Virkileg leiðindi

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
icegooner
Villigerill
Posts: 25
Joined: 21. Aug 2009 17:40

Virkileg leiðindi

Post by icegooner »

Rétt í þessu var ég að klára að henda Coopers Draught í fötu, en lenti í miklum leiðindum vegna hugsunarleysis.

Þau voru þannig að ég hugsaði ekki út í að hitamælirinn þolir ekki þann mikla hita sem kemur úr vatninu sem ég set ofan í tunnina á eftir sýrópinu og sykrinum. Ég semsagt hef hitamælinn ofan í tunnunni til að vita hvenær hitastigið er minna en 25°c svo ég geti sett gerið ofan í, þegar ég er búinn að fylla uppí 23 lítra með köldu vatni veiði ég hitamælinn upp úr og sé að eitthvað er nú skringilegt í gangi. Kemur í ljós að hann hefur sprungið útaf heita vatninu, glerið er brotið á botninum á mælinum.

Ég reikna með því að bjórinn sé ónýtur, en vildi sjá hvað menn hafa að segja áður en ég helli þessu niður. Ef það hjálpar þá var þetta svona venjulegur hitamælir sem hékk utan á húsinu mínu, pabbi heldur að þetta hafi verið spritt mælir.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Virkileg leiðindi

Post by kristfin »

en að sigta bjórinn í gegnum grisju, sjóða hann í korter, kæla niður og bara gerja hann.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Virkileg leiðindi

Post by sigurdur »

Vandamálið er trúlega hitamælisvökvinn ... ég veit ekki hvað var í þessum mæli hjá þér, en ef þetta var ekki silfurlitaður vökvi, þá ertu mun öruggari strax tel ég.

Eins og Kristján sagði, mögulega gott að sía í gegn um grisju, en reyndu að hafa hana sótthreinsaða.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Virkileg leiðindi

Post by Eyvindur »

Ég segi þetta vanalega aðferð, en í þessu tilfelli, helltu þessu niður. Það er aldrei þess virði að taka sénsinn á því að vera með glerbrot í bjórnum. Minnstu agnir geta komist í gegnum grisju eða eitthvað, allavega fræðilega séð, og ég veit ekki með þig, en mér finnst það ekki þess virði að taka sénsinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Virkileg leiðindi

Post by ulfar »

Notaður kjöthitamæli - þeir eru bestir.
Image
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Virkileg leiðindi

Post by Idle »

ulfar wrote:Notaður kjöthitamæli - þeir eru bestir.
Image
Ef þeir þola raka. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Virkileg leiðindi

Post by Öli »

Hvað vökvar í mælinum varðar, þá myndi ég ekki stóla á að það væri hreint etanhól í honum. A.m.k. 'spritt' mælirinn sem ég átti hafði kvarða upp í 110 °C. Svo mér finnst líklegt að það það hafi verið eitthvað annað en ethanól í honum, því það sýður við um 78 °C (án þess að ég viti neitt um hitamæla).

Hvað var bilið á kvarðanum á honum ?

Ef þetta var mælir serm var ætlaður í matvælaiðnað, þá myndi ég halda að þetta væri ekki baneitrað sem var í honum og myndi hafa litlar áhyggjur af því. Hvar keyptirðu mælinn ?

Hvað glerbrotinn varðar myndi ég ekki hafa áhyggjur af þeim. Gler er töluvert þyngra en ger svo allt ætti að setjast á botninn í lokinn. Skildu bara vel eftir í botninum á kútnum.

Having said that... þá kosta Coopers kittin ekki svo mikið svo að skaðinn er senninlega ekki gífurlegur fjárhagslega, meira svona andlega myndi ég halda.

Í versta falli geturðu gerjað þetta og drukkið þetta sjálfur en ekki boðið vinum þínum með.

Nánar um Alkahólmæla http://en.wikipedia.org/wiki/Alcohol_thermometer
icegooner
Villigerill
Posts: 25
Joined: 21. Aug 2009 17:40

Re: Virkileg leiðindi

Post by icegooner »

Heyriði það er of seint að sigta, sjóða og kæla þar sem ég henti gerinu bara í eftir að ég fattaði þetta, just in case að hann væri ekki ónýtur.

Annars er þetta hitamælir sem er víst búinn að vera utaná húsinu mínu síðan við fluttum inn, semsagt í 19 ár eða meira, og það var pottþétt ekki kvikasilfur í honum.
Kvarðinn náði frá 50°c niður í -50°c.

Ég hafði svosem engar áhyggjur af glerbrotunum, hafði einmitt planað að skilja eftir vel í botninum ef ég léti verða að því klára hann. Ég hafði meiri áhyggjur af innihaldinu í mælinum.

Ég sé enga merkingu frá framleiðanda á mælinum þannig ég get ekkert kannað hvað var inn í mælinum. Þá er spurning hvað maður skildi gera...
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Virkileg leiðindi

Post by Andri »

Ég myndi hella þessu niður, voru einhverjar blýkúlur eða eitthvað í mælinum?
Ég hef séð marga svona þræði á homebrewtalk þar sem menn missa mælana sína og brjóta þá ofan í, margir með blýi og öðrum óþvera.
Veit ekki hvernig mæli þú varst með, en þú þarft að finna út úr því hvaða efni eru í mælinum, ef það tekst ekki þá myndi ég hella þessu
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
icegooner
Villigerill
Posts: 25
Joined: 21. Aug 2009 17:40

Re: Virkileg leiðindi

Post by icegooner »

ég náði að spotta eitthvað micro logo aftaná mælinum, tfa, og fann ég sama mæli á síðunni þeirra:

Image

Nú er barað senda þeim meil og spurja hvað sé nákvæmlega í þessum mæli, eða var fyrir allavega 20 árum ef það hefur eitthvað breyst. Vonandi er það eitthvað skaðlaust.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Virkileg leiðindi

Post by Öli »

Fyrst þetta var svona týpiskur útihitamælir þá var þetta senninlegast litað alkahól í honum. Svo er spurning hvort þetta var ethanól, methanól eða eitthvað annað?. Í öllu falli held ég að þetta sé svo lítið magn að þér verði ekki meint af því.

Það væri annars gaman að vita hversu mikið af methanóli verður til við venjulega gerjun, Stulli gæti e.t.v. svarað því ?

Andri nefnir blý í mælinum. Stundum er blý á botninum í mælunum til að þeir liggi lóðréttir í vökvanum. Þú hefðir séð það eða fundið það hefði það verið. Valda 10 grömm af blýi sem liggja í ~21°c vökva í 2 vikur eitrun ? Veit ekki. Held ekki.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Virkileg leiðindi

Post by Eyvindur »

Ertu í alvörunni tilbúinn að taka sénsinn á glerflísum í meltingarveginn út af ódýru Coopers kitti?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Virkileg leiðindi

Post by Idle »

Eftir því sem ég kemst næst, er metanól framleiðslan meiri við gerjun ávaxta en korns. Í brandí og léttvíni má búast við um 0,4% til 1%, og enn minna í bjór. Sjá Home Distillation of Alcohol. Þannig að 10 ml. af metanóli út í 20 lítra af bjór er eins og dropi í hafið.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
icegooner
Villigerill
Posts: 25
Joined: 21. Aug 2009 17:40

Re: Virkileg leiðindi

Post by icegooner »

Eyvindur wrote:Ertu í alvörunni tilbúinn að taka sénsinn á glerflísum í meltingarveginn út af ódýru Coopers kitti?
Ég er ekki að segja það endilega, ég er barað skoða alla möguleika :)

Ef draslið úr hitamælinum reynist vera skaðlaust, get ég síað bjórinn áður en hann fer í flöskurnar? Hvernig er þetta með gerið, gæti ég búið mér til eitthvað gott unit og síað glerið ofan í annað ílát eða messar það eitthvað fyrir eftirgerjuninni? Notað þá grisju eða eitthvað sambærilegt...
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Virkileg leiðindi

Post by Idle »

Þú gætir líklega notað fína síu, en þyrftir áreiðanlega að bæta við smáræði af geri saman við áður en þú setur á flöskur.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Virkileg leiðindi

Post by sigurdur »

Ef þú ætlar að taka "eftirgerjun" sem að er oft ekki í raun og veru gerjun heldur bara öldrun og meðferð á bjórnum (leyfa geri og öðrum fljótandi hlutum að falla úr bjórnum og á botninn), þá þarftu ekki að taka gerið úr fyrra gerjunaríláti þar af leiðandi þarftu ekki að hafa þetta miklar áhyggjur af glerbroti sem að er á botni ílátsins (gler er eðlisþyngra en bjórlögur).
Hinsvegar þá kom Eyvindur með mjög góðan punkt, hvers vegna að hætta á glerbroti í bjórinn fyrir 3.000 króna coopers kit sem að tók ekki sérlega mikla fyrirhöfn að útbúa (miðað við aðrar aðferðir)?
Þó þú síar bjórinn þegar þú fleytir hann, þá er það ekki 100% örugg aðferð að öll glerbrotin fari úr bjórnum. Ef þú myndir fá svona litla flís í meltingarveginn og mögulega út í æðakerfið, þá ættiru það á hættu að stytta lífsaldur þinn töluvert.

Agnarsmá glerbrot eru mjög hættulegur hlutur og er eitthvað sem að þeir sem vinna með ljósleiðara eru mjög meðvitaðir um. Ef svona agnarsmá glerbrotsflís (minni en millimeter meir að segja) kemst í æðakerfið, þá er ómögulegt að gera sér grein fyrir hver afleiðingin verður.

Ég er á því að þú eigir bara að hella þessu niður vaskinn og byrja upp á nýtt, það er öruggara.
icegooner
Villigerill
Posts: 25
Joined: 21. Aug 2009 17:40

Re: Virkileg leiðindi

Post by icegooner »

Já ég er ekki frá því að ég geri það eftir þessi svör frá ykkur
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Virkileg leiðindi

Post by arnilong »

Mér lýst bara ekkert á það að halda þessum bjór. Ef að ég hefði átt þennan bjór og sett á flöskur með miklum sigtunarkúnstum væri ég samt mjög meðvitaður um að kannski væri glerbrot í næsta sopa, svo að ég væri virkilega ekki að njóta hans heldur bara paranoid yfir þessu kannski-glerbroti sem gæti drepið mig.

En fokkitt, ég lifi á bláþræði og verð fullur af þessu 8-)
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Virkileg leiðindi

Post by arnilong »

En án djóks, ef þú ætlar að treysta á þetta skaltu ekki bjóða vinum þínum uppá þetta.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Virkileg leiðindi

Post by Oli »

Ef hann mætir svo með 23 lítra skammt á októberfestið þá vitum við hverju má búast við :mrgreen:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Virkileg leiðindi

Post by Andri »

Ekki einu sinni yfirmaður förgunardeildar tekur við þessu.
Öli wrote:. Valda 10 grömm af blýi sem liggja í ~21°c vökva í 2 vikur eitrun ? Veit ekki. Held ekki.
Tilnefni þig sem tilraunardýr.
sigurdur wrote: Agnarsmá glerbrot eru mjög hættulegur hlutur og er eitthvað sem að þeir sem vinna með ljósleiðara eru mjög meðvitaðir um. Ef svona agnarsmá glerbrotsflís (minni en millimeter meir að segja) kemst í æðakerfið, þá er ómögulegt að gera sér grein fyrir hver afleiðingin verður.
Ég stakk mig einu sinni með ljósleiðara af slysni, djöfull var ég hræddur.. vissi ekkert hvað átti ég átti að gera. Maður gat varla unnið maður var svo stressaður.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Virkileg leiðindi

Post by sigurdur »

sigurdur wrote: Agnarsmá glerbrot eru mjög hættulegur hlutur og er eitthvað sem að þeir sem vinna með ljósleiðara eru mjög meðvitaðir um. Ef svona agnarsmá glerbrotsflís (minni en millimeter meir að segja) kemst í æðakerfið, þá er ómögulegt að gera sér grein fyrir hver afleiðingin verður.
Ég stakk mig einu sinni með ljósleiðara af slysni, djöfull var ég hræddur.. vissi ekkert hvað átti ég átti að gera. Maður gat varla unnið maður var svo stressaður.[/quote]
Já, ég skil þig mjög vel þar. Versti hluturinn er samt ekki núið, heldur framtíðin. Ef leiðarinn hefur brotnað og brotið komist í blóðstreymið, þá er trúlega það versta sem að gerist að það festist í einhverjum æðaveggnum þar til að þú verður fimmtugur og byrjar t.d. að hreyfa þig meir en venjulega með þeim afleiðingum að brotið fari af stað og valdi usla.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Virkileg leiðindi

Post by valurkris »

Þessvegna teipa ég alltaf endann á ljósleiðara um leið og ég fæ hann í mínar hendur
Kv. Valur Kristinsson
Post Reply