Nafni kom meskikerinu saman fyrir mig í gærkvöld/nótt, en Viton hringirnir virka ekki nógu vel. Örlítill leki er á ytra byrðinu, og ég orðinn óþreyjufullur. Því ætla ég að láta slag standa, og er búinn að vigta korn og humla í Idle's Old Ale. Bíð bara eftir að vatnið sjóði svo ég geti byrjað meskinguna. Það er komið upp í 62°C núna, svo það er ekki langt eftir.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Það er glæsilegt að sjá það að þetta hafi staðist þessa frumraun.
Viton hringirnir eru allavegana ekki góðir í þetta verkefni. Ég bíð spenntur eftir því að fá sílikon hringi svo að það sé hægt að þétta þetta almennilega.
Þetta var mash in/mash out hjá mér. 70°C mash in í 45 mínútur, datt niður í 67°C. 75°C mash out síðustu 10 mínúturnar, datt niður í 64°C þar sem ég var með minni pott til vara en ég áætlaði (klaufaskapur, ekkert annað). Annars var þetta mjög gott, og OG eftir meskingu var 1.073 (áætlað 1.072).
Ég hugsa að ég bölvi Viton hringjunum varlega eftir þessa frumraun, þó það liti ekki vel út um tíma. Má vera að þeir séu ekki eins auðveldir í meðhöndlun og sílikonið, en ég efast ekki um gæðin.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Dotinn niður í 1.031, reikna með 1.018 til 1.020. Smakkaði mælisýnið í kvöld, og bragðaðist og ilmar einkar vel. Það var allt öðruvísi en það sem ég hef bragðað áður, en kom mjög notalega á óvart, engu að síður. Ferskara en þegar ég var með maltsírópið - mun ferskara,
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.