Pæling varðandi bjórdóma

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Pæling varðandi bjórdóma

Post by Hjalti »

Þarf ekki að fylgja einhverjum vissum reglum þegar maður er að dæma bjóra.

Hvað þarf að pæla í, hvað maður metur og svo framvegis? Væri gaman að setja upp svona reglur um hvernig maður dæmir þá til þess að auðvelda leikmönnum :)

:write:
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Stulli »

Hmm...

Það er voðalega erfitt að setja upp einhverjar almennar reglur því að hver og einn upplifir og bragðar hlutina á sinn hátt. Þess vegna er ekkert rétt eða rangt í þessu. Mér finnst alltílagi að halda þessu fyrirkomulagi að fólk ræði um hvernig að það upplifi hinn og þennan bjór.

Það væri hinsvegar etv hægt að skoða það í framtíðinni að félagið myndi skipuleggja námskeið (eins óformlegt eða formlegt og fólk vill hafa) þar sem að farið er í gegnum hvaða lykt og bragð er hvað með því að "spike"-a bjóra með flavor aktívum efnum, svona svo að það séu allir á sama blaði í lýsingum.

Kannski er eina reglan bara reyna að dæma á sem sanngjarnastan og hlutlægastan hátt? Og náttúrulega hafa gaman að :beer:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Korinna »

En ef maður mundi suðurlíða þetta aðeins:

1. Hvernig hellist bjórinn í glasið
2. Hvernig litur hausinn út, hversu mikil froða, loftkennd eða þett, hvernig er hún á lítinn?
3. Hvernig lyktar bjórinn, humlar eða malt?
4. Hvernig bragðast fyrsti sopinn, sætt, súrt, beiskt?
5. Hvernig er að hafa bjórinn í munninum, frekar þettur eða vatnskenndur, teygjanlegur eða eins og gos?
6. Hvernig eftirbragð er bjórinn með, beiskur humall eða sætt malt?
7. Útlit
8. persónuleg skoðun, e.t.v. stjörnugjöf

hugmyndir teknir af http://beer.about.com/od/howtotastebeer ... teBeer.htm
Last edited by Korinna on 10. May 2009 20:07, edited 2 times in total.
man does not live on beer alone
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Eyvindur »

Samt eitt... Nú eru mikil vísindi og umdeild, hvernig á að hella bjór í glas. Margir breskir bjórar eiga til dæmis að vera þannig að hausinn sé eins lítill og hægt er (mild og bitter, ef mér skjátlast ekki). Þeim þarf þá að hella eins varlega og hægt er, til að fá engan haus. Pilsner á hinn bóginn á að hella beint niður og fá sem mesta froðu, bíða og hella meira. Í Þýskalandi er sagt að sé pilsner hellt rétt í glas eigi það að taka sjö mínútur. Mér finnst hæpið að taka svona hluti með í bjórdóm, þegar fólk hellir bjórnum á mjög misjafnan hátt.

Ég held að það sé best eins og Stulli segir, að lýsa bara sem best sinni upplifun.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Stulli »

Jú algerlega. Ætli það hafi ekki verið sem að Hjalti var að meina :oops:

Það er alveg tilvalið að ákveða eitthvað sundurliðunar format fyrir bjórdómana svo að það sé samræmi í þessu.

Sjálfur sundurliða ég á þennan hátt þegar að ég greini og dæmi bjóra:

Útlit - litur, tærleiki, froða o.s.frv.
Lykt
Bragð
Áferð
Heildarsvipur/persónuleg skoðun
Last edited by Stulli on 10. May 2009 17:47, edited 1 time in total.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Stulli »

Að hella bjór í glas, það er heill skóli útaf fyrir sig :D

Ég hef nú þann háttinn á að hella kröftulega. Með því losnar mesta lyktin úr læðingi auk þess sem að maður getur séð hvað froðan heldur sér lengi.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by halldor »

Ég mæli með því að í bjórdómum okkar, sem og öðru bjórspjalli, skulum við hafa í heiðri orð þeirra BeerAdvocate bræðra: "Respect Beer".

Það getur verið leiðilegt að sjá einhvern tala illa um uppáhalds bjórinn/stílinn þinn bara út af því að hann hefur annan smekk en þú. Sem sagt dæma bjórana út frá því sem þeir eru að reyna að vera en ekki út frá því sem þú vilt að þeir séu.
Plimmó Brugghús
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Andri »

Ég hellti Thule "venjulega" í glas áðan, kláraði hann og svo hellti ég öðrum kröftuglega og tók mér smá tíma í það eins og Eyvindur sagði um pilsen bjóra(Thule sækir fyrirmynd sína í pilsen bjóra stendur aftan á flöskunni). Ég verð að segja að þetta er bara allt annar bjór :skal:
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Eyvindur »

Halldór: +1. Lágmarkskurteisi.

Ég hlakka til ad prófa thetta med pilsnerhellinguna á Urquell.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Stulli »

halldor wrote:Ég mæli með því að í bjórdómum okkar, sem og öðru bjórspjalli, skulum við hafa í heiðri orð þeirra BeerAdvocate bræðra: "Respect Beer".

Það getur verið leiðilegt að sjá einhvern tala illa um uppáhalds bjórinn/stílinn þinn bara út af því að hann hefur annan smekk en þú. Sem sagt dæma bjórana út frá því sem þeir eru að reyna að vera en ekki út frá því sem þú vilt að þeir séu.
Nákvæmlega :skal:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Hjalti »

Mjög góður punktur, spurning um að skrifa niður lámarks upplýsingar sem bjórdómurinn verður að innihalda til þess að geta hjálpað fólki og svo líka kurteysisreglur :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Eyvindur »

Já, en svo þurfum við kannski ekki að hafa miklar áhyggjur af því, þannig. Ég er til dæmis væntanlega ekki að fara að dæma létta lagera, þar sem ég er ekki hrifinn af þeim og eyði þar af leiðandi ekki peningum í þá... Þar sem við þurfum jú flest að kaupa bjórinn sem við rýnum hljótum við að nálgast þá með opnum huga. Og ég vona að enginn fari að skrifa einhverja níðdóma um bjór sem viðkomandi hefur þótt vondur eftir minni...

En allur er varinn góður... Einhver mætti endilega taka sig til og skrifa smá reglupóst hérna, sem fólk getur glöggvað sig á. Aðgát skal höfð í nærveru bjórs.

Ein pæling, svo allrar sanngirni sé gætt... Ætti kannski að vera korkur fyrir víndóma? Eða er kannski til nóg af svoleiðis síðum fyrir? Ekki það að ég sé að fara að dæma vín, enda kaupi ég slíkt svo sjaldan, en kannski er það eitthvað sem einhverjir hafa áhuga á?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Hjalti »

Spurning hvot það ætti að vera bara eitt forum sem heitir Dómar, undir því, bjórdómar, víndómar og cider dómar...
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Eyvindur »

Því ekki það? Veit ekki hversu mikið er hægt að dæma af cider og miði, þar sem þetta er illfáanlegt hér á landi... Kannski frekar bara "aðrir dómar" fyrir slíkt? En það væri kannski hægt að hafa eitt fyrir dóma um bjór/víngerðarsett. Einhverjir okkar hafa pantað bjórgerðarsett að utan, og kannski mætti alveg skrifa dóma um settin sem fást hér á landi, ekki síst ef þau verða margbrotnari í framtíðinni en verið hefur. Og auðvitað er gott úrval til af víngerðarsettum hér á landi, og það gæti verið gott fyrir forvitna að sjá dóma um einhver þeirra.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Andri »

Það er eitthvað um mjöð í ríkinu.
+1 við því að virða bjórinn, respect the beer.
Það er góð pæling með að búa til sér svæði fyrir alla dómana.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Eyvindur »

Er mjöður í ríkinu?! Vá, hvað ég hef leitað illa... Nema þetta sé eitthvað nýtt. Man að vinur minn frá BNA leitaði lengi að miði, og spurðist fyrir, en hann sagði að þetta væri ófáanlegt með öllu hérna... Verð að tékka á því, ef þeir eru komnir með þetta...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Andri »

Amma verzlaði þetta allavegna um daginn. Þetta er einhver pólskur mjöður, veit ekki nákvæmlega hvernig samt .. það eru held ég einhver 3 orð yfir mjöð í póllandi allt eftir hunangs & vatns sykurhlutfalli
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Eyvindur »

Ertu viss um að það sé ekki eftir því hverju er bætt út í? Ávöxtum og kryddi og þannig? Veit að ávaxtamjöður heitir melomel (minnir mig... stafsetning?)...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Andri »

# Czwórniak — A Polish mead, made using three units of water for each unit of honey
# Dwójniak — A Polish mead, made using equal amounts of water and honey
# Półtorak — A Polish mead, made using two units of honey for each unit of water
# Trójniak — A Polish mead, made using two units of water for each unit of honey.

# Melomel — Melomel is made from honey and any fruit. Depending on the fruit-base used, certain melomels may also be known by more specific names (see cyser, pyment, morat for examples)

Wikipedia.org
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Eyvindur »

Magnað... Alltaf lærir maður eitthvað nýtt...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Stulli »

Hér eru upplýsingar um pólsku miðina í ríkinu:

http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... me=Lettvin

Ég er búinn að kaupa nokkrar flöskur, bara hef ekki enn haft tækifæri til að smakka á þeim.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by halldor »

Stulli wrote:Hér eru upplýsingar um pólsku miðina í ríkinu:

http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... me=Lettvin

Ég er búinn að kaupa nokkrar flöskur, bara hef ekki enn haft tækifæri til að smakka á þeim.

Svo þarf að velja "ávaxtavín" i undirflokki
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Eyvindur »

Eða skrifa "mjöður" inn í leitargluggann.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Pæling varðandi bjórdóma

Post by Stulli »

úbbs :oops:

já, eða velja framleiðsluland: Pólland
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply