Timburmenn

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Timburmenn

Post by Bónusbruggarinn »

Síðustu vikur hef ég komist að merkilegri niðurstöðu. Hún er einfaldlega sú að gagnvart timburmönnum er áfengi ekki sama og áfengi. Eiginlega þveröfugt við það sem ég hafði áður talið. Ég hef aldrei verið trúaður á ýmsar kenningar varðandi timburmenn, heldur einfaldlega talið að maður verði þunnur í beinu samræmi við innbyrt áfengismagn og hana nú. End of story!

Síðan bjórinn var leyfður hefur hann verið uppstaðan í minni áfengisneyslu, sem hefur lengst af ekki verið mikil eða stórkostleg með tímabundnum undantekningum í góðra vina hópi. Eftir á að hyggja hef ég varla nokkurn tímann dottið íða án þess að bjór ætti stóran hlut að máli. Og eftirstöðvarnar alltaf svipaðar og í réttu hlutfalli við það hversu gaman var kvöldið áður. :sing:

En fyrir nokkrum vikum fékk ég þá flugu í haus að brugga mér létt"vín". Og það hef ég gert með því að gerja ávaxtasafa (epla, ananas, appelsínu) og venjulegan strásykur með brauðgeri. Einfalt ódýrt og umfram allt; skemmtilegt. Útkoman er ljós áfengur drykkur - líkur hvítvíni- líklegast kringum 10%. Þetta hef ég drukkið með misgóðri lyst. Sumt hefur ekki lukkast skemmtilega en annað komið á óvart.

Af þessu hefur leitt að undanfarnar vikur hef ég fengið mér vel í tána af víni eingöngu. Semsé enginn bjór í spilinu og ekki heldur eimað áfengi. Bara þetta létt"vín". Ég veitti því strax athygli að líðanin daginn eftir var betri en ég á að venjast eftir áfengisneyslu. (Ég tek það fram að ég verð almennt ekkert svakalega timbraður og þekki marga sem finna meira fyrir þeim en ég) Ég er búinn að gera nokkrar tilraunir með þetta og niðurstaðan er enn sú sama - daginn eftir finn ég að sjálfsögðu fyrir því að ég hafi sofnað drukkinn, en það er engin vanlíðan, engin þörf fyrir að leggja sig, engin þyngsli yfir hausnum, og engin andleg vanlíðan - sem er fyrir mig stærsti kosturinn.

S.l föstudag lenti ég á skralli með vinum og drakk nokkra bjóra. Líklega 3-4 lítra yfir langt kvöld, daginn eftir kom allur þessi dæmigerði timburmannapakki, sem sýnir að það er allt óbreytt hvað það snertir.

Mér sýnist allt stefna í óhjákvæmilega niðurstöðu - að ég hætti algerlega að drekka hinn eðla drykk bjór, eða takmarki neyslu hans mjög verulega. Það er ekki hægt að líkja þessu saman, slíkur er munurinn.

Kannist þið við þetta?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Timburmenn

Post by Idle »

Ég kenni áhrifanna af ódýrum lagerbjór (Carlsberg og Tuborg Grön voru lengst af í uppáhaldi), en hef ekki keypt neitt slíkt í nokkra mánuði. Skjálftinn fer mjög vel í mig (líka "daginn eftir"), sem og annar "betri" bjór. Rauðvín er líka ofarlega á vinsældalistanum, en það leggst öllu þyngra á mig daginn eftir. Ginið er frábært og koníakið fínt, viskí er snilld, því þá vakna ég nánast eins drukkinn og þegar ég lagðist til hvílu.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Timburmenn

Post by Andri »

timburmennirnir eru útaf aukaefnunum sem verða til þegar gerið býr til áfengið og koldvíoxíð, það verða til efni sem heita fusel alcohols, magn þessara efna fara náttúrulega eftir hvað er gerjað og í hvaða magni.
Sé vökvinn eimaður og skipt í nokkra parta, oftast tala þeir (landabruggararnir) um að þetta sé "Heads" "Hearts" & "Tails" heads væri þá parturinn sem þeir taka. En sé þessi vökvi eimaður þá finnur maður svakalegann mun á lyktinni af þessum pörtum, fyrsta og seinasta lyktar verst.
fer líka svakalega mikið eftir líkamsþyngd, hvað þú ert búinn að éta, hversu mikið vatn þú ert búinn að drekka et cetera et cetera
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Timburmenn

Post by Idle »

Andri wrote:fer líka svakalega mikið eftir líkamsþyngd, hvað þú ert búinn að éta, hversu mikið vatn þú ert búinn að drekka et cetera et cetera
Líkamsþyngd er ekki stórt atriði í sjálfu sér - áunnið áfengisþol hefur meira gildi. En það munar miklu um góða máltíð.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Timburmenn

Post by Eyvindur »

Þetta fer að sumu leyti eftir því hversu hreint áfengið er. Mjög hreinn vodki eða gin, til dæmis, veldur minni þynnku en t.a.m. bjór eða rauðvín, sem er í samanburði heldur gruggugt. Svo fer þetta líka eftir því hversu hratt áfengið fer út í líkamann. Allt áfengi sem freyðir (bjór, kokteilar með gosi, freyðivín o.s.frv.) fylla eðlilega út meira yfirborð í maganum, og fer því hraðar út í blóðið. Það veldur aukinni þynnku. Svo fer þetta eftir því hversu vel maginn er stemmdur. Ef þú húðar magann að innan með fitu geturðu sneitt að miklu leyti hjá timburmönnum. Rússarnir drekka mjög tæran vodka og borða feita síld með - og eru eiturhressir morguninn eftir.

Hins vegar er eitt mjög stórt atriði með bjór, því bjór er ekki það sama og bjór. Timburmenn stafa að mestu leyti af tvennu - vökvaskorti og B-vítamínskorti (skilst mér, er þó ekki vel læknismenntaður). Ósíaður bjór (og annað áfengi, auðvitað) inniheldur ger (bæði í botnfalli en líka í einhverjum mæli í vökvanum sjálfum). Ger er stútfullt af B-vítamíni. Ég finn mjög mikinn mun á því hvort ég drekk síaðan eða ósíaðan bjór í þau örfáu skipti sem ég drekk meira en 1-2 bjóra á kvöldi. Ef ég drekk nær eingöngu ósíaðan bjór (minn eigin oftast) og fæ mér 1-2 vatnsglös fyrir svefninn er ég nær undantekningarlaust eldhress næsta dag. Ef ég drekk hins vegar meira af síuðum bjór finn ég fyrir því morguninn eftir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Timburmenn

Post by Bónusbruggarinn »

Já, matur, fita og vatn hjálpa en bara að litlu leyti fyrir mig, það gerast engin kraftaverk þó maður passi þá hluti. Ég taldi því að þessi dæmigerða þynnka mín helgaðist af líkamlegum einkennum sem fylgja neyslu etanol - og þessvegna væri tegund áfengisins lítil breyta í málinu. Ekki ráðandi þáttur eins og virðist vera.

Ég verð þunnur af; vodka, hreinum iðnaðarspíra sem margir töldu góðan, "hágæða" landa, rommi, koníaki, gini, wiský. Nægilega þunnur til að ég hef fyrir löngu hætt neyslu brenndra drykkja, eða svo gott sem. Þessvegna hef ég nær eingöngu drukkið bjór s.l 15 ár og hef ekki merkt neinn mun á því hvort að hann er dökkur eða ljós. Í þau skipti sem ég hef villst yfir í eitthvað sterkara hef ég séð eftir því daginn eftir.

Ég hef afskaplega lítið gert af því að drekka léttvín gegnum tíðina. Eitthvað en ekki nóg til að þora að fullyrða um áhrifin daginn eftir. Kannski er hvítín málið, sem er væntanlega einna líkast því sem ég er að brugga.

Fyrir mér eru það alger nýmæli að dagurinn eftir hressilega drykkju einkennist af notarlegri þreytu og vellíðan. Það átti ekki að vera hægt! Ég er ekki að grínast, þetta er með ólíkindum.
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Timburmenn

Post by Bónusbruggarinn »

Þetta með gerið er athyglisverður punktur Eyvindur. Það sem ég hef verið að drekka af eigin framleiðslu með þessum frábæra árangri kemur beint úr bruggbrúsanum og er enn að gerjast = stútfullt af geri.

En, ég gerjaði malt um daginn og drakk slurk af því á svipuðu stigi - beint úr brúsanum og enn einhver gerjun í gangi - og ég fann alveg fyrir því daginn eftir. Um þetta þori ég ekki að fjölyrða samt, en ég kenndi maltsykrinum um.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Timburmenn

Post by Oli »

Eyvindur wrote: Hins vegar er eitt mjög stórt atriði með bjór, því bjór er ekki það sama og bjór. Timburmenn stafa að mestu leyti af tvennu - vökvaskorti og B-vítamínskorti (skilst mér, er þó ekki vel læknismenntaður). Ósíaður bjór (og annað áfengi, auðvitað) inniheldur ger (bæði í botnfalli en líka í einhverjum mæli í vökvanum sjálfum). Ger er stútfullt af B-vítamíni. Ég finn mjög mikinn mun á því hvort ég drekk síaðan eða ósíaðan bjór í þau örfáu skipti sem ég drekk meira en 1-2 bjóra á kvöldi. Ef ég drekk nær eingöngu ósíaðan bjór (minn eigin oftast) og fæ mér 1-2 vatnsglös fyrir svefninn er ég nær undantekningarlaust eldhress næsta dag. Ef ég drekk hins vegar meira af síuðum bjór finn ég fyrir því morguninn eftir.
Hafið þið ekki heyrt um lækna og annað fólk í heilsugeiranum sem fara eftir djammið og fá sér bananablöndu í æð, þeas vítamínbættan vökva í æð, þú finnur ekki fyrir þynnku eftir svoleiðis meðferð, nema þeim kvillum sem fylgja of litlum svefni að sjálfsögðu. Vítamíninntaka fyrir og með drykkju ásamt nóg af vökva áður farið að sofa kemur í veg fyrir verstu þynnkuna finnst mér.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Timburmenn

Post by Hjalti »

Mér fynnst svefn og sjálfsvorkun lang besta leiðin að losna við þetta. Smá Ultimate Fighting Championship í imbanum eða bara í Playstation 3 er líka mjög góð endurhæfing á dimmum sunnudögum :massi:
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Timburmenn

Post by Andri »

Ég veit ekki hvað ég er búinn að eyða mörgum tímum í family guy skítþunnur á sunnudagskvöldum í bústaðarferðum... maður fór nokkrum sinnum á ári með vinum sínum í bústaði vá
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Bónusbruggarinn
Villigerill
Posts: 13
Joined: 14. Aug 2009 00:37

Re: Timburmenn

Post by Bónusbruggarinn »

Drakk 1.5L af þessu yfir videó í gærkvöldi. (~10% áfengt)
Dagurinn í dag - fínn. Hugsunin er svolítið sein, þorsti, smá þreyta en bara vellíðan! Engin "þynnka", ekki vottur.

Ef þetta heldur svona áfram fer ég aldrei oftar í ÁTVR.
Mikið fjári væri fróðlegt að vita efnafræðina sem veldur þessu.
Valuro
Villigerill
Posts: 19
Joined: 21. Jun 2009 19:47

Re: Timburmenn

Post by Valuro »

Smá hair of the dog that bit u og málið er dautt ;)
kubbur
Villigerill
Posts: 7
Joined: 16. Nov 2009 05:32

Re: Timburmenn

Post by kubbur »

èg hef verið að brugga svokallaðan gambra (vatn, sykur og turboger) og hef fellt hann með fellir 1 og 2 og drukkið vel af honum og èg verð bara ekkert þunnur af þessum sem er 14%, er með 20% ì nùna og hlakka mikið til að smakka hann, gambrinn er svo sem ekkert svakalega gòður à bragðið en àgætur ef maður hefur lìtið à milli handanna eða um 150 kall lìterinn
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Timburmenn

Post by kristfin »

það væri nú gaman að prófa að bæta aðeins hráefnin og búa til ódýrt léttvín.

jafnvel spurning um að fara í keppni hver getur búið til besta "hooch" vínið.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Timburmenn

Post by kristfin »

ég bjó til svona skólavín þegar ég var blankur í den. þá var uppskriftin

í 5 lítra
1 lítri sól appelsínusafi
1 eppli skorið gróft niður (gernæring)
1 kíló sykur
fyllt upp með vatni
vínger (eða þurrger)

látið gerjast í viku eða 2, setti gerstopp (ef ég átti) og fellir (sama) og látið falla í nokkra daga.

híverað ofanaf og neytt vel kælt.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kubbur
Villigerill
Posts: 7
Joined: 16. Nov 2009 05:32

Re: Timburmenn

Post by kubbur »

heyriði hvað um að opna nýtt topic fyrir þetta, einhver til í að gera það og senda mér svo linkinn, veit ekki alveg hvar það ætti að fara
Post Reply