurja hvort einhver kannast vid humla sem gefa thennan keim og eftirbragd sem thule byr yfir? thessi keimur er svo frabrugdinn hinum lagerunum og mer finnst hann svo godur.
Er það ekki bara DMS keimur?
http://www.homebrewtalk.com/wiki/index.php/DMS" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by sigurdur »

Ég veit að fyrir mitt leiti þá er Thule kominn út af mínum lista sem góður drykkur.
Eitt sinn var Thule uppáhalds hjá mér, en eftir að hafa tekið pásu og komið til baka til að smakka hann, þá er hann ekki jafn góður og í minningunni.
Súlfúrlyktin (trúlega DMS) er yfirgnæfandi og bragðið af bjórnum bara ekki gott að mínu mati.
Til að fá þetta bragð þá held ég að þú þurfir bara að sjóða með pottlokið á pottinum við suðu.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jæja Meistarar

Post by Eyvindur »

Ég hef fyrst og fremst heyrt talað um DMS í tengslum við Thule.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

ah takk takk! honum er lyst med sma "lifrapylsu keim" a vinbudin.is fannst thad soldid spes lysing.

Og ja smekkur manna er misjafn eins og menn eru margir greinilega :) fekk mer budvar og pilsner urquell i gaer, budvar alltaf snilld, urquell var of bitur fyrir minar sakir hehe

annars langar mig ad skella saman einhverjum basic extract lager naest. ekkert farid ad skoda thad ad alvoru en eg er ad hugsa til ad byrja med

pinu crystal malt 10L
extra light DME
sma corn/rice
saaz humla adalega fyrir bragd og lykt
yeast white labs lager 800
og sjoda tha med lokid ofana kannski helmingstimann til ad baeta vid DMS og gerja vid 11-12 gradur

aetladi heim i kvold og mixa saman itarlega uppskrift med thetta. En er thetta nokkud svo vitlaust svona i fyrstu? Er i raun ad vada i thetta blint hvad vardar utkomuna thar sem reynslan er engin enntha en eg er ad vonast til eitthvad i attina a thvi sem eg fila svona eftir thvi hvad eg les.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jæja Meistarar

Post by Oli »

Blessaður láttu vaða á þetta og sjáðu hvernig þetta kemur út :) Það er gott að nota forrit eins og Beersmith eða beertols til að setja saman uppskriftir og fá heildaryfirsýn.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Jæja Meistarar

Post by aki »

Oli wrote:Það er gott að nota forrit eins og Beersmith eða beertols til að setja saman uppskriftir og fá heildaryfirsýn
Hefur einhver hérna reynslu af forritinu qbrew?
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Jæja Meistarar

Post by arnilong »

aki wrote:
Oli wrote:Það er gott að nota forrit eins og Beersmith eða beertols til að setja saman uppskriftir og fá heildaryfirsýn
Hefur einhver hérna reynslu af forritinu qbrew?
Mig minnir að ég hafi náð í þetta á netinu fyrir einhverjum árum og þá hafi það verið frekar mikið glatað. Allavega fannst mér það ekki gera mikið við hliðina á BeerTools, BeerSmith eða BeerAlchemy.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jæja Meistarar

Post by sigurdur »

aki wrote:
Oli wrote:Það er gott að nota forrit eins og Beersmith eða beertols til að setja saman uppskriftir og fá heildaryfirsýn
Hefur einhver hérna reynslu af forritinu qbrew?
Ég prófaði það aðeins og prófaði að setja saman uppskrift í því, það var svosem ekki mesta mál í heimi að nota það þannig.
Það býður upp á að þú getir breytt uppskriftum on-the-fly án þess að hafa mikið fyrir því og endurreiknast allar formúlur strax.
Hinsvegar þá er það mjög takmarkað forrit, ég held að höfundurinn hafi ekki nennt að taka það neitt lengra en þangað sem að það er komið í dag. Þú getur vafalaust betrumbætt það ef þú hefur áhuga og getu til þess.

Annars geturu bara borgað $22 USD fyrir Beersmith og fengið hið fínasta forrit.

Persónulega þá þætti mér lang best að geta smíðað uppskriftir og notað "forrit" á netinu (ajax vefsíðu, eitthvað mashable jafnvel) sem að myndi sjá um útreikninga sjálfkrafa, ásamt þeim helstu fídusum sem að fylgja í bestu forritunum sem notuð eru nú til dags. Með því móti þá er maður ekki háður einni tölvu til að sjá um þetta (ég er alltaf að hendast á milli véla).
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jæja Meistarar

Post by Eyvindur »

Það er svoleiðis reiknivél á http://www.beertools.com. Basic aðgangurinn að henni er reyndar frekar takmarkaður, auk þess sem maður getur bara vistað vissan fjölda af uppskriftum, en mig minnir að Gold aðgangur sé ekki svo dýr. Þá geturðu líka verið með forritið sjálft í einni tölvu og látið forritið tala við síðuna. Þannig hefurðu alltaf aðgang að uppskriftunum þínum, hvert sem þú ferð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

hvað er stysta fermentation sem þið hafið lennt í? þetta búbblaði furiously hjá mér rett undir solahring og stoppaði svo completely. Fannst það heldur stutt miðanvið hvað ég hef lesið.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jæja Meistarar

Post by Eyvindur »

Þar sem að þú ert væntanlega að nota þurrger hljómar það alls ekki mjög óeðlilega. Þurrger er ólíkindatól, og getur verið allt frá nokkrum klukkutímum upp í marga, marga daga að klára sig af. Sólarhringur getur alveg passað.

Mundu bara að þótt gerjunin sjálf sé búin þarf gerið samt að klára heilmargt. Ekki hreyfa við því fyrr en það hefur fengið að liggja í 2-3 vikur, hið minnsta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

þurrger jamm passar. Takk.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

Jæja ásamnt ölinu sem er að gerjast frekar vel núna setti ég saman í lager á laugardaginn, modified coopers brewmaster pilsner með Muntons extra light dry malt extract í stað megnið af dextrose og auka 1oz af saaz humlum í 10 mín. Allt gekk að óskum og hreinlæti passað extra vel. En svo var komið að lærdóminum sem fólst í því að skella gerinu í. Virturinn var í 21gráðum og 23L. Vel loftað skelli þá pakkanum sem fylgdi með kittinu í, sem er 7g lager dry yeast pakki. Svo var ég í tímaþröng og fannst þetta vera heldur lítið af geri fyrir hitastigið sem ég ætlaði að gerja í svo ég skellti bara White labs lager yeast WLP800 sem er liquid ger sem ég átti beint í án þess að gera starter. Sem að mer skilst að se alveg í lagi en er bara heldur lítið af yeast cells miðanvið það sem þarf en ég setti lika þurra pakkann svo figuraði að þetta væri líklega nóg.
Svo var þessu bara skellt í ískápinn sem var í 10 gráðum steady og hefur setið þar síðan. En ekkert bólar á neinu og í gær 3 og halfum degi síðar fannst mer kominn soldið langur tími þannig að ég tek gravity read og er þá engin breyting og ekkert að gerast.

Þannig að ég er að spá hvort að setja gerið í 21 gráðu virt og svo beint i iskap þar sem það tók einhvern hálfan dag að ná ser niður í 10gráður hafi shockað gerið nóg til þess að drepa það? eða magnið bara of lítið eða hvað. Mer skilst amk að lag time se sjaldan næstum 4 dagar án svo mikið sem one point of gravity droppi nema eitthvað se að fara úrskeiðis?

ég á 11g saflager s23 pakka líka sem ég er að spá hvort ég lofti bara ekki um virtinn aftur og skelli beint í 10 graðu kuldann sem er þarna og vona að það se að fara af stað?. Eða taki ut ur ískapnum og hef við stofuhita þar til eitthvað fer að gerast kannski frekar? Þ.e.a.s ef það er ekki allt dautt núþegar.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jæja Meistarar

Post by Oli »

Prófaðu að hita þetta upp í 20°c og sjáðu hvort það fer af stað. Ef ekki prófaðu þá að setja saflager pakka, 2 stk ef þú átt þá. Skellir þessu svo inn í kæli aftur ef gerjunin fer af stað.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jæja Meistarar

Post by Andri »

Ég leyfði wirtinu mínu að ná 10°c áður en ég lét gerið í og það tók einhverja daga til að sjá búbbl
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

andri hvernig ger, hvað mikið magn í hvað mikið magn af wort?
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Jæja Meistarar

Post by Braumeister »

Ertu viss um að það hafi fylgt lagerger með þessu kitti?

Einhverstaðar las ég að það fylgdi alltaf ölger með þessum kittum...(Fyrsti bjórinn minn var Pilsenerkit frá Brewferm og því fylgdi ölger)

En ef þetta er ölger, þá ættirðu ekki að þurfa að gera neitt annað en að hækka hitann upp í 15°C eða hærra.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

ja þetta er lager ger, ef þu lest aftar í þessum þráð þá var farið yfir þetta. Svo bætti ég við white labs liquid lager geri so.....
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

jæja setti 11g saflager s23 pakkann 1stk (eina sem eg atti eftir) í uþb 12gráðurnar sem þetta var komið í. Og þetta byrjaði að búbbla einum og hálfum degi siðar, en ef allt hitt gerið er ekki að virka með þessu þá óttast ég soldið að þetta se of lítið ger?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Jæja Meistarar

Post by Idle »

Ég mæli með Mr. Malty reiknivélinni til að finna út hæfilegt magn af geri í skammtana. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jæja Meistarar

Post by Eyvindur »

Of lítið ger (nema það sé sama og ekkert) ætti ekki að orsaka það að gerjunin fari ekki í gang. Það leiðir af sér óbragð, líkast til heitt alkóhólbragð, en það gerjar.

Veit ekki hvort þú varst búinn að útiloka það, en ertu alveg viss um að gerjunarílátið sé þétt lokað? Oft lenda menn í því að loka fötum ekki alveg þétt, og þá sleppur co2 meðfram lokinu frekar en að fara út um vatnslásinn, þannig að ekkert búbblar. Bara að það sé búið að útiloka það. (BREYTT: Sé að þú hefur mælt gravity, þannig að líkast til er þetta ekki skýringin)

Hitastigið ætti ekki að vera vandamálið, eins og Andri benti á. Það er líka ólíklegt að þú sért með ónýtt ger, þar sem þú ert búinn að setja fleiri en eina tegund... Hmm... Þetta er hálfgerð ráðgáta.

Ég held að eina ráðið sé að hrista og prófa að bæta við saflager. Það á ekki að þurfa að hita virtinn upp í stofuhita, þar sem lagerger þolir vel svona lágan hita. Ég hef meira að segja heyrt því fleygt að bjórinn verði verri ef gerið er sett í volgan virt (en þetta er umdeilt, sumir segja alltaf að pitcha við stofuhita, aðrir ekki - ætti samt ekki að hafa áhrif á virkni gersins að neinu magni).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Robert
Villigerill
Posts: 44
Joined: 25. Aug 2009 00:40

Re: Jæja Meistarar

Post by Robert »

jamm setti saflager í, beið í 30 min og hrissti svo veeeeel og þetta búbblar núna með soldilli runu á mínútu fresti, frekar hægt en ég bjóst við því í þessum kulda.

núna er ég að kljást við annað vandamél haha, ég þarf að fara út í næstu viku og kem heim um jólin -_- ætlaði að ná að skella þessu í secondary glasscarboy áður en ég fór og láta sitja þarna við 8 gráður þartil ég kem heim en núna verður þetta bara vera i primary þangað til. Vona að það verði í lagi. 2.3 mánuðir eða svo.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Jæja Meistarar

Post by Oli »

Það er umdeilt hvort sé betra að setja gerið í heita eða kalda virti þegar maður er að búa til lagerbjór. Það er víst hætta á að fá aukið magn af esterum, fúsel alkóhóli og díacetyl ef virtirinn er of heitur þegar gerið er sett í.
En ef þú ert ekki með nóg af geri er gott að hafa virtinn heitari eða um 15-18 °c, fá nóg af súrefni í virtinn, setja gerið í og bíða eftir sjáanlegum gerjunarummerkjum. Henda svo inn í kælinn og gerja við ca 10°c.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Jæja Meistarar

Post by Andri »

Robert wrote:andri hvernig ger, hvað mikið magn í hvað mikið magn af wort?
23 lítra, wyeast danish lager ger pakka, man ekki hvað mikið af geri það er... en það ger hafði týnst hjá póstinum í viku eða tvær og bólgnaði ekkert svo mikið upp..
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply