Ég fékk mín element í verslun sem að mig minnir að heiti Verkfæralagerinn eða eitthað álíka.
Verslunin er ská á móti Góða Hirðinum. Elementið kostar 4.000 kr. þar.
Næsti staður sem að hægt er að kaupa svona er í Heimilistækjum, þá kostar elementið 5.000.
Ég gerði svosem ekki neitt neitt til að einangra, ég útbjó bara gat og setti sílikon pakkninguna sem að fylgdi elementinu.
Plastpotturinn er 3mm að þykkt, gatið sem að ég gerði er 38mm. Gatið í hraðsuðukatlinum er 39mm, en 38mm var þröngt mál og þetta smellpassaði saman (mátti engu muna samt).
Þið getið skoðað plastpotts albúmið hér með hlekknum að neðan.
http://s810.photobucket.com/albums/zz23 ... oil%20pot/" onclick="window.open(this.href);return false;
Þið getið skoðað myndböndin á youtube síðunni minni (mun fljótvirkari en photobucket)
http://www.youtube.com/SigurdurGudbrands" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég prófaði þéttnina í pottinum með því að fylla yfir elementin, og það lak ekkert.
Því næst setti ég um 55 lítra í pottinn, og samt lak hann ekki. (ég er mjög sáttur)
(Vatnið er mjög gruggugt á myndinni, þessi krani hefur ekki verið notaður í ár og aldir held ég)
Eftir þetta, þá setti ég um 15 lítra af hreinu vatni í pottinn ("ís"kalt .. kanski um 7-9 gráður) og fór með pottinn inn á verkstæði þar sem að ég kveikti á báðum elementunum.
Ég var því miður ekki með hitamæli þannig að ég gat ekki stundað mjög nákvæm vísindi í sambandi við hitann. Það tók um 35 mínútur að ná upp þokkalega suðu (frá 7-9 gráðum og upp í 100).
Upp á grínið þá ákvað ég að mæla straumtökuna á elementunum og get núna staðfest það sem að ég hef sagt áður, það er ekki möguleiki á því að þessi element taki eins mikinn straum og þau segjast taka.
Spennan á línunni var 218 V og straumurinn mældist um 7,5 A. Það gerir um 1635W, sem er ekki 1850W miðað við 220V eins og bæklingarnir segja. Tvö element taka því 3200-3300 W, en þau nýtast ekki öll í að búa til hita.
Það er hægt að nota tvö element á 16A lögn, en búast má við að það slái út við þriðja elementið.