Föroya Bjór - Slupp öl

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Föroya Bjór - Slupp öl

Post by ulfar »

útlit: koparlitaður með ljósri froðu sem stoppar stutt við
angan: Blanda af humlum og áfengi (fyrir mér er þetta ný lykt)
bragð: Hæfilega bitur, smá ristaður keimur, enginn ferskleiki
í munni: Vatnskendur og staðinn
drekkanleiki (hér vantar gott ísl. orð): frekar einfaldur bjór sem væri hægt gott að drekka ef hann væri ekki svona staðinn og þreyttur.

Þetta er annar færeyjabórinn sem ég smakka. Aftur verð ég fyrir vonbrigðum. Velti því fyrir mér hvort þeir noti of mikið af strásykri. Ber sama svip og systurbjórinn Green Islands Stout. Þó er þessi mun skárri. Ég er ekki í hópi aðdáanda.

Ég er þó ánægður með eitt. Það er seglskip á miðanum.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Föroya Bjór - Slupp öl

Post by Andri »

Sammála síðasta ræðumanni, mætti vera meiri kolsýra í þessum bjór ... gæti verið að þetta hafi verið gallaður tappi og eitthvað af henni lekið úr því það var nánast engin kolsýra
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply