Ágæti plastsuðupotta

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Til að bægja burt öllum efasemdum um að plastpottar séu ekki nothæfir í bruggun þá skelli ég 2 hlekkjum,
http://www.jimsbeerkit.co.uk/forum/view ... =6&t=24638" onclick="window.open(this.href);return false;
og
http://www.jimsbeerkit.co.uk/forum/view ... 39#p272628" onclick="window.open(this.href);return false;

Fyrri hlekkurinn sýnir plastpott sem að búinn til úr mango-chutney tunnu og seinni hlekkurinn sýnir bruggunina með þessum potti.

http://www.youtube.com/watch?v=L2kGGh6Y ... re=channel" onclick="window.open(this.href);return false;

Þessi hlekkur að ofan beinir á myndband sem að sýnir suðu með plast potti.

Elementin sem að eru notuð eru úr hraðsuðukötlum.

Njótið.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Hjalti »

ú!

Þetta kveikir þokkalega í manni aftur!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Better yet ... ég var að smíða eina áðan, ég tók video og allar græjur .. er bara að elda akkúrat núna, en ég pósta einhverntímann um 9 býst ég við ...
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Hjalti »

Mig vantar annað element úr hraðsuðukatli! Byko á þetta ekki til eins og er... Hvar fékkstu þín element og hvernig einangraðir þú þetta?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Ég fékk mín element í verslun sem að mig minnir að heiti Verkfæralagerinn eða eitthað álíka.
Verslunin er ská á móti Góða Hirðinum. Elementið kostar 4.000 kr. þar.
Næsti staður sem að hægt er að kaupa svona er í Heimilistækjum, þá kostar elementið 5.000.
Ég gerði svosem ekki neitt neitt til að einangra, ég útbjó bara gat og setti sílikon pakkninguna sem að fylgdi elementinu.

Plastpotturinn er 3mm að þykkt, gatið sem að ég gerði er 38mm. Gatið í hraðsuðukatlinum er 39mm, en 38mm var þröngt mál og þetta smellpassaði saman (mátti engu muna samt).
Image

Þið getið skoðað plastpotts albúmið hér með hlekknum að neðan.
http://s810.photobucket.com/albums/zz23 ... oil%20pot/" onclick="window.open(this.href);return false;
Þið getið skoðað myndböndin á youtube síðunni minni (mun fljótvirkari en photobucket)
http://www.youtube.com/SigurdurGudbrands" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég prófaði þéttnina í pottinum með því að fylla yfir elementin, og það lak ekkert.
Því næst setti ég um 55 lítra í pottinn, og samt lak hann ekki. (ég er mjög sáttur)
(Vatnið er mjög gruggugt á myndinni, þessi krani hefur ekki verið notaður í ár og aldir held ég)
Image

Eftir þetta, þá setti ég um 15 lítra af hreinu vatni í pottinn ("ís"kalt .. kanski um 7-9 gráður) og fór með pottinn inn á verkstæði þar sem að ég kveikti á báðum elementunum.
Ég var því miður ekki með hitamæli þannig að ég gat ekki stundað mjög nákvæm vísindi í sambandi við hitann. Það tók um 35 mínútur að ná upp þokkalega suðu (frá 7-9 gráðum og upp í 100).
Image
Image

Upp á grínið þá ákvað ég að mæla straumtökuna á elementunum og get núna staðfest það sem að ég hef sagt áður, það er ekki möguleiki á því að þessi element taki eins mikinn straum og þau segjast taka.
Spennan á línunni var 218 V og straumurinn mældist um 7,5 A. Það gerir um 1635W, sem er ekki 1850W miðað við 220V eins og bæklingarnir segja. Tvö element taka því 3200-3300 W, en þau nýtast ekki öll í að búa til hita.
Það er hægt að nota tvö element á 16A lögn, en búast má við að það slái út við þriðja elementið.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by valurkris »

Þetta er flott hjá þér, einmitt svipað og það sem að ég hafði í huga,

Hvaða tunna er þetta, er þetta það sem að saltkaup er með?
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Oli »

Þetta er flott, ég hefði ekkert á móti því að eiga eina svona til að hita skolunarvatnið....
Btw þá eru þetta mest spennandi vídeómyndir sem ég hef séð á laugardagskvöldi í langan tíma :beer:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

valurkris wrote:Hvaða tunna er þetta, er þetta það sem að saltkaup er með?
Já, þetta er tunnan sem að saltkaup er með.
Hún kostar tæpar 2700 krónur (hálf síldartunna) og það er ekki hægt að borga með korti.

Þegar ég var að sjóða með tunnunni, þá varð plastið aðeins mýkra. Það var samt ekkert til þess að hafa neinar áhyggjur af (ég átti auðveldara með að ráðskast með plastið þegar það var komið í 70+ °c). Ég reyndi að láta tunnuna leka með því að fikta eins og ég gat í elementinu utan við tunnuna (auðvitað var rafmagnið tekið af á meðan) en þetta stóðst þá prófun, enginn leki.
Oli wrote:Þetta er flott, ég hefði ekkert á móti því að eiga eina svona til að hita skolunarvatnið....
Btw þá eru þetta mest spennandi vídeómyndir sem ég hef séð á laugardagskvöldi í langan tíma :beer:
Takk fyrir það :)
Potturinn mun vera notaður bæði til að hita skolunarvatnið og til þess að sjóða virtinn.

Ég á bara eftir að bæta við hitamæli, vökvahæðamæli (mæla magn vökvans) og krana.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Hjalti »

Hvar fékkstu svo þessa tunnu? Ekki er þetta síldartunnan fræga?

Lítur ekki smá vel út!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Jú, mikið rétt. Þetta er hin fræga hálfa síldartunna.
Áður en ég sá hana þá bjóst ég við blárri tunnu með rauðu loki, en þetta endaði á að vera hvít tunna með appelsínugulu loki.

Ég tel einnig að þetta geti verið frábærar gerjunartunnur, ef maður skyldi vera með eitthvað 50 lítra brugg í gangi.

Hjalti, hvenær á að klára þínn pott?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Hjalti »

Þarf að finna mér elementið og einhverja græjju til að búa til gat og svo klára ég þetta.

Er ekki alveg nægilega handlæginn í þetta dót alltsaman.... en það lærist vona ég :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Græjan til að gera gatið heitir hringsög (oftast notað svoleiðis a.m.k.).
Ég keypti eitthvað drasl sett í Byko í dag (kostar tæpann þúsundkall), en ætlaði mér að kaupa ekta 38mm hringsög. Fyrir einhverja ástæðu þá hef ég ekki fundið svona hringsög í Byko eða húsasmiðjunni síðastliðinn mánuð, þó búinn að fara og fá lof um að þeir muni koma. Ég geng alltaf að tómum rekka í þessari stærð með fulla rekka í öllum öðrum stærðum.

Ef þú ert í hallæri þá getur þú fengið þetta að láni ásamt ráðgjöf í hringsögun.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Hjalti »

Ég var immit að skoða svona bora í europris í dag og þeir kostuðu tæpan 5000 kall!

Þótti það full blóðugt og hætti eginlega við ....
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Ef þetta eru ágætis borar, þá er það ekki slæmt verð fyrir heilt sett. Ein góð hringsög kostar 2400kr. í húsasmiðjunni.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Andri »

Erum við að tala um dósabora eins og við rafvirkjar köllum það?
Image
þetta lúkkar vel, úr hvaða plasti er þessi tunna, polypropylene (pp)?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Ég myndi nú ekki kalla þetta dósabor þar sem að þessi stærð (38mm) er ekki notuð svo ég viti til til þess að bora fyrir dósum, en þetta er það sama.
Tunnan er úr High-density polyethylene (HDPE).
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Getur umsjónarmaður stungið þessum þræði í GÞS korkinn?
Hjortur
Villigerill
Posts: 13
Joined: 23. Jul 2009 23:49

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Hjortur »

Flott græja ! Sjálfur fékk ég gefins bláa svona tunnu og sníkti síðan þvottavélar element hjá einhverjum viðgerðarkalli. Elementin eru tvö og taka svo mikinn straum að ég þarf að nota eldavélartengilinn til að þetta gangi. Ég nota bæði til að ná upp suðu en slekk síðan á öðru þeirra.
Á einu elementi bull sýður svo að ég er að vinna í að græja búnað til að stilla hitann eitthvað.
Mágur minn stingur upp á að nota bakaraofns thermostat. Einhverjar betri hugmyndir ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Það fer eftir hvað þú vilt.
Ef þú vilt gera þetta með einhverjum 2-3 stillingum, þá getur þú notað stór hitaþolin viðnám og rofa til þess að stýra þessu.
Það væri náttúrulega flottast hjá þér ef þú værir með 2 gamaldags fjögurra stöðu rofa (úr gömlum eldavélum) til þess að stýra hitanum, en þau myndu tengja ákveðið mörg viðnám í seríu til þess að veita spennu að elementinu.

Annars eru margar leiðir færar í þessu.
Óskar
Villigerill
Posts: 10
Joined: 13. Jul 2009 23:01

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Óskar »

Til að stilla hitann á þessu væri hægt að nota PTC-viðnám sem slær út hitöldunum.

Hægt er að fá PTC-viðnám fyrir ýmis hitastig t.d. við 100°C. Myndi þá viðnámið slá út hitöldunum þegar hitinn nær 100°C og setja þau svo aftur inn þegar hitinn fellur aftur. Við þetta yrði reyndar dálítið álag á spóluna/relayið sem stjórnar hitöldunum en ef þessir pottar eru ekki notaðir alla daga þola þeir nú alveg þokkalegt álag. Einnig mætti hafa annað hitaldið handstýrt.

Þetta er held ég þægilegasta (og ódýrasta) leiðin til að stjórna hitanum sjálfkrafa. Hægt er að kaupa iðntölvur sem stjórna hitanum þannig að hann sveiflist nær ekkert en það kostar allt mun meira.

p.s. það er náttúrulega líka hægt að taka stýringuna úr hraðsuðukötlunum til að stjórna hitöldunum en þau eru í raun bara PTC-viðnám (að ég held). ;) Maður þyrfti þá bara að breyta rásinni þannig að þegar hitinn fellur slær þetta aftur hitöldunum aftur inn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Það er svosem ekkert að því í hugmyndinni að nota bara ptc sem að slær út segulliða, en þú gætir átt von á svo mikið af rafmagnstruflunum í húsinu (sem að skemma bæði glóperur og sjónvörp/tölvur/skjái/annað viðkvæmt og óvarið) ef þú ert að reyna að halda 100°c stöðugum.
Þó að það fari eftir einangrun ílátsins hversu vel hitastigið helst, þá er þessi aðferð ekki mjög sniðug vegna þess að þú þarft að halda sterkri suðu í gangi í a.m.k. 60 mínútur til að sjóða óæskileg efni úr virtinum.

En ástæðan fyrir því að ég nefndi viðnám í seríu við hitaelement er vegna þess að það getur verið gott að minnka strauminn og viðhalda samt sem áður góðri suðu á virtinum, en það gæti reynst erfitt að gera með PTC viðnámum ímynda ég mér.

Góð hugmynd samt.
Óskar
Villigerill
Posts: 10
Joined: 13. Jul 2009 23:01

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Óskar »

Það væri nú kannaski heldur mikið flökt á suðunni ef PTC-viðnámin væru notuð auk þess sem toppar á rafkerfi hússins væri frekar slæmir. Hins vegar eru 2kW ekkert svakalegt en aftur á móti eru sjónvörp og annar rafbúnaður líka viðkvæmur. :|

Það myndi náttúrulega virka vel að hafa 4 mismunandi stillingar af raðtengdum viðnámum ef suðan þarf að vera góð en ekki bara ná 100°C
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by Andri »

einfaldast bara að skella thermostati að mínu mati....gætir flækt málin en ... til hvers?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by hrafnkell »

Thermostat smermostat...

Ég henti þessum saman í dag, úr 2x 2000w hitaelementum úr rúmfatalagernum, pípulögnum úr vörukaup og 60l fata úr sigurplast. Kostnaður ca. 10-11þús með öllu. Ég notaði vínylpakkningar til að þétta. Ég gerði smá tilraun með 20l af vatni, ísköldu úr krananum og það er um 30mín að byrja að sjóða. Mér finnst það í hærra lagi, en þessvegna gerði ég ráð fyrir 2x elementum í viðbót, og þau fara í á morgun :)

Image
Image
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ágæti plastsuðupotta

Post by sigurdur »

Þetta er flott hjá þér.
Nú vantar þig bara vatnshæðarsjá til þess að geta mælt vökvamagnið í pottinum :)
Hversu mjúkt verður plastið við suðu? Lekur meðfram krananum ef þú hreyfir við honum (þjösnast viljandi)?
Post Reply